Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Side 2
spitalalæknir, kvæntur Erlu Jónsdótt- ur og Þóra gift Sævari Gunnarssyni, lögregluþjóni i Reykjavik. 1 einkalifi sinu var Bjarni mikill hamingjumað- ur, skýrir það, meðal annars, hið dæmafáa úthald hans við erfið ábyrgðarstörf. Læknir og bóndi á Brekku Siðasta ár sitt i læknadeild réðst Bjarni sem aðstoðarlæknir til Ólafs Ó. Lárussonar, læknir á Brekku i Fljóts- dal, en hann gengdi þá Fljótsdals- héraði. Fullvist má telja að þessi stutta kynning af héraðinu hafi orðið til þess að Bjarni sótti um það, er það losnaði við brottför ólafs læknis, þótt hvorki væri þar hagræði né makindum fyrir að fara. Ibúðarhúsið var gamalt og óhentugt, steinhús með ibyggðu sjúkraskýli fyrir 8 sjúklinga. Sjúkraskýlið eins og hús þetta var jafnan kallað, var bygt 1907 og var merkileg nýjung á sviði heilbrigðis- þjónustu i sveitum landsins, enda átti hún fyrir sér mikinn viðgang. Hér var um að ræða opinberan héraðslæknis- bústað með ibyggðu sjúkraskýli, sem fyrr segir, er skyldi rekið með lækniSi- heimilinu. Jók þetta fyrirkomulag mjög á umsvif læknisins, þar sem hann varð að vera bóndi jafnframt læknisstarfinu, ef vel átti að fara. Læknishéraðið var með þeim erfið- ustu þvi að ásamt efri hluta Fljóts- dalshéraðs með mörgum óbrúuðum ám og stórvötnum, gengdi Brekku- læknir læknisþjónustu á Jökuldal og bar Fljótsdalsheiði á milli með sex stunda gang, stytstu leið, milli brúna og eigi fær á hestum lengstaf vetrar sakir snjóa. Bilar voru þá fáir og enn færri bilfærir vegir. Oft gengdu Brekkulæknar úthéraði þegar þar var læknislaust. Það verður þvi ekki sagt að hinn ungi Reykvikingur hafi valið sér hinn fyrsta starfsvettvang eftir þvi, hversu hægur hann var eða tekjumikill. Fremur virðist hafa ráðið valinu möguleikar á þeim harðræðum, sem að manndómi og karlmennsku stuðla þeim eiginleikum, sem settu svipmót á ævistarf Bjarna læknis æ siðan. Að beiðni minni sendi mér linur kunningi minn á Héraði, Stefán Eyjólfsson, bóndi i Mjóanesi, þar sem hann lýsir kynnum sinum af Bjarna lækni sem hófust þegar hinn fyrsta dag hins unga læknis i héraðinu, en Stefán átti þá heima á Brú, efsta bæ á Jökuldal, og gef ég honum orðið: ,,Min fyrstu kynni af Bjarna byrjuðu um leið og hann kom i Brekku. Þá var ég þar staddur að vitja læknis til móður minnar, en þegar ég kom i Brekku var Ólafur (Lárusson) alveg á förum og 2 gat ekki komið, en sagðist eiga von á Bjarna lækni á hverri stundu. Eftir nokkra bið kom svo þessi nýi læknir, svefnlaus og þreyttur eftir langa ferð. Ég bað hann að koma með mér og tók hann vel i það,en kvaðst þurfa að leggja sig fyrst. Ekki svaf hann lengi, kom og sagðist vera tilbúinn. Við lögð- um svo á Fljótsdalsheiði, en þetta var i mai, hlýtt i veðri og leysing mikil. Var heiðin talin hálfófær og árnar á Jökul- dalnum sömuleiðis, þessi ferð tókst þó slysalaust. Ég held fáir læknar hefðu viljað fara þessa ferð, en aldrei heyrð- ist æðruorð til Bjarni þó viða væri hættulegt. Siðan minnist ég hans ætið með hlýhug og þakklæti.” Þannig farast Stefáni orð og fullyrða má að undir siðustu orð hans geta þeir tekið, sem nutu þjónustu hans i Fljótsdals- héraði, svo mjög sem hann var dáður fyrir læknisstörf. 1 þvi sambandi verð- ur ekki hjá þvi komizt að minnast sér- staklega á baráttu þessa unga læknis við lungnabólguna, sem þá kvistaði niður fólkið á Héraði, ekki sizt hina hraustustu, þótt merkilegt megi telj- ast. Eitt sumarið, skömmu áður en Bjarni kom, dóu þrir bændur i Fljóts- dalnum einum, á sama árinu, allir á bezta aldri. Að heyra að hraustur karl- maður væri búinn að fá lungnabóigu i þann tið, jafngilti þvi, hérumbil, að heyra kveðinn upp dauðadóm. Við komu Bjarna i héraðið verða gagnger umskipti, án þess að séð verði hvers vegna. Forveri hans i héraðinu, ólafur Ó. Lárusson, siðar héraðslæknir i Vestmannaeyjum, var mjög hæfur og dáður læknir, sem allt er i mannlegu valdi stóð vildi gera fyrir sjúklinga sina, jafnt lungnabólgusjúklinga sem aðra. Hvorugur þeirra læknanna hafði þá undir höndum þau virku lyf gegn lungnabólgu, sem nú eru notuð og far- ið var að nota skömmu eftir dvöl þeirra á Brekku. Svo vildi til, að þegar fyrsta sumar- ið, sem Bjarni dvelur i héraðinu fær hann sinn fyrsta lungnabólgusjúkling Eyjólf á Brú fullorðinn slitinn bónda ofan af Jökuldal og töldu allir vist, að fenginni reynslu, að lungnabólgan yrði banamein hans. Meðfram vegna þessa fyrsta lungabólgutilfeilis skrifaði ég Stefáni i Mjóanesi fyrrgreint bréf og spurði sérstaklega um þetta sjúkdómstilfelli en Eyjólfur var faðir Stefáns og gef ég Stefáni enn orðið:” ..Svo var það siðar þetta sama sumar að við faðir minn vorum á heimleið úr kaupstaðarferð að hann lagðist i lungnabólgu á Skriðuklausfri (Skriðu- klaustur er i Fljótsdal nokkru sunnar en Brekka, mikið gestrisnisheimili og Jökuldælir gistu þar gjarna nóttina áð- ur en lagt var yfir Fljótsdalsheiði, erfiðasta áfangann á leiðinni heim — innskot greinarhöf!. Læknirinn var sóttur um morguninn. Hann lagði svo fyrir að sækja sig, ef honum (þ.e. Eyjólfi) versnaði. Það varð lika þannig, að alltaf var verið að sækja hann, á nótt sem degi. Þar að auki kom han án þess að hann væri sóttur. Hann vakti yfir föður minum eina nótt eða fleiri, þvi hann taldi föður minn i dauðanum. En um meðferð og meðalagjöf var mér ekki kunnugt” (um það var spurt i brefinu til Stefáns). Undirritaður sem náin kynni hafði af Bjarna lækni þau ár, sem hann var á Brekku, spurði hann að þvi hvernig hann hefði farið að þvi að hlada lifinu i Eyjólfi. Þá svaraði Bjarni að bragði, snöggur eins og hann gat átt vanda til ekki sizt þegar spurt var út i starfa hans. ,,Ég gaf kallinum engan tima til að deyja.” — Sennilega eru þetta orðin of mörg orð um eitt einstakt sjúkdómstilfelli af svo mörgum á löngum starfsferli læknis. En minningin um þennan at- burð þarna á Klaustri og fleiri sams konar, þegar læknir á i höggi við sjálf- an dauðann og hefur betur, svo fast greipt i minni þeirra i Fljótsdal, er enn muna hvilikur voðavágestur lungna- bólgan var á þeim árum, þegar, svo að segja, hver maður var smitaður af berklum og lyf ekki fundin gegn henni. Köllunin til starfa, ásamt þeirri ósér- hlifni, fórnfýsi og samúð, sem henni er oft samferða hefur gefið mörgum lækninum þær læknishendur, að árangur i starfi virtist oft kraftaverki næst. Er sizt að undra, að slikir læknar væru dáðir og þvi margt hægt þeim að fyrirgefa. Sem að likum lætur, hefði Bjarni Guðmundsson ekki lengi haldizt við i starfi héraðslæknis á Austurlandi i þann tið, hefði hann ekki orðið dug- andi ferðamaður. Hann reyndist slik- ur ferðagarpur, að enn er i minnum haft. Lengst af starfsferils sins austur þar, varð hann að fara riðandi eða gangandi til sjúklinga sinna, yfir ólg- andi vatnsföll'og hálfófærar heiðar i hvernig veðri sem var. Forveri hans i héraði, Ólafur Ó. Lárusson var eitt sinn þrjár vikur i einni slikri læknis- ferð. Hann hafði verið sóttur til Borgarfjarðar, en héraðslæknirinn þar var veikur. Þangað sóttu Jökul- dælir hann til sjúklings efst á Jökuldal. Þetta var um hávetur, i ófærð og stöð- ugri ótið. Allan þennan tima gat lækn- irinn aldrei látið frétta neitt af sér, þá var ekki simi á hverjum bæ. Þetta sagði Ólafur læknir syni sinum upp- komnum og er hún eftir honum höfð. Sagan er hér tilfærð til að bregða birtu islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.