Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Page 5
Guðbjartur Ásgeirsson fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður 10. nóvember fór fram frá tsafjarð- arkirkju útför Guðbjarts Ásgeirssonar fyrrv. skipstjóra og útgerðarmanns i Hnifsdal og siðar höfuðstað Vest- fjarða. Með honum er góður og eftir- minnilegur maður genginn, einn af þeim, sem áttu fáa sina lika. Hann lézt á Sjúkrahúsi ísafjarðar að morgni laugard. 3. okt. eftir langvarandi van- heilsu á 75. aldursári. Guðbjartur var fæddur i bernuvik i ögurhreppi 14. april 1899. Foreldrar hans voru þau dugnaðar- og heiðurs- hjón Guðbjörg Pálsdóttir frá Botni i Súgandafirði og Asgeir Guðbjartsson, Dýrfirðingur að ætt. Þau bjuggu þá á þessu rýrðarkoti, sem svo lagðist i eyði, en siðar bjuggu þau i Hnifsdal og á Isafirði, þar sem Asgéir var umsvifamikill formaður og útvegs- bóndi, enda lá hugur hans og þeirra beggja miklu meira til sjómennsku en landbúnaðar, þótt þau kynnu sem flestir Vestfirðingar góð tök á hvoru ur býr á Hafrafelli i Fellum, en 3 syst- kinin eru á Egilsstöðum. 1 hugum granna og góðvina eru tið dauðsföll og slysfarir einráðari i lifs- tilliti en með þeim sjálfum, er svo mikið reyna. Lifið er sterkara en dauðinn - einnig i þeim skilningi, að viðfangsefni þess og barátta undir sól og hrfðum fá manninum þann vanda frá degi til dags, sem firrir hann smám saman hinum djúpa trega. Eftir er geymd hins góða, sem öðrum er sið- ur hugstæð út i frá, og hún verður heilagt mál gömlu daganna, og græð- ir sárin. Þannig er sú likn, sem lögð er með þrautinni og fjölskyldan frá Ási þekkir svo vel og ber svo fallega. bað sá á þar heima á staðnum, þegar Jón Gisli Brynjólfsson var jarðsunginn 19. nóvember 1968, en þá voru tæpir 2 mánuðir frá þvi, er Áshjónin gömlu stóðu yfir moldum dótturdóttur sinn- ar, 18 ára, á Egilsstöðum. — Enn var haldið undir As að kveðja og útför 22. ágúst 1969. Margrét húsfreyja var öll fyrirmannleg kona i framgöngu, ástúðug manni sinum og ævinlegur félagi barna sinna. Við missi hennar sýndi Bergsteinn enn trú sina og stöð- uglyndi, von sina og þroska. Af svo mikilli alúð hafði hann ræktað hið góða tveggja- Einkum er mér i minni sjómennskuleg hetju- og vikingslund Guðbjargar — þessarar góðhjörtuðu i hug sinum, að lifsafstaða hans var ávallt jákvæð, og beiskju varð ekki vart i orðum hans. Þau 4 ár, sem hann lifði konu sina, bjó hann áfram i húsi sinu á Egilsstöð- um með 2 börnum sinum, borbirni og borbjörgu, en Rósa dóttir hans og fjölskylda hennar hið næsta. — Berg- steinn var smiður góður og vann fram til hins siðasta að endurgerð gamalla muna og vandaðri nýsmiði. Hann var einstakt snyrtimenni, sem öll vinna hans bar vottinn, umgengni og fram- koma. Þannig var hann ávallt að hitta, hreinan i háttum - eins og svipurinn var hreinn, glaðan i viðmóti, af þvi að gleðin var honum hjartagróin, og jákvæðan i mati jafnt á fornsögunum og vandamálum samtimans, af þvi að lifsskoðun hans var grundvölluð á bjargi trúarinnar, á sigur hins göða, þegar reynslutiminn væri á enda. Það húmar að kvöldi höfuðdags. Sýn daprast yfir. Fljótið og loks sér aðeins djarfa fyrir hvitum kirkjugafl- inum undir Ási. Þannig kom timi Bergsteins að siðasta aftni, i kyrrð og hóglega, unz aðeins eitt varð greint: hið þrieina, hvita tákn um eilift lif. Agúst Sigurösson, á Mælifelli. konu, sem var alveg einstök. Hún hefði áreiðanlega i engu gefið eftir Þuriði formanni, ef örlögin hefðu skipað henni á sama bekk. Það var þvi ekki að furða þótt synir þeirra hjóna allir yrðu fræknir sjósóknarar, skip- stjórar og aflamenn, Guðmundur Júni, Sölvi og Guðbjartur, að ógleymdum sonarsonunum alkunnu, ekki sizt þeim, er góðu heilli hefir siglt hverju aflaskipinu á fætur öðru með nafni ömmu sinnar: „GUÐBJORGU”. Annar sona Guðbjarts stýrir nú nýju, glæsilegu skipi með nafni föður sins. Þvi mun einnig fylgja gæfa. Þegarég innan viö tiu ára aldur, eft- ir að hafa harla óvænt misst föður minn af slysförum á sjó, kom i fóstur til foreldra Guðbjarts, varð hann eðli- lega mikill félagi minn og æskuvinur. Hann var að visu rúmum áratug eldri, en þaö kom ekki að sök og var að ýmsu til bóta. þvi ekki var örgrannt um, að stundum væri þörf að halda svolitiö afturaf villingnum, mér! Til þess var Guðbjartur allra manna bezt fallinn sökum prúðmennsku sinnar og hátt- visi, sem snemma einkenndu hann. Eg á margar góðar minningar frá þessum árum, sem ég nú vil þakka honum, ekki sizt nærgætni og tilitssemi eftir að ég barnungur varð háseti hans i 7 vertiðir, þjáður af sjóveiki, sem aldrei rann alveg af mér. Þótt Guðbjartur sækti sjó frá bernsku og yröi formaður i Hnffsdal innan við tvitugt, og væri sjálfur aldrei laus við sjóveiki, stundaði hann sjósókn i áratugi af reisn og skörungs- skap. Sýnir það karimennsku hans og þrautseigju. Vinsæll var hann alla tið af undirmönnum sinum, bæði á sjó og landi. Um það bar trygglyndi þeirra við hann gleggstan vottinn, en margir þeirra unnu hjá honum árum saman og þótti hvergi betra að vera. Mikill reglu- og fyrirmyndarmaður var Guðbjartur. Þótt hann væri mjög skaprlkur að eðlisfari og stór i lund, eins og hann átti sannarlega kyn til, var hann jafnaöarlega einstaklega Ijúfur i viðmóti, og jafnvel bliður. Og þótt hann ætti til sumra ósvikinna orð- háka að telja, féll honum nálega aldrei blótsyrði af vörum. Og þótt sumir ná- inna ættmenna hans þætti i betra lagi islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.