Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Qupperneq 5
þess fagskóla, sem veitti honum rétt- indi til lifsstarfsins,þvi menntunarþrá hans voru fá takmörk sett. Honum var frá upphafi ljóst, að i fagi hans, vél- tækninni, þurfti sifellt aukna þekkingu og kunnáttu. Eftir að Hallgrimur lauk prófi frá Vélskóla Islands 1916, einn af þrem fyrstu nemendum þeirrar nýju stofn- unar, varð hann vélstjóri á togurum. 1 ársbyrjun 1918 réðst hann til Eim- skipafélags Islands sem 2. vélstjóri á gamla Gullfoss. Skömmu siðar varð hann yfirvél- stjóri hjá félaginu og var það alla tið, þar til er hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir árið 1953. Það var tvimælalaust mikill fengur fyrir E.l. að fá slikan mann i þessa stöðu á skipum sinum og hygg ég mig hvergi halla á hans ágætu starfsbræð- ur þótt ég telji að hann hafi verið með- al þeirra fremstu i tækniþekkingu og stjórnsemi. Það var ekki aðeins, að hann ræki sitt ábyrgðarmikla starf með styrkri hendi, honum var mörgum fremur sýnt um, að velja undirmenn sina úr þeim gæðaflokki manna, að þeir stað- næmdust i starfi hjá félaginu og unnu sig upp i æðstu stöður, sem vélstjórar. Kom þar greinilega i ljós skarp- skyggni hans og mannþekking og naut félagið þess. Þá voru einnig önnur svið, sem Hall- grimur lét sig varða, og snerti hag og velferð E.í. Hann greip oft til pennans og veitti alþjóð, i skilmerkum og glöggum greinum, innsýn i þýðingu og tilgang félagsins og varði málstað þess ef honum fannstað þvi vegið eöa starf- seminni sýnd tómlæti um of. A þeim vettvangi átti Eimskip skel- eggan málsvara alla tið, sem ég veit að metinn hefur verið að verðleikum. Þegar eftir siðari heimsstyrjöldina gerbreyttu diselvélarnar vélbúnaði skipa. Var þar um slika byltingu að ræða, að þær áttu fátt eitt skylt með gömlu eimvélunum annað en að skila orku. En Hallgrimur var þegar þaullesinn i þeim tæknifræðum, er að dieselvél- um laut, og var honum þvi að sjálf- sögðu falin umsjón með niðursetningu þessa nýja vélbúnaðar i fyrsta skip E1 Ms. Goðafoss og i flaggskip félagsins Ms. Gullfoss og hafði þar yfirvélstjórn á hendi þar til hann hætti sjómennsku. Ég hef nú rakið i ófullomnum drátt- um helztu atriði úr sjómánnsferli Hall- grims Jónssonar. Eftir er þó annar, sizt ómerkari þáttur, hin margháttuðu störf hans að velferðarmálum sjó- manna. 1 þeim efnum var hann mörg- um framsýnni, fundvis á áður ótroðn- ar slóðir og ódeigur við að túlka skoð- Berglind Hólm Leifsdóttir fædd 9. september 1969 dáin 1. september 1973. Hve valt er vorið bjarta með viðkvæm blóm, er skarta um stund á grænni grein. Nú föl er ástin unga, hún afbar reynslu þunga sem vorsins lilja, ljúf og hrein. Ó, gef oss, Guð, að skilja þinn gæzkurika vilja, er trú ei takmark sér. 1 húmi hljóðrar nætur, þá hjartað særða grætur, þin nálægö Drottinn, dýrmæt er. Nú mælir mildum rómi i myrkum helgidómi þú, geislinn Guði frá: ,,Sjá, litla ljúfan bjarta var lögð að minu hjarta og dvelja mun i dýrð mér hjá.” Min sál, ó, syrg þvi eigi, en sjá, hve rönd af degi fær rofið rökkurtjöld. I helgi himinssala, i húmi jarðardala. má greina Drottins dýrð og völd. J.S. anir sinar i ræðu og riti, enda var fél- agshyggjan einn af sterkustu þáttun- um i eöli hans. Hann gekk i Vélstj.félag fslands árið 1912, kjörinn varaformaður i stjórn- inni og var formaður þessa félags samfleytt frá 1924 til 1948. Eins og gefur að skilja hefur for- mannsstarfið krafizt ómælds tima af siglandi manni, en Hallgrimur var maður fórnfús fyrir sitt félag og bar hag þess og velgengni mjög fyrir brjósti. Hann sparaði hvorki fé né fyrirhöfn i landverum sinum, bar hag starfsbræðra sinna mjög fyrir brjósti og undir hans stjórnarformennsku varð VSFl sterkt og samstillt félag. En félagshyggja Hallgrims naut sin ekki siöur á hinum breiðari grundvelli. Hann vann ómetanlegt starf að stofnun Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands, einn aðalhvata- maður þess og hafði forystu um stofn- un bráðabirgðastjórnar sambandsins i desember 1936 þar til á fyrsta þingi þess i júni 1937 að hann ásamt nokkrum góðum liðsmönnum hafði gengið frá þeim sambandslögum, er mörkuðuðu stefnu og markmið heildarsamtakanna langt frami timann. Hlutur hans við stofnun Sjómanna- dagsins og Dvalarheimilisins „Hrafn- istu” var ómetanlegur, og mun hans þar minnzt viö annað tækifæri, enda ekki rúm hér að gera þvi verðug skil. Þáttur Hallgrims Jónssonar að stofn- un sjómannablaðsins Vikings var sizt ómerkari. Sennilega hefur hann, af framsýni sinni eitthvað þótt á skorta félags- og menningarlega, áður en blaðið komst á laggirnar. Einnig þar átti hann meg- in frumkvæði og var formaður blað- nefndar i áratugi. Eftirfarandi ávarp hans i 2. tbl. Vik- ings 1939 lýsir honum vel: Til vélstjóranna. Meö útkomu sjómannablaðsins „Vikingur” verður sú breyting á, að islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.