Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Side 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 12. júli 40. tbl. 6. árg. Nr. 125 TIMANS
Kristján C. Magnússon
Sunnudaginn 3. júni s.l. lézt á Sauð-
árkróki einn af merkustu borgurum
bæjarins, Kristján C. Magnússon.
Fullu nafni hét hann: Christian Walde-
mar Carl Magnússon. Foreldrar hans
voru Magnús Guðmundsson verzlun-
armaður á Sauðárkrólki og kona hans
Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksen,
dönsk i föðurætt. Þau hjón áttu allan
sinn búskap heima á Sauðárkróki að
undanskildum fjórum árum.
Hildur Margrét kom fyrst til Sauð-
árkróks árið 1876, er bærinn var enn i
frumbernsku. Þá voru þar aðeins tvö
timburhús notuð. til ibúðar. Tveim ár-
um siðar fluttist hún ásamt móður
sinni, Láru Sigfúsdóttur og stjúpföður,
Þorvaldi Einarssyni, til Sauðárkróks
og átti þar heima til æviloka 1957, er
frá er skilin f jögurra ára búseta þeirra
hjóna á Þingeyri við Dýrafjörð. — Hér
hefur þvi sama ættin búiö mann fram
af manni hátt I öld eða nærfellt frá
upphafi byggðar á Sauðárkróki og er
það einsdæmi.
Kristján C. Magnússon fæddist á
Sauðárkróki 29. ágúst aldamótaárið,
yngstur þriggja systkina, sem á legg
komust. Hin voru Ludvig Carl siðast
endurskoðandi i Reykjavik d. 1967 og
Láralngibjörg, nú búsett i Reykjavik.
Tviburasystir Kristjáns, Pála, lézt
1908. — Kristján ólst upp I foreldrahús-
um, á menningarheimili, þar sem list-
ir voru I hávegum hafðar' ekki hvað
sizt sönglist og leiklist.
Arið 1919 settist Kristján i II. bekk
Verzlunarskóla Islands og sat veturinn
eftir i III. bekk, en skömmu eftir nýjár
siðara áriö fékk hann skæða brjóst-
himnubólgu og gat af þeim sökum ekki
lokið prófi. Sjúkdómurinn snerist siðar
upp i berkla.og var hann á Vifilsstaða-
hæli 1923-1926 og náði sér aldrei að
fullu.
Kristján starfaði á unglingsárum við
verzlun C. Höepfners á Sauðárkróki
frá 1915-1918 ,árið 1922-1923 stundaði
hann verzlunarstörf hjá Kristjáni
Gislasyni og eftir hælisvist á Vifils-
^töðum vann hann um skeið við verzl-
un Sigurgeirs Danielssonar á Sauðár-
króki. Árið 1934 réðst hann til Kaupfé-
lags Skagfirðinga og vann þvi fyrir-
tæki upp frá þvi meðan stætt var heilsu
vegna. Framan af var hann bókari, en
siðan i 26 ár yfirmaður við verðlagn-
ingu. Hann hætti að fullu störfum hjá
K.S. árið 1971.
Kristján var fágætur starfsmaður
samvizkusamur og velvirkur i bezta
lagi — eða svo að notuð séu orð Sveins
Guðmundssonar fv. kaupfélagsstjóra,
er hann hafði við undirritaðan: „Hjá
honum fór saman i óvenju rikum mæli
hollusta og hæfni.”
Þegar á barnsaldri komst Kristján i
kynni við margþætt félagslif Sauð-
krækinga, en móðir hans lét um ára-
tugi mjög til sin taka I félagsstarfi.
Þótt Kristján væri mestan hluta æv-
innar heilsutæpur vann hann flestum
meir að félagsmálum, enda var mjög
tilhans leitað. Um nokkurt skeið starf-
aði hann að bindindismálum, enda var
mjög til hans leitað. Um nokkurt skeið
starfaði hann að bindindismálum, og
sjálfur neytti hann hvorki vlns né tó-
baks. Fyrir Ungmennafélagið Tinda-
stól innti hann af höndum margvisleg
störf og var um hrið formaður Ung-
mennasambands Skagafjarðar. Hann
átti sæti i hreppsnefnd (sem varamað-
ur) skólanefnd, var i stjórn Sjúkra-
samlags Sauðárkróks og átti sæti I
stjórn Rauðakrossdeildar Sauðár-
króks og Hjartaverndar i Skagafirði til
dauðadags. Ýmsum fleiri störfum
gegndi Kristján I þágu bæjarfélags og
sýslu þótt ekki verði tiunduð hér.
Kristján C. Magnússon var list-
hneigður, unni tónlist, leiklist og bók-
menntum. Tónlistin var honum hjart-
fólgnust. Hann átti mjög stórt og vand-
að hljómplötusafn sigildra tónverka og
vart mun hafa liðið svo dagur, að hann
laugaði ekki hugann i tónaflóöi meist-
aranna.
Kristján vann mikið og fórnfúst
starf i þágu leiklistar á Sauöárkróki
þótt ekki væri hann leikari. Hann var
einn af stofnendum Leikfélags Sauðár-
króks (hins siðara) 9. jan. I941,skipaði
fyrstu stjórn þess og vann og að laga-
setr.ingu fyrir félagið. Hann var sam-
fleytt i stjórn fyrstu tiu árin og átti
mikinn þátt I mótun félagsins, enda
kunni hann góð skil á leiklist og átti
raunar að baki langt starf i þágu henn-
ar, áður en til stofnunar þessa félags
kom og má þá einnig geta þess, að
móðir hans vann að leiklistarmálum
frá unglingsárum til hárrar elli.
Meðan Kristján var sjúklngur á
Vifilsstöðum notaði hann timann vel til
lesturs og náms. svo sem heilsa leyfði
og varð hann þá þegar betur að sér á
ýmsa grein en titt var um unga menn.
Bókmenntir og félagsmál voru rædd af
kappi á hælinu, þvi að þar var hann
samtiða ýmsum, sem þá þegar höfðu
eða áttu eftir að gera garðinn frægan.