Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Side 4
Davið Pétursson
F. 14. sept. 1940.
D. 24. des. 1973.
Pabbi minn, þaö er svo erfitt að trúa
þvi að þú sért dáinn, og viö sem ætluð-
um að gera svo margt á meðan þú
varst i bænum. Þegar við hittum þig
daginn, sem þú komst i bæinn, þá
varstu svo glaður og kátur, eins og
alltaf þegar við hittumst. En elsku
pabbi við vitum að þú ert hjá okkur
alltaf, og þó að það sé sárt að hugsa
um þaö að þú ert dáinn, þá eigum við
allar fallegu minningarnar um þig og
við vitum að þér liður vel núna.
Þú ert geymdur guðs i örmum,
góði, elsku pabbi minn.
Bak við tregatár frá hvörmum
trútt er geymdur hugur þinn.
Guð geymi þig og blessi minningu
þina elsku pabbi minn.
Minningarijóð um
Davið Pétursson
Guði sál þin geðjast hefur,
geymdan hvers kyns hættum frá
sonur guðs að sér þig vefur,
sælum englum þú ert hjá.
Eitt sinn gleðja þar munt þú
þá, er sárt þig gráta nú,
náðar, lifs og sannleiks sæta
senn hjá brunni þeim skal mæta.
Stillið harm og söknuð sáran,
særðu hjörtun angurvær,
ei hin djúpa dauðans bára
drekkt né grandað neinu fær
þvi sem jarðneskt ekki er.
Ó, hvað dýra huggun lér
allt, sem eðii himneskt hefur,
himnum aftur dauöinn gefur.
Góði Jesú, gef oss öllum
góða barnsins hjartaþel,
gef að aldrei frá þér föllum,
forðumst syndir heims og vél.
Sálarprýði sé vor ein
sakleysisins rósemd hrein.
Þú vilt aðeins hreinu hjarta
húsið opna föður bjarta.
Elsku pabbi og fósturfaöir, við mun-
um alla tið muna þig, svo blóðan og
góðan. Hafðu hjartans þökk fyrir allt
og guð styrki ömmu og afa, systkini
þin og önnur ættmenni.
Synir þinir og fósturdóttir.
f
Hinzta kveðja frá foreldrum og syst-
kinum
Með harm i hjarta höfuð mitt ég
hneigi.
Vor hugur leitar þin, ó drottinn minn.
Lát engla þina leiða um ljóssins vegi
vorn látna ástvin, beint i faðm þinn
inn.
Við þökkum guð minn, ljúfu liðnu árin,
er léöur var hann okkur hér á jörð.
Tak frá oss sorg og þerra tregatárin,
hans trúu sál nú leiddu i englahjörð.
Ó, dýrö sé þér, þú drottinn himinsala.
Úr djúpum sálar okkar stigur nú
vorvæn. óguðlát tungur sannleik tala
og tæmdu ei saiir neinna kærleikstrú.
0, leið oss, faðir, lát ei okkur falla,
en ljá oss öllum hendi þina nú.
Nú sálir okkar hátt til himins kalla,
gef hjörtum okkar kærleik, von og trú.
Ó, veittu, guð minn, öllum sjúkum
sálum
þá sælu að trúa á mátt og kærleik þinn,
leiö þær á braut, af breiðum vegi, hál-
um,
þá brátt mun læknast sál hver,
drottinn minn.
„Vor ævi stuttrar stundar,
er stefnt til Drottins fundar”
Ég vil með þessum linum kveðja þig
Davið minn, með þökk fyrir allt það
góöa, sem þú veittir bæði mér og
öðrum af örlæti þínu. A fæðinarhátið
frelsarans, flutti sál þin á braut til þess
almættis sem við öll trúum á, þar hélzt
þú heilög jól. Það er taknrænt fyrir
þfna góðu og trúu sál.
Þótt mér væri vel kunnugt um, að þú
um árabil gengir ekki heill til skógar,
varst búinn að vera veill fyrir hjarta
siðustu árin, kom kallið svo snöggt, að
ég hálf neitaði að trúa þvi. Það vilja oft
verða fyrstu viðbrögð manns,þegar
ungmenni og börn er maður þekkir
vel, hverfa okkur sjónum i bili. Þótt þú
ræddir litt veikindi þin, var það aðeins
til aö firra þina nánustu áhyggjum. Þú
varst alla tið frá þvi fyrsta að ég man
þig, þá smábarn elskulegur góður og
elskulegur viö allt og alla. Foreldrum
varstu elskulegur sonur, drengjunum
þinum og stjúpdóttur ástkær faðir,
systkinum þínum sá góði bróðir sem
þau gátu alltaf leitað til, I blíðu og
striöu, Sesselju ömmu góður og elsku-
legur dóttursonur, og barst nafnið
hans afa þins með sóma, einnig mun
Ólina amma þin muna þina ljúfu
framkomu, sem og allir er kynntust
þér. Ég get ekki imyndað mér annað
en þin sakni allir er þig þekktu .
Ég vil biðja góðan guð að þerra
tregatár ástvina þinna. Þú varst léður
þeim, og öðrum til að gleðja og þvi að
alls alls staðar komst þú fram til góðs.
Og þegar kallið kom var þinu dags-
verki lokiö hér á jörð, þó aö ár þin
4
islendingaþættir