Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 7
Guðrún Gísladóttir Þann 8. júní sf&astliöinn átti Guðrún á Yztahvammi i Aðaldal sjötugs- afmæli. Þess ér sjaldan að miklu getið þó hinar alemnntu bændakonur fylli ára tuginn. Þær hrópa svo sjaldan um af- rek sín á ævibrautunum. Mig langar, þótt seint sé, að minnast Guðrúnar meö nokkrum orðum, um leiö og ég árna henni allra heilla I framtfðinni. Guðrún er fædd og uppalin i Prest- hvammi i Aðaldal, dóttir hjónanna Helgu Helgadóttur og Gisla Sigur- björnssonar. Ung gekk hún að eiga frænda sinn Jón Gunnlaugsson frá Geitafelli i Reykjahverfi,og hófu þau búskap i Yztahvammi i Aðaldal. Þar undu þau öll sin búskaparár að undan- teknum tveimur árum i Geitafelli. Ég tel það ekki ofmælt, þótt sagt sé að hjónin i Yztahvammi hafi tekiö rösk- lega höndunum til við búskapinn. Túnið var stækkað ár hvert og allur húsakostur jarðarinnar byggður að nýju. Heimili Guðrúnar var rómað fyrir gestrisni og glaðvært heimilislif. Þar stóðu allar dyr opnar fyrir gesti og gangandi og það eru óefaö fleiri en ég, sem renna þakklátum huga til þeirra hjóna fyrir góðvild þeirra og hjálpsemi. Það að eignast sjö börn og ala þau upp til fullorðins ára, auk einn- ar dótturdóttur til tiu ára aldurs er vissulega ekki svo lítið ævistarf. Það er hið hljóðláta starf húsmóður- innar, sem sjaldan er að verðleikum metið. Fyrir sjö árum sfðan afhentu Yzta- hvammshjónin Baldri syni slnum búið og jörðina til ábúðar. Ég efa ekki, að hann i búskapnum standi vel i istaðinu.svo ekki hallist á sæmd föður og sonar. Eftir að Guðrún hætti að búa gerðist hún matráðskona á sjúkrahúsi Húsa- vikur, og hefur gegnt þar ýmsum störfum siðan. Astæðan fyrir flutningi þeirra hjóna til Húsavikur var vanheilsa Jóns, sem siðan hefur af og til verið rúmlegu- sjúklingur, en getað notið þess á milli að eiga þar heimili með konu sinni. Þannig hefur sambúð þeirra hjóna ávallt verið traust,og styrk lund Guð- rúnar verið honum ómetanleg stoð i veikindunum. Börn Guðrúnar héldu henni afmælis- fagnað aö hótel Reynihlíð i Mývatns- sveit, þar sem frændfólk hennar hefur gert garðinn frægan.Ég veit að það hefur verið Guðrúnu sár raun að mað- ur hennar vegna vanheilsu gat ekki setið við hlið hennar þann dag. Þvi óskaði hún sér að gestir hennar yrðu aðeins systkini hennar, börn og tengdabörn. Það er okkar þjóðarvenja að minn- ast afmælisbarna með gjöfum, og ég veit, að sú venja hefur ekki verið brotin þann dag. Hitt er óvenjuleg rausn, að af- mælisbarnið leysi gesti sina út með gjöfum, en það gerði Guðrún. Hún færði hverju barna sinna 50 þús- und krónur að gjöf. Ég veit að þeim gjöfum hefur fylgt þakklæti foreldr- anna til. forsjónarinnar fyrir mann- vænleg börn, sem ávallt hafa virt föð- ur sinn og móður. Megi Guðrún i Yztahvammi hér eftir sem hingað til sjá gleði við lifið, sýna góðvild og rausn i starfi og þrek og þol- gæði i raunum. Sigriður Björnsdóttir o Krotað á orfhælinn gefin fyrir að hlifa sér á kostnað annarra. Og ekki minnist ég að hafa vorkennt annarri konu meira að bera sátur á skip og af, en henni, og átt þátt i að lyfta þeim á hana eftir að ég fór aö taka þátt i heyflutningum. Ég vissi, aö þær byrðar voru ekki hennar meðfæri, þótt aldrei kvartaði hún. — Þaö er ekki laust við að samvizkan bíti mig, eftir öll þau ár, sem liöin eru sl&an viö vor- um saman, þegar ég hugsa um þræl- dóm þessarar æskuvinkonu minnar. Nú er þetta allt löngu liðið, oröið aö sögu, sem fáir trúa. Theodóra dáin fyrir mörgum árum, 5. mai 1937, áreiöanlega sátt við guð og menn — islendingaþættir lika þá sem lyftu á hana þungu sátun- um. Margir orðhagir menn og skáld- mæltir hafa veriö i ættum Theodóru, en ekki held ég að hún hafi veriö hag mælt sjálf, svo orð sé á gerandi. Þó veit ég þaö ekki. Hún var ekki fyrir að flika þvi sem innra með henni bjó. Einu sinni sagði hún við mig, þegar viö vorum að ganga út I slægjuna frá morgunkaffinu i tjaldinu okkar: — Mig dreymdi visu i nótt, Beggi minn, sem ég ætla að gefa þér. Ég held að hún sé um þig. — Hvernig er hún? — Hún er á þessa leið: Ef þin ævin treinist, óska ég þú reynist hreinn og djarfur drengur, drjúgur giftumaður. Fastlyndur og fylginn fyrirtækjum góðum. öldungur, sem allir elska bæði og virða. — Þetta eru góðar óskir, sagði ég kæruleysislega. Krotaöi visuna á orf- hælinn minn og hef kunnað hana siðan. Og oft hefur mér dottið erindið i hug, þegar mér hefur orðiö litið á myndina af Theodóru Guömundsdóttur á borð- inu i litlu stofunni minni. Hér verður ekki rætt, hvernig óskirnar hafa rætzt. Blessuð veri minning minnar löngu látnu vinkonu. B sk 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.