Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Blaðsíða 3
Þorlákur Jóhann Þorsteinsson Bolungavík HINN 1. april s.l. andaðist á Sjúkrahúsi ísafjarðar Þorlákur Jó- hann Þorsteinsson eftir skamma legu þar. Það hefur dregizt lengur en ég ætlaði að minnast með nokkrum orðum þessa kæra vinar mins og frænda, sem var einhver ágætasti maður, sem ég hefi kynnzt um ævina. Þorlákur var fæddur á Bjarnastöðum i Reykjafjarðarhreppi, Norður-fsafjarðarsýslu hinn 13. september árið 1894. Foreldrar hans voru hjónin Evlalia Þorláksdóttir og Þorsteinn Sigurðsson bóndi þar. Þriggja ára gamall missti Þorlákur föður sinn og fór þá i fóstur til afa sins og ömmu, Þorláks Brynjólfssonar og Arnfríðar Bjarnadóttur, er þá bjuggu i Kleifarkoti við hin erfiðustu skilyrði. Þegar Láki, en svo var Þorlákur jafn- an nefndur, var átta ára hættu þau búskap og fluttu til sonar sins Bjarna og konu hans Elinar firði á afmælisdaginn sinn 27. april 1941, og var samband þeirra hjóna meö afbrigðum innilegt og byggt á ótakmörkuðu trausti og tillitssemi af beggja hálfu til siðasta dags. Börnin urðu fimm, myndarleg og vel menntuð, og full þakklátssemi til for- eldranna. Þau eru: Svanur Eyland, sjómaður, kvæntur Hjördfsi Jónas- dóttur. Elin, búsett i Sviþjóð, gift Arn- ari Agústssyni, trésmið, Rósa gift úlf- ari Brynjólfssyni, bónda að Stóru Mörk undir Eyjafjöllum, Sigrún, gift Eyjólfi Haraldssyni lækni, búsett i Skotlandi, Aðalsteinn Omar, renni- smiður, kvæntur Sigurlaugu Guð- laugsdóttur. Barnabörn Aðalsteins voru orðin 15, og langafi var hann að einu, sem ber nafn hans. Nú er skarð fyrir skildi. Söknuður rikir á heimili hins látna kærleiksrika maka og föður. En huggun harmi gegn er minningin um góðan dreng, sem mátti ekki vamm sitt vita. Steini minn. Konan min og ég flytj- um þér siðustu kveðju, með innilegri þökk fyrir samleiðina hérna megin grafar. Konu þinni og börnum biðjum við guðs blessunar og aukins trausts i raunum þeirra. Jóliann Fálsson er þá voru tekin við búskap á Botni við Mjóafjörð. Þar dvaldist Láki til tutt- ugu og fjögurra ára aldurs, er hann flutti til Bolungavikur, en þar átti hann heima til dauðadags. Hann stundaði lengi sjósókn og var eftirsótt- ur sjómaður sökum dugnaðar og prúð- mennsku. Frá bernsku minni á Botni er mér minnisstæð tilhlökkunin er von var á Láka heim úr verinu. Það var fagnaðarfundur þegar hann kom og ávallt færði hann okkur börnunum eitthvað eftirsóknarvert. Mörg hin siðari ár vann hann i Hrað- frystihúsi Einars Guðfinnssonar á Bolungavik. A þeim vinnustað var hann vinsæll sem annars staðar. Um 1920 trúlofaðist hann Jóninu Guðmundsdóttur frá Saurbæ i Fljótum og hófu þau sambúð I verbúð,sem þau keyptu. Verbúðina gerðu þau upp og gerðu að vistlegri ibúð. Þeim varð tveggja sona auðið, Sigurðar Helga og Jóns Bærings. Sigurður Helgi er póst- maður i Reykjavik. Hann er ókvæntur. Jón Bæring dó á sautjánda ári. Hann þótti hinn mesti efnispiltur. Láki skrifaði mér eftir lát hans og lýsti hve þau hefðu um sárt að binda, og var hann þó ekki vanur að flika tilfinning- um sinum. Siðar tóku þau i fóstur ný- fædda systurdóttur hans, Ingu Guð- björgu Ingólfsdóttur, en móðir hennar veiktist frá þremur ungum börnum og dó eftir langvinn veikindi. Þau ólu Ingu Guðbjörgu upp sem hún væri þeirra eigin dóttir. Jónína var frábær húsmóðir, sparsöm og nægjusöm og með afbrigð- um þrifin. Þessir ágætu kostir komu sér vel, einkum á kreppuárunum, þegar tekjur voru litlar. Jónina vann oft úti til að drýgja tekjurnar og vel nýtti hún það, sem til heimilisins barst. A sjötugsaldri veiktist hún og lamaðist að nokkru. Hún þjáðist oft mjög mikið, en ég minnist þess, hve hún var þakklát manni sinum og fjöl- skyldu fyrir allt það, sem þau lögðu á sig til að létta henni veikindin. Hún var þó ekki iðjulaus eftir að hún lamaöist. Nú fyrst gafst verulegt tóm til að sinna hugðarefni sinu handavinnunni. Út- saumur hennar var frábær og ótrúlega mikil handavinna er til eftir hana. Siðustu árin dvaldist hún i Sjúkraskýl- inu í Bolungavik. Hún lézt 7. ágúst, 1971. Þorlákur var hvers manns hugljúfi, og aldrei sá ég hann skipta skapi öll þau ár, sem við áttum samleið. Ovildarmenn átti hann enga á lifs- leiðinni, en vini margra, enda tamdi hann sér einstaka prúðmennsku og skapstillingu. Vinnugleði hans var mikil, og nautn hafði hann af að rétta öðrum hjálparhönd. Siðastliðið sumar var hann á ferð hér um Norðurland með fósturdóttur sinni og tengdasyni ásamt börnum þeirra, en hjá þeim dvaldist hann siðustu árin. Hann var hress og glaður og talaði um, hvað sér liöi vel. Vinnu stundaöi hann fram á siðustu stund. Að endingu sendi ég þér minar beztu kveðjur. Það er margt að þakka frá þvi þegar þú hélzt i litla hönd mina og leiddir mig yfir torfærur, sem mér var um megn að komast hjálparlaust, og allt fram á siðustu stund, er þú heim- sóttir mig s.l. sumar. Ávallt varst þú minn stóri og góði bróðir. Vel man ég, að móöir min unni þér engu siöur en sinum börnum og bar velferð þina mjög fyrir brjósti. Ingu Guðbjörgu og fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ég veit, að þú myndir lika vilja senda þeim kveðjur og þakka allt, sem þau voru þér til hins siðasta. Far þú vel, frændi og vinur. Hjartans þökk fyrir ógleymanlega vináttu og tryggð. Akureyri í september 1973 Gunnfriður Bjarnadóttir. islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.