Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1973, Blaðsíða 8
50 ára Ingibj örg Þann 22. ágúst siðastliðinn varö Ingibjörg Zophoniasdóttir húsfreyja á Hala i Suðursveit fimmtiu ára. Foreldrar hennar eru Súsanna Guð- mundsdóttir og Zophonias Jónsson búendur á Hóli i Svarfaðardal. Þar er Ingibjörg fædd og uppalin. Þetta verður siðasta áratugsafmæl- ið, sem ég lifi með Ingibjörgu. Aldur minn er orðinn hár, 81 ár, þá er farið að verða falls von af fornu tré. Ætla ég þvi að nota þetta fimmtiu ára afmæli Ingibjargar og þakka henni i heyranda hljóði tuttugu og átta ára sambúð, sem hefur verið mjög ánægjuleg. 1 dagbók minni frá 22. mai 1944 seg- ir: Logn og léttskýjað i dag. Veiddust 6 silungar. Torfi sonur minn kom heim i kvöld frá barnakennslu i Svarfaðar- dal, með kærustu sina Ingibjörgu Zophonlasdóttur frá Hóli Svarfaðar- dal, sem ætlar að dvelja hér nokkra daga. Ég stóö á hlaðinu ásamt Stein- unni konu minni til þess að bjóða kærustupariö velkomið i bæinn. Við fyrstu sýn féll mér tengdadóttirin tilvonandi vel i geð. Mér vill oft til að vega og meta fólk við fyrstu sýn. Areiðanlega gerði ég það i þetta sinn og stóðst Ingibjörg vel þá prófraun. Þann 6. júni sætti Ingi- björg skipsferð af Hornafirði og hélt heimleiðis. Um sumarið voru þau kærustuparið Torfi og Ingibjörg sitt á hvoru lands- horni. Um haustið fór Torfi norður og kenndi þar einn veturinn enn. Stuttu fyrir jólin 1944 voru þau gefin saman af bæjarfógetanum á Akureyri. 16. febrúar 1945 eignuöust þau Ingibjörg og Torfi sitt fyrsta barn, stúlku, sem skirð var Torfhildur Hólm. Er það nafn skáldkonunnar Torfhildar Hólm Þorsteinsdóttur, sem þá var fyrir stuttu búin að eiga hundrað ára afmæli ef lifað hefði, og barnið látið heita hennar nafni i tilefni þess. En kafnar nú Torfhildur Torfadóttir undir nafni? Ég vil engu spá. Tuttugasta og fyrsta mai 1945 kom Torfi með konu sina og barn flugleiðis af Akureyri á flugvöllinn á Melatanga við Hornafjörð, og þaðan á bil hingað að Hala. Engum datt þá i hug, að með þessari ungu konu, sem var að koma i bæinn væri framtiðarbúskap bjargað á Hala, en sú varð þó raunin á. Brátt tók Ingibjörg við bústjórn innan bæjar með tengdamóður sinni, og féll vel á með þeim. Leið þá ekki á Zóphoniasdóttir löngu að aðalþungi húsfreyjustarfsins hvildi á Ingibjörgu. Þó tvær væru fjöl- skyldurnar var hér eitt heimili með eina eldstó og allt sameiginlegt eins og eitt bú væri. Veturinn 1945-46 var Torfi ráðinn kennari i Suðursveit. Var þá kennt i samkomuhúsi sveitarinnar, sem langt var komið áleiðis að byggja og hlaut nafnið „Hrollaugsstaðir”. Um haustið keypti Torfi bil, sem hann ferðaðist á milli Hala og kennslustaö- ar kvölds og morgna 11-12 km. A þessari leið eru Steinavötn oft viðsjál og oft ófær i rigningatið. Heima hélt Ingibjörg áfram sinum húsfreyju- störfum. Reynslan sýndi. að þetta fyrirkomu- lag skólans gat ekki gengið til lang- frama. Var þá i samráði við fræðslu- málastjórnina byggður heimavistar- skóli fyrir 15-18 nemendur til dvalar. Var Torfi ráðinn skólastjóri við skólann. Fluttust þau hjónin Torfi og Ingibjörg i skólann 1948-1949. Var hann þá að kalla ibúðarhæfur. Tómlegt fannst manni á Hala þegar þetta fólk var farið um sinn. Þegar skóla lauk um vorið komu þau aftur að Hala og tóku við sinum fyrri störfum þar. Svona gekk það til 1966. Skólastjóra- hjónin fylgdu farfuglunum, fó-u i skólann á haustin, en heim að Hala á vorin. Undanfarin fjögur ár. frá 1962 til 1966, höfðu ung hjón Torfhildur Torfa- dóttir og hennar eiginmaður Þorberg- ur Bjarnason verið þriðji aðilinn að félagsbúskapnum á Hala. Vorið 1966 gafst þessum ungu hjónum kostur á að kaupa jörð vel uppbyggða ásamt heyvinnuvélum við viðráðanlegu verði. Or kaupum varð og fluttu þau á eignarjörð sina þetta vor ásamt þremur börnum, sem þau höfðu eign azt. Bærinn þeirra „Gerði” stendur i sama túni og Hali með kringum hundrað metra millibili. Þegar þessi breyting varð, var það Steinþór Torfason, sem tók við bústjórninni og stuttu sfðar Fjölnir bróðir hans með honum. Búa þeir nú félagsbúi á Hala. Þegar þessi breyting varð hætti Ingibjörg að fara i skólann til dvalar á vetrum með manni sinum, en tók viö bústjórn með sonum sinum á Hala og hefur verið þar aðaldrif- fjöðrin. Þó Ingibjörg sé ekki nema 50 ára á hún mikið og margþætt dagsverk að baki. Hún hefur viöar komið við sögu i þessu héraði en i búskapnum á Hala, þótt þar hafi hennar starf verið mest. Hún var aðalhvatamaður að stofnun kvenfélags i Suðursveit, og formaður þess i 25 ár, baðst þá undan endur- kosningu. I stjórn Orlofssjóðs húsmæðra i Austur-Skaftafellssýslu var hún i mörg ár. Hún var ein af þeim konum, sem unnu að stofnun Kven- félagasambands Austurskaftfellinga, og hefur setið marga aðal- og auka- fundi þess. 1 ungmennafélag sveitar innar gekk hún fljótlega eftir að hún kom hingað og lá þar ekki á liði sinu fremur en annars staðar, hvort sem hún vann með huea eða hönd. Atján ára fór Ingibjörg á Kvennaskólann á Blönduósi og lauk þar námi. Þar var gott að vera hefur hún sagt. Góða undirstöðu hefur hún fengið þar undir húsmóðurstörfin. Ingibjörg er vel gerð kona, hún er þróttmikil i starfi. æðrast ekki þó eitt- hvaðá móti blási. hún er úrræðagóð og sér ráð til að leysa vandann. Höfðingi er hún i lund, gestgjafi góður og æðrast ekki þó hún þurfi að búa mörgum gest- um rúm i senn. Það er að visu allmikið húsrými á Hala þó gamalt sé. enda finnst mörg- um nærri undravert, hvað Ingibjörg getur komið þar mörgum inn til gistingar og dvalar. Þar sannast máltækið, „mikils má góður vilji.” Þær hafa ekki verið margar fristundirnar hennar Ingibjargar. Hún hefur verið sivinnandi bæði úti og inni. Framhald á 7. siöu. íslendingaþættir 8

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.