Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Blaðsíða 2
Má þar nefna Stefán skáld frá Hvita-
dal og Einar Olgeirsson, slðar alþing-
ismann. Oft var slegið i brýnu um
skáldskap og stjórnmál, stefnur og
markmið, reynt að kryfja málin til
mergjar. Sjálf hælisvistin og kynni við
sjúklinga hafði djúptæk og varanleg
áhrif á jafnnæmgeöja mann og
Kristján.
Vorið 1926 kom Kristján heim af
Vifilsstaðahæli blásnauður og lltt
vinnufær. Það fór fyrir honum eins og
fleiri sem háð höfðu baráttu við hvlta
dauðann og borið sigur af hólmi, að
heimkoman varð ekki til óblandinnar
ánægju: „Sumir sniðgengu mig eins
og ég væri pestardýr,” sagði Kristján
eitt sinn við mig,” og raunar var það
von, ” bætti hann viö og brosti, ,,en það
var dálitið erfitt að vinna bug á þessari
hræðslu sumra.”
Þegar eftir heimkomuna til Sauðár-
króks hóf Kristján virkan þátt I bar-
áttu verkamenn fyrir bættum kjörum
og skipaði sér undir merki Alþýðu-
flokksins. Hann vann að málum meö
festu og einbeitni, en aldrei féllu hon-
um pólitísk afskipti alls kostar vel.
Hann var dæmigert prúðmenni, svo
viðkvæmur I lund, háttvis og hlédræg-
ur að eðlisfari, að honum var fjarri
skapi að senda andstæðingum eitraðar
örvar, svo sem tltt var i hita barátt-
unnar I þá daga. Hann þoldi og sjálfur
ekki vel slikar sendingar, þvi að lundin
var stór. Stjórnmálabaráttan var á
þessum árum háð með flestum tiltæk-
um vopnum og þótti sá kræfastur, sem
gat brýnt svo að biti. Tilgangurinn
helgaði aðferðina. Slikar leikreglur
voru Kristjáni C. Magnússyni ekki að
skapi.
A Vifilsstöðum glæddist áhugi
Kristjáns á bókmenntum, eins og áður
er vikið að. Smám saman tókst honum
að koma sér upp stóru og gagnmerku
bókasafni um skáldmennt og margvis-
leg efni önnur. Ber safn hans vitni um
frábærlega góöa meðferð. Ánægjulegt
var að sjá, hvernig hann handlék bæk-
ur slnar, fór um þær mildum vinar-
höndum. Gætti þar þeirrar snyrti-
mennsku, sem einkenndi öll störf
hans.
Enn er ógetiö þess starfs Kristjáns I
þágu bæjar og sýslu, er lengst mun
halda nafni hans á lofti. Ungur maður
fór hann að leggja stund á myndatökur
til gagns og gamans, þvi aö honum var
ljóst, hve tlmans tönn er hraðvirk,
breytingar örar, og að minnisverðir
atburðir verða gleymskunni að bráð,
fyrr en varir. Hann vildi bjarga svip-
myndum liðins tlma I hendur framtlð-
arinnar, — og tókst það með merkileg-
um hætti. Einkasafn hans var stærra
en nokkurs Skagfiröings fyrr og slðar.
Hann var að auka við það og bæta
fram til hins siðasta: safnaði og skag-
firzkum myndum hvaðanæva og varð
gotttilfanga: bjargaði þannig miklum
menningarverðmætum. Hann lagði
svo fyrir, að Héraðsskjalasafn Skag-
firðinga fengi mynda- og plötusafnið
að gjöf að honum látnum, og þegar
þetta er ritað, er ekkja hans, Sigrún
Jónsdóttir, að vinna að afhendingu
þess. Safn þetta er ómetanlegur menn-
ingararfur, þar sem getur að llta sögu
Sauðárkróks (og að nokkru leyti
Skagafjarðar) i myndum frá þvi laust
eftir 1880 og allt til þessa dags. — Hér-
aðsskjalasafn Skagfirðinga þakkar
þeim hjónum þessa höfðingsgjöf og
hefur fullan hug á, að hlúa að henni svo
sem skylt er.
Um líkt leyti og Kristján C. Magnús-
son hóf ljósmyndatökur var mjög til
umræðu að stofna útvarpsstöð hér-
lendis. Vorið 1926 tók H.f. tJtvarp til
starfa. Aðalforgöngumaður þess var
Ottó B. Arnar simaverkfræðingur.
Kristján batt miklar vonir við þessa
tilraun. Með henni ætlaði hann, að
hljómlistin kæmist inn á hvert heimili,
einnig leiklist og bókmenntir I meira
mæli en áður. Því var það, að hann
gerðist umboðsmaður þessa fyrirtækis
I Skagafirði. Þessi viðleitni bar ekki
árangur, svo sem kunnugt er. Þegar
Rlkisútvarpið tók til starfa 1930, varð
Kristján umboðsmaður þess, sótti
námskeið i útvarpsvirkjun og vann
nokkur ár að uppsetningu og viðgerð-
um á útvarpstækjum.
Arið 1926 var Sauðárkróksbló h.f.
stofnaö að frumkvæði Kristjáns, og sat
hann um áratugi I stjórn þess fyrir-
tækis og var sýningastjóri. Þær vonir,
sem hann batt við það fyrirtæki, rætt-
ust ekki nema að litlu leyti, þvi að
löngum var litill kostur á öflun góðra
mynda.
Kristján C. Magnússon var I Sögufé-
lagi Skagfirðinga, sat i stjórn þess og
útgáfunefnd um langt skeið og vann þá
mikið starf við söfnun og skipulagn-
ingu myndasafns vegna útgáfu á
Skagfirzkum æviskrám; ritaði einnig
þætti I það rit.
Arið 1954 var Kristján kjörinn I
stjórn Bóka- og Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga og varð formaður safns-
stjórnar árið 1960. A formennskuárum
hans var Safnahúsið á Sauðárkróki
reist. — Kristján lét af formennsku ár-
ið 1970. Þá fóru fram kosningar til bæj-
arstjórnar. Þótt nefndakjör beri oft
pólitlskan lit, var bæjarstjórn samt
einhuga um, að fá hann til að sitja
áfram, en hann treysti sér ekki heils-
unnar vegna. Má þetta vera til marks
um, hvers traustshann naut. — Eigi að
síöur átti hann eftir að inna af höndum
mikið starf fyrir Héraðsskjalasafnið —
og ávallt án endurgjalds.
Félagsmálastarf Kristjáns C.
Magnússonar er orðið mikið að vöxt-
um, þrátt fyrir langvarandi heilsu-
brest, og öll unnin utan venjulegs
vinnutima og aldrei hugsað til launa.
Hann varði vel tómstundum sinum.
Skorti aldrei áhugaefni, fékk og notið
þess, að margt þokaðist til réttrar átt-
ar. Hann var þvi hamingjumaður.
Kristján C. Magnússon var mikill á
yfirbragð og fyrirmannlegur og fór
ekki hjá þvi, að hann hlyti að vekja eft-
irtekt þar, sem hann fór, enda þótt
mikillar hlédrægni og hógværðar gætti
I framkomu hans, þvi að jafnan hélt
hann sér litt fram. Hann var síungur I
anda, léttur I tali gamansamur, hafði
næmt skopskyn, sagði skemmtilega
frá, er hann rifjaði upp ýmis atvik frá
liðinni tlð, en aldrei var kimni hans
rætin.
Kristján var trúmaður og átti von-
glaða lund og varð að þvi mikill styrk-
ur. Hann varð oft að horfast I augu við
dauðann. Hann grunaði feigð sina og
tók þvl, sem koma skyldi æðrulaust.
Trú hans var svo styrk og björt. Hann
bar hana ekki á torg, en hún varð hon-
um afl til góðra hluta.
Sá, sem þetta ritar, stendur I mikilli
þakkarskuld við Kristján C.
Magnússon. Meðan stóð á samningu
Sögu Sauðárkróks var Kristján alltaf
boöinn og búinn til að veita upplýsing-
ar, rifja upp atvik, sem komu höfundi
á sporið, afla mynda til ritsins og lána
úr myndasafni slnu. Og alltaf átti ég
sömu ljúfmennskunni að mæta.
Kristján C. Magnússon kvæntist eft-
irlifandi konu sinni Sigrúnu Mörtu
Jónsdóttur árið 1930. Sambúð þeirra
einkenndist af óvenju mikilli nærgætni
og hlýju. Þvi var gott að vera gestur
þeirra. Heimilishlýjan og gestrisnin
andaði á móti mannii hún var hús-
bændunum eðlileg og samgróin. Börn-
um þótti þvi einkar gott aö vera I
návist þeirra. Sjálf eignuðust þau ekki
afkomendur, en langtimum saman
dvöldust börn á heimili þeirra, og var
báðum ljúft að verma „þann veika
gróður.”
Um leið og ég votta Sigrúnu samúð
mina vona ég heils hugar, að hún fái að
njóta slikrar bjartsýni, sem var aðal
Kristjáns á raunastundum. — Ég
þakka þeim hjónum báðum trygga
vináttu og alla virkt.
Kristmundur Bjarnason.
2
íslendingaþættir