Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Blaðsíða 8
Þuríður Pálsdóttir Stóruvöllum, Bárðardal K. 5. júni 1900 — D. 1. júni 1973. Þuriður Pálsdóttir á Stóruvöllum andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavik’ þann 1. júni siðastliðinnn. Hún fæddist á Stóruvöllum 5. júni aldamótaárið 1900, dóttir hjónanna Páls H. Jóns- sonar og Sigriðar Jónsdóttur, sem bjuggu á þessari ættarjörð Páls frá þvi fyrir aldamótin — nær 60 ára búskap. Sigriður andaðist árið 1948, en Páll dó 1955, og var þá 94 ára að aldri. Hann hélt góðri heilsu og andlegum krafti allt til dauðadags. Hann var hinn mætasti bóndi og forustumaður i sinni sveit. Þegar hinum forna Ljósavatns- hreppi var skipt i tvennt árið 1907, varð hann fyrsti hreppstjóri Bárð- dælahrepps og lét ekki af þvi starfi fyrr en 1951, þá niræður að aldri. Framsýni Páls og áhugi á velferð sveitarinnar og landsins i heild var annálaður og hélzt óskertur til hinztu stundar. Páll hafði alið nær allan sinn aldur á Stóruvöllum, en eins og nafnið bendir til þykir þessi jörð einhver hin mesta kostajörð, einkum til að reka fjárbú. Vfðáttumiklar, rennisléttar grundir teygja sig kilómetrum saman meðfram kjarrigrónu Vallafjalli, sem ris yfir Bárðardalinn að vestanverðu, en á hina höndina rennur Skjálfanda- fljót um miðjan dalinn, og tungur Ódáðahrauns teygja sig niður dalbotn- inn. Foreldrar Páls og forfeður höfðu búið á Stóruvöllum frá þvi snemma á 19. öld. Má um þetta lesa i ævisögu- þáttum Páls, sem Jón i Yztafelli ritaði og nefnast Bóndimi á Stóruvöllum (1953) Á unga aldri gekk Páll i Skóla Einars i Nesi, sem svo var kallaður og haldinn var i Laufási við Eyjafjörð. Þar kynntist hann ýmsum vel gefnum bændasonum úr sýslunni. Siðar fór hann i náms- og fræðsluför til útlanda ásamt Hermanni Jónassyni, siðar skólastjóra á Hólum. Páll var þéttur i lund og tryggur átthögum sinum, og hann var ákveðinn i þvi að hefja búskap heima i Bárðardal. Hann kvæntist Sigriði Jónsdóttur frá Baldursheimi i Mý- vatnssveit árið 1888. Hún var ung og glæsileg heimasæta og hafði numið á kvennaskólanum gamla á Laugalandi i tvo vetur. Sigriður var hæglát kona og blið i lund og unni m jög æskuslóðum sinum. Hún var ekki margmál, en trygglynd og rækti sitt heimilishald af mikilli alúð og myndarskap. Þuriður Pálsdóttir var næstyngst af fimm börnum þeirra Stóruvallahjóna. Hún ólst upp á þessu mikla myndar- heimili og bar lika merki þess með sóma. Hún var við nám á Kvenna- skólanum á Blönduósi veturinn 1919-20 og siðan einn vetur i Reykjavik. 1 þá daga var það góð menntun fyrir ungar stúlkur að ganga i kvennaskóla eða húsmæðraskóla. Lifið var þá fábreyttara og hugir fólksins næmari en nú á dögum i ys og þys. Þá var næði til að hugleiða og nýta sér það sem numið hafði verið. Þuriður giftist árið 1927 Baldi Jóns- syni frá Sigurðarstöðum. og hófu þau búskap á Stóruvöllum. Bjuggu þau lengi félagsbúi, fyrst með Páli föður Þuriðar en siðar með tengdasyni sinum. Þuriður og Baldur eignuðust fjögur börn: Aðalbjörg býr i Reykja- vfk, gift Bjarna Veturliðasyni: Jónina býr i Kópavogi, gift Sigurberg Sigurðssyni: Sigriður býr heima á Stóruvöllum. gift Jóni Sveini Þórolfs- syni, og Jón Steinar er búsettur á Akureyri, kvæntur Svövu Halldórs- dóttur. Barnabörnin eru orðin 15. Þuriður og Baldur hófu búskap sinn á mjög erfiðum timum, ekki sizt fyrir islenzkt sveitafólk, þegar kreppan mikla var að skella yfir. Má nærri geta að ekki hefur verið átakalaust fyrir þau hjónin að vinna við búskapinn, sem gaf litið i aðra hönd á þeirri tið. En Þuriður var að eðlisfari bæði styrk i skapi og glöð i lund og aldrei varð annars vart en hún yndi hlutskipti sinu hið bezta og stóð við hlið manns sins af heiium hug. Hun var umhyggjusöm við fjölskyldu sina svo að af bar, og öll börn hændust að henni, bæði barna- börnin og önnur börn sem dvöldu á heimili hennar. Hún leit á það sem sjálfsagða köllun sina i lifinu að fórna sér fyrir aðra, og hvað er merkilegra hér i heimi en að rækja vel það hlut- verk sem manni er trúað fyrir. Ætið var Þuriður jafn glaðleg i fasi, á hverju sem gekk, hvers manns hugljúfi sem henni kynntist, hreinlynd eins og það umhverfi sem hún var vaxin úr. Frá bernskudögum minum standa mér lifandi i minni unaðslegar morgunstundir i þessum friðsæla og kyrrláta dal. Heiðrikja og frelsi rikir þar yfir náttúrunni og þvi fólki sem þar býr. Bárðardalurinn teygir sig einna lengst allra dala inn i óbyggðir landsins. Dyngjufjöll standa tryggan vörð i suðri, en Kinnarfjöll i norðri. Náttúran er ekki alltaf jafn bliðlynd. en fólkið er mótað af lifsbaráttunni og vanið við dugnað og myndarskap i búskaparháttum. Þuriður átti þess ekki kost að ferðast viða eða njóta mikillar tilbreytni frá önnum lifsins. en gæfist henni færi á sliku þá var hún vakandi og athugul á allt sem fyrir augu bar, og gat miðlað öðrum fréttum og frásögnum af þeim stöðum er hún heimsótti. Lengi hafði hana dreymt um að kynnast leyndar- dómum óbyggðanna. sem sáust i fjarska langt i suðri af tröppunum á Stóruvöllum. Þvi var það henni óumræðileg ánægja er hún fór eitt sinn á efri árum með dóttur sinni og tengdasyni suður i Jökuldal i Tungna- fellsjökli. Lengi minntist Þuriður þessarar ferðar og lýsti dýrð öræfanna Framhald á 7. síðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.