Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Blaðsíða 4
Hallgrímur Jónsson yfirvélstjóri „Cr atlotum hins daglega lifs, menn draga sinn skapgeröaróö.” (E. Ben) Frá upphafi vega hefur islenska þjóöin átt þau séreinkenni, aö varö- veita og halda á loft minningu og staö- góöum sögnum um þá menn og konur, sem boriö hafa höfuö og herðar yfir sina samtiö, hafa haft djúp áhrif á samfélag sitt og lagt mikilsverðan skerf af mörkum til þess, að móta framtiö þess andlega og veraldlega séö, oft og tiöum á mjög áhrifarikan hátt. Mannfæð og einangrun þjóðarinnar öldum saman, hefur verið meginorsök þess, aö saga hennar hefur á ýmsa lund skipazt á þennan hátt. Hefur lifssaga ótal margra einstakl- inga sllt frá öndverðu átt slikan þátt i aö skipta sköpum i atvinnuháttum ts- lendinga, að með eindæmum má telj- ast i sögu einnar þjóðar. F. 14. febr. 1949. D. 11. ágúst 1973. 1 dýpstu sorg er Drottinn mæddum næst i döggvum hvarma speglast skærst hans ljómi: A sorgar vængjum sálin lyftist hæst i söng og bæn að ljóssins helgidómi. Mér finnst ég ganga fyrir Guö með þér aö fótskör hans við bæöi saman krjúpa. Ég finn hans liknarhönd á höföi mér, er harminn byrgi ég inni þögla, djúpa. Ég get svo fátt, sem býr i brjósti,sagt. Það bindur tungu sterkur hugartregi, en aðeins kærleiksblómin blessuð lagt aö brjósti þinu, vinur elskulegi. G.G. Með beztu kveðjum frá dætrum hans og móður þeirra. Þessi örstutta svipsýn kom mér i hug, þegar ég nú með nokkrum orðum minnist eins nýlátins forystumanns is- lenskrar sjómannastéttar, Hallgrims Jónssonar yfirvélstjóra. Enda þótt ævi hans væri á yfirborð- inu ekki sérstaklega viðburðarlk, eða bæri hátt, sögulega séð, þarf ekki djúpt að skyggnast til að komast að raun um, að þar var einn af þeim mönnum á ferð, sem með gáfum og at- gervi átti sinn ómælda þátt i að stuðla að og standa einna fremst i ekki ó- merkari þætti islenzks atvinnulifs en tækniþróun sjávarútvegsins og upp- byggingu félagslegrar samhyggju sjó- mannastéttarinnar, allt frá þeim tim- um, er vélaöldin hóf innreið sina á landi hér uppúr aldamótunum, að at- vinnuhættir landsmanna tóku stökk- breytingum i áföngum, frá aldagöml- um og frumstæðum tækjum, til þeirra háþróuðu og sjálfvirku véla og raf- eindatækja, sem við nú litum augum á líðandi stund og þar sem engin kyrr- staða virðist sjáanleg. Hallgrimur Jónsson lézt 29. júni s.l. á 84. aldursári, fæddur 5. apríl 1890 að Móabúð i Eyrarsveit á Snæfellsnesi, sonur hjónanna Guðrúnar Hallgrims- dóttur og Jóns Jónssonar útvegs- bónda. Að hætti þess tima hóf hann barn- ungur sjómannsferil sinn á opnum bátum við Breiðafjörð, en 16 ára er hann kominn i smiðanám á tsafirði, en þar og i Vestmannaeyjum hófu fyrstu bátavélarnar göngu sina hér á landi. t þessari tæknigrein mun Hallgrim- ur hafa fundið visinn að þvi verkefni, er siðar varð lifsstarf hans. Kvöldskóli iðnaðarmanna var þá ný- stofnaður á staðnum og að sjálfsögðu sótti Hallgrimur hann. Gamall vinur hans frá þeim árum og siðar starfsbróöir, lét eitt sinn svo um mælt að ávallt hefði mátt ganga aö Hallgrimi visum að loknu dagsverki, við lestur bóka i herbergi sinu. Tel ég að þessi ummæli séu raunhæf skýring á þeirri alhliða menntun og yfirgrips- miklu þekkingu, sem honum tókst að afla sér á sinni löngu sjómannsævi og lifsskeiði. Gáfur hans voru slikar að honum veittist létt, með sjálfsnámi, aö tileinka sér ýmis þau fræöi, sem ekki var að finna á stundaskrá Vélskólans, íslendingaþættir Karl Axel Valsson 4

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.