Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Qupperneq 9
Elín Jónsdóttir
frá Kirkjuhúsi, Eyrarbakka
Hinn 13. janúar s.l. andaðist að
sjúkrahúsinu á Selfossi, Elin Jóns-
dóttir frá Kirkjuhúsi á Eyarbakka.
Elin hafði dvalið hjá börnum sinum
siðustu árin ýmist i Reykjavik eða hér
austan fjalls, við dvinandi heilsu
samfara hárri elli, unz hún lézt
rúmlega 87 ára gömul.
Elin Jónsdóttir var Biskupstungna-
barn, hún var fædd að Haukadal 10.
október 1886. Foreldrar hennar voru
hjónin Jón Guðmann Sigurðsson og
Vilborg Jónsdóttir, er þar bjuggu, þau
voru einnig Biskupstungnabörn, hann
frá Haukadal en hún frá Bryggju i
sömu sveit.
Siðar fluttu foreldrar Elinar að Láug
við Geysi og þar ólst hún upp i hópi
fjölmargra systkina, en þau urðu alls
15.
Laugarheimilið var þekkt á þeim
tima umfram aðra bæi, ekki aðeins
fyrir hinn stóra hóp systkina, sem þar
ólst upp og komst til manns, heldur
einnig fyrir þjónustu við ferðamenn,
erlenda sem innlenda, sem þar mun
hafa verið veitt.og á timabili mun hafa
verið þar greiðasala. Eftir að
bræðurnir komust til þroska, fóru þeir
að veita ferðamönnum leiðsögn, bæði
um næsta nágrenni hins viðfræga
Geysis og einnig inn á öræfinuppaf
Biskupstungum og viðar.
Geysir var þá og er reyndar enn einn
viðfrægastur staður á tslandi og
þekktur viða um lönd, svo að allflestir
útlendingar; sem til landsins komu,
gerðu sér ferð austur i Biskupstungur
til að lita augum þetta sérstæða
náttúrundur. Það lætur þvi að likum,
að næsti bær við þennan stað, yrði að
veita fyrirgreiðslu og aðstoð þeim
ferðamönnum, sem komu gagngert til
að sjá hann, enda var þá ekki komin sú
aðstaða, sem nú er til þjónustu við
ferðamenn.
Af framansögðu er augljóst, að Elin
hefur alizt upp við nokkuð fjöl-
breyttara mannlif en algengt var um
stúlkur á venjulegum sveitaheimilum
þess tima.Auk þess sem hún mótaðist
af siðum og venjum myndarlegs
sveitaheimilis i stórum hópi kapp-
gjarnra og félagslyndra syst-kina, varð
hún fyrir snertingu við heims-
menninguna, ef svo mætti segja, þar
sem hinir fjölmörgu erlendu ferða-
menn leituðu fyrirgreiðslu á heimili
hennar og athugult auga unglingsins
nam hin framandi áhrif, sem jafnan
fylgja gestum,sem langt eru að komnir
og bera að nokkru með sér svipmót
sins heimaiands.
Eftir að Elin náði þroska unglings-
ins, var ekki lengur grundvöllur fyrir
áframhaldandi dvöl i heimahúsum,
hún varð að fara i atvinnuleit til
vandalausra, svo sem var um flesta
unglinga á þeim timum, ekki sizt ef
systkinakópurinn var stór. Þá var ekki
um fjölþættan starfsvettvang að ræða
fyrir ungar stúlkur, helzt var að leita
til Reykjavikur og taka að sér
heimilisstörf. Þetta mun hún
hafa stundað um nokkuð mörg ár, bæði
i Reykjavik og viðar, meðal annars
var henni mjög hugstæð dvöl á heimili
Mattiasar Einarssonar læknis og hafði
þaðan góðar minningar, sem entust
henni lengi.Einnig dvaldi hún á tima-
bili i Vestmannaeyjum og gerðist þar
um skeið ráðskona á sjúkrahúsinu.
Vinnulaun fyrir heimilisstörf voru
ekki há á þessum tima, jafnvel svo að
varla nægði fyrir brýnustu þörfum,
svo sem eins og fatnaði. Elinu tókst þó
að spara saman, á löngum tima og
með ýtrustu sparsemi, fyrir skóla-
kostnaði til eins vetrar náms á Hvitár-
bakkaskóla. Það hafði verið draumur
hennar frá ungum aldri að fá með
einhverjum hætti svalað menntaþrá
sinni, þó ekki væri nema að litlu einu,
og með harðfylgi og einbeitni tókst að
með þessum bætti.
Þessarar skólavistar minntist Elin
lengi og taldi sig hafa sótt þangað
menntun og viðsýni, sem enzt hefði
henni um langa ævi.
Ekki varð um frekara nám að ræða
hjá Elinu, sem hún hefði þó kosið, til
þess voru hvorki efni né ástæður.
Elin var prýðilega vel greind kona
og unni hverskonar fróðleik og
menningu, sérstaklega voru henni
hugstæð ljóð góðskáldanna, sem hún
mat að verðleikum.og ekki aðeins naut
sjálfrar sin vegna, heldur hafði löngun
og nokkra viðleitni til að kynna öðrum.
Eftir skólavistina á Hvitárbakka
heldur Elin þvi áfram þeim störfum,
sem tiltæk voru stúlkum á þessum
tima, hún berst austur i Landeyjar og
gerist kaupakona hjá hjónunum i
Gaularhólshjáleigu, Þorvarði Sigurðs-
syni og Margréti Magnúsdóttur.
Þetta varð henni giftusamleg
kaupavinna, þar kynnist hún syni
hjónanna, Valdimar, sem siðar varð
maður hennar og æviförunautur,
meðan hans naut við.
Þau Valdimar og Elin giftust árið
1918, og hófu búskap að Gaularhóls-
hjáleigu þetta eftirm innilega ár,
harðinda, Kötlugoss og Spönskuveiki.
Ekki fara þó sögur af öðru en að
farsællega hafi farið um búskap þeirra
hjóna þau 16 ár, sem þau bjuggu i
Landeyjum, enda bæði ung og dugleg,
auk þess stundaði Valdimar jafnan
smiðar með búskapnum alla tið og
sem aðalstarf siðar á ævinni.
Hingað i sýsluna flytja þau 1934 og
hófu búskap að Þórðarkoti i Sand-
vikurhreppi og búa þar, unz þau flytja
islendingaþættir
9