Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Page 13

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Page 13
Svanborg Sigurðardóttir 1. októbcr 1901 18. janúar 1974. Þegar roskið fólk fellur i valinn að loknu ævistarfi og genginni ævi- hamingju og æviraunum, hverfur það oftast furðu hljóðlega af sviðinu. Að- eins þeir, sem næstir standa, veita þvi athygli, að skarð er komið i hópinn, þótt lifið haldi áfram sinn gang eins og ekkert hefði i skorizt. Slik verða örlög okkar flestra, að fljótt skefur i förin,og fá menn ekki spornað við. Kannski á þetta við enga frekar en þá, sem árum saman hafa barizt við þjáningar og heilsubrest og beðið endalokanna, sviptir öllum ráðum til þess að láta að sér kveða, starfa og njóta sin, en reyna þó i vanmætti sinum að neyta tak- markaðrar orku til að halda i horfinu og hlynna að þeim eldum, er þeir kveiktu og önnuðust ungir,- Þannig finnst mér, að orðið hafi að lokum örlög mágkonu minnar, Svan- borgar Sigurðardóttur, Stigahlið 32. Hún hefur nú lokið ævistriði sinu eftir nærri tiu ára þrotlausan sjúkdóm,- á sjávarniðinn og horfa á öldurnar risa i brimgarðinum og brotna við ströndina. En öllu öðru framar var umhyggja hans fyrir heimili sinu, börnum og eiginkonu. I faðmi fjölskyldu sinnar var hann sem konungur i riki sinu, en var þó eins og barn meðal barna sinna, þvi að þar undi hann bezt. Gestur var fæddur á Eyrarbakka, sonur Jóninu Hannesdóttur og Jóhanns B.Loftssonar,semennerá lifi og þar ólst hann upp i hópi 10 systkina, sem öll eru á lifi,og er nú skarð fyrir skildi i þeim hópi. Gestur byrjaði snemma að vinna við öll algeng störf, sem féllu til i sjávarplássi á þeim tima. Skömmu eftir fermingu fór hann að stunda sjó frá Eyrarbakka og siðar var hann um árabil i siglingum á skipum Eimskipafélagsins. Siðar nam hann járnsmiði og starfaði við þá iðn alltaf siðan, núna siðast i Straumsvik, þar sem hann var flokksstjóri. Mesta gæfa Gests var, er hann kvæntist eftirlifandi konu sinn^ Pálinu Ákadóttur frá Djúpavogi. Hún var hans tryggi og glaöi ltfsförunautur. islendingaþættir andaðist á Landakotsspitala hinn 18. þ.m. og verður jarðsett i dag. Svanborg fæddist i Riftúni i ölfusi 1. október 1901, og voru foreldrar hennar hjónin Pálina Guðmundsdóttir og- Sigurður Bjarnason, er þar bjuggu Þau eignuðust þrjú börn: Jónlnu, Aka Brynjar og Jón Heiðar, sem á að ferm- ast að vori. Dóttur eignaðist Gestur, áður en hann kvæntist, sem heitir Þuriður. Einnig var kærkomin á heimili þeirara Ösk Bragadóttir, er Pálina átti áður en hún giftist. Eitt af þvi, sem gefur lifinu gildi, er að kynnast góðu fólki, að eiga góða vini. Þann vin áttum við kunningjar Gests. Á heimili hans komum við og áttum glaðar stundir og þaðan fylgdi okkur sú hlýja vinátta, sem gerir hvern mann að betri manni. 6g votta eiginkonu hans og börnum innilega samúð og bið góðan guð að styrkja þau og aldraðan föður og tengdaföður. Deyr fé, dcyja frændur, deyr sjálfur et sania. En orðstirr deyr aldreigi, hveim sér góðan getr. Háv. Æskuvinur allansinn búskap og áttu fjölda barna. Á barnmörgu heimili var lifsbaráttan hörð um þessar mundir og ekki um annað að ræða en að börnin björguðu sér sjálf, þegar þau höfðu aldur og þrek til. Svanborg varð þvi snemma að sjá fyrir sér, og ung að árum fluttist hún til Reykjavikur, þar sem hún- dvaldist æ siðan. A þessum árum eignaðist hún dóttur, Fjólu Halldóru Halldórsdóttur, ágæta konu, sem nú er gift Ingvari Guðjónssyni, er vinnur hjá Orkustofnuninni. Arið 1927 giftist hún Hallgrimi Péturssyni sjómanni og siðar vélstjóra frá Hesteyri og stofnuðu þau heimili hér i bæ. Skömmu seinna gekk heims- kreppan mikla i garð, og gerðist þá þungt fyrir fæti á mörgu alþýðuheimili og heldur dimmt að horfa fram á veg- inn. Þau Svanborg og Hallgrímur eignuðust þrjá syni. Einn þeirra andaðist i bernsku, en hinir eru Rafnar Sverrir, vélstjóri við Andakilsárvirkj- un, kvæntur Rósu óskarsdóttur, og Kristinn Vignir, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, kvæntur önnu Lorange. En auk þess ólu þau hjón upp sonarson sinn, Sigurð Pál Sverrisson. Seinna greiddist hagur þeirra eins og hjá fleirum, og þau gátu stutt syni sina til þeirrar menntunar, sem hugur þeirra girntist. Þau hjón voru gestrisin og glöð heim að sækja, enda oft margt um manninn- á heimili þeirra. Ég átti þar oft ánægjulegar stundir, meðan húsmóð- urinnar naut við. Við heilsubrest henn- ar dró dimman skugga yfir heimilið, en vænt þótti henni sem áður um, ef vinir og kunningjar litu inn til hennar. Fyrir þessar ánægjustundir og önnur kynni, sem öll voru góð, þakka ég nú að leiðarlokum og sendi nánustu að- standendum, manni hennar, börnum og tengdabörnum samúðarkveðju. Haraldur Sigurðsson. 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.