Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Blaðsíða 6
Karl B. Stefánsson Fæddur 25. nóv. 1918 — dáinn 1. júni 1973. Þann 1. júni s.l. lézt á Borgarspltal- anum, mjög um aldur fram, Karl B. Stefánsson f. 25. nóv 1918, og þvi tæp- lega 55 ára. Karl fæddist að Hrisum i Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi, sonur hjónanna Kristinar Sigurðardóttur og Stefáns Jónssonar. Hann ólst upp hjá foreldr- um sinum, en þeirra börn urðu ellefu. Karl var næstelztur sinna systkina og elztur sonanna. Eins og þá var venja fóru börnin að vinna eins fljótt og kost- ur var, og á þessu heimili, þar sem svo marga þurfti að metta, munu allar hendur hafa verið nýttar til hins ýtr- asta, enda hafði heimilisfaðirinn mörg járn i eldinum. Hafði bú svipað og aðr- ir,stundaði sjóinn af kappi og að auki var hann afgreiðslumaður pöntunarfé- lags. Börnin munu þvi fljótt hafa farið að vinna, enda hafa þau öll reynzt manndóms- og myndarfólk. Karl reyndist snemma góðum gáf- um og fjölhæfum hæfileikum búinn, en eins og þá var algengast voru ekki möguleikar á skólagöngu umfram barnaskóla, sem þá var farskóli, sem svo var kallað, svona tveir til þrir mánuðir á ári. Þessi skólaganga skil- aði nemendum sinum með ótrúlega mikilli þekkingu, þó skólasetan væri ekki löng miðað við það, sem nú er. Karl fer til Reykjavikur um tvitugs- aldur. Þar aflaði hann sér réttinda til vélgæzlu, fyrst tekur hann minna próf- ið og seinna hið meira próf og stundar vélgæzlu á þessum árum á skipum, sem voru á siglingu milli landa. A þessum árum tekur Karl mikinn þátt I féiagsmálum stéttar sinnar, er i stjórn Mótorvélstjórafélags Islands og for- maður þess um skeið. Þegar þetta gerist er Karl ungur maður, svo að greinilegt er,að hann hefur haft álit meðal sinna félaga, enda var hann eins og fyrr segir mjög vel gefinn, rökfastur og lipur ræðu- maður og vel ritfær. Karl giftist árið 1944. Kona hans var Jenný Asmundsdóttir ættuð frá Nes- kaupsstað. Þau áttu saman sex börn fjórar dætur og tvo syni. Þá átti Karl son áður en hann giftist, sem Hjörtur heitir. Hann ólst upp hjá foreldrum Karls og var þeim til mikillar ánægju, enda vel gefinn og gæða drengur. Karl og Jenný slitu samvistum 1963, og nokkru seinna giftist hann aftur Alfheiði Jónsdóttur ættaðri frá Isa- firði. Þau eiga tvo drengi, sem báðir eru ungir. Arið 1947 verða þáttaskil i lifi Karls, þá gerist hann framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar H/F. Þá hefst sá timi á starfsævi Karls, sem ég þekki vel, þvi frá 1947 til 1961 erum við mjög nánir samstarfsmenn, þvi að öil þessi ár er ég i stjórn fyrir- tækisins og talsvert af þeim tima for- maður stjórnarinnar. Þegar Karl tekur við framkvæmd- arstjórn fyrirtækisins er hann tæpra 29 ára, og hafði unnið við mjög ólik störf. Þar að auki var hagur fyrirtækisins og öll aðstaða þess mjög bágborin um þessar mundir, m.a. má segja að bók- hald þess væri þannig, að á þvi var ekki hægt að byggja áframhaldandi stárf. Um það var mér vel kunnugt, að Karl leit ekki björtum augum á verk- efnin, sem við blöstu, og nú eftir tutt- ugu og fimm ár get ég vel skilið þá af- stööú Karls, sem við ræddum oft á þessum árum og ég leit þá með meiri bjartsýni en hann. En hvað um það, Karl tók til starfa, og eitt er vist, að hann lagði sig allan fram við þau störf. Bókhald og allur frágangur til fyrir- myndar, uppbygging fyrirtækisins fór fram svo sem efni stóðu frekast til,bankar og aðrar stofnanir, sem skiptu við fyrirtækið svo lengi, sem ég þekkti til treystu þvi vel, og þar með forsjá Karls. 1 amstri þessara daga fannst sumum Karl þurr á manninn og stirður viðskiptis, en okkur hættir svo mörgum til að lita hlutina af okkar sjónarhóli. En min kynni af Karli voru þau, að hann var dulur og flíkaði ekki tilfinn- ingum sinum, en undir bjó hlý og við- kvæm lund, er öllum vildi vel. Arið 1963 hættir Karl störfum hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar og flyzt til Reykjavikur, þar sem hann vann við ýmis störf. Þvi miður bar fundum okkar sjaldan saman eftir að hann settist að I Reykjavik, ég frétti þó á siðastliðnu ári,að hann hefði veikzt hastarlega, en væri að ná sér. Svo er eins og samband rofni. Mér berst til eyrna, að Karl sé dáinn. En er sambandið rofið að fullu? — ég held ekki. Ég er þess fullviss, að við Karl, sem aðrir, eigum eftir að hittast á öðru tilverustigi. Ég votta að lokum öllum aðstand- endum Karls mina innilegustu samúð. Pétur Sigurösson. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.