Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Qupperneq 14

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Qupperneq 14
Hjónin Stefán Sigurðsson og Steinunn Einarsdóttir og Olafur Þórlindsson og Þóra Stefánsdóttir Hamri í Hamarsfirði, Geithellnahreppi Þessi tvenn hjón bjuggu þar i full 80 ár og gerðu garðinn kunnan, vinsæl - an og frægan á margan hátt, eins og hér verður litillega á minnzt, þótt það verði af nokkrum vanefnum gert. Sérstaklega er þeirra að minnast fyrir gestrisni og greiðasemi, og ekki siður fyrir þeirra hlýja viðmót, bæði við menn og málleysingja, og einstaka fyrirgreiðslu við gesti og gangandi, ó- beðin sém beðin. Bærinn Hamar stendur fyrir botni Hamarsfjarðar, norðan Hamarsár, á fögrum grasivöxnum hjalla. Heiman frá bænum er fögur sýn út fjörðinn i lognkyrru veðri og á sólbjörtum degi. Blasa þar við sjónum manna til hafs- ins, i minni fjarðarins bvottáreyjar, og nokkru fjær hið forna höfuðból Pap- ey, sem nú liggur við auðn. Norðan fjarðarins eru svoköliuð Flötufjöll, sæ- brött og hrikaleg, en sunnan fjarðar hin sérkennilegu Melrakkanesfjöll, þar sem klettabeltunum haliar öllum inn og niður til dalsins. Utan frá firði og inn til landsins gengur svo hinn langi og vel gróni Hamarsdalur, um 30 km inn i hálendið. Þar er, og hefur löngum verið, mikið og vel gróið sauð- land. I Landnámu er dalur þessi kall- aður Sviðinhornadalur, eftir land- námsmanninum Sviðinhorna, sem þar helgaði sér land, en siðar hefur nafn- inu verið breytt i nuverandi heiti. Vorið 1893 fluttust þau i Hamar hjón- in Stefán Sigurðsson og Steinunn Einarsdóttir, og komu þangað frá Borgargarði viðDjúpavog. Stefán var áður kvæntur Þóru Jónsdóttur, Jóns- sonar, bónda þar, en hún lézt eftir að- eins eins árs sambúð. Stefán var ætt- aður úr Beruneshreppi, fæddur að Þiljuvöllum 1859, sonur Sigurðar Ásmundssonar bónda þar og i Urðar- teigi i sömu sveit. Hann hafði verið tvi- kvæntur, hét fyrri kona hans Herdis, en hin siðari Kristin Bessadóttir, og var hún móðir Stefáns. Steinunn, seinni kona Stefáns á Hamri, fæddist árið 1863 og var ættuð úr Suðursveit, dóttir Einars Þorsteins- sonar, sem þar bjó, en fluttist á full- orðinsárum austur i Búlandsnes, til Björns Gislasonar hreppstjóra þar og seinni konu hans, Þórunnar Eiriks- dóttur frá Svinafelli I Nesjum. Stein- unn kom þarna austur meö þessum Þorsteini afa sinum. Hún mun þá hafa verið tiu ára aö aldri. Á Búlandsnes- heimilinu dvaldist hún siðan meðan Björn lifði, eða til 1882. Þá fluttist bór- unn út i þorpið á Djúpavogi og byggði þar hótelið Lund, og þangað fór Stein- unn með henni og dvaldist þar til 1890, að hún giftist Stefáni, eins og áður er frá sagt. Móðir Steinunnar hét Sesselja, ég hygg Steinsdóttir, ættuð úr Suðursveit, frá Borgarhöfn. Sesselja þessi var stórgáfuð kona og fróð, sérstaklega um fornar bókmenntir. Töldu sumir, að hún myndi kunna allar Islendinga- sögur, auk margskonar annars fróð- leiks og sagna mikið utanbókar. Sess- elja varð háöldruð, lézt á heimili dótt- ur sinnar um 1920. Eins og áður er getið fluttu þau Stef- án og Steinunn i Hamar 1893 og bjuggu þar til ársins 1919, er dóttir þeirra gift- ist. Hennar maður var ólafur Þór- lindsson frá Hamarsseli. Þeir voru hálfbræður, samfeðra, Þórlindur faðir Ólafs og Stefán Sigurðsson. Stefán á Hamri var mikill hagleiks- maður i höndum. Það var sama á hverju hann snerti, er að smiðum laut, það virtist allt leika i höndum honum. Hann vann t.d. mikið að húsasmiðum framan af árum, en naut sin fremur illa við erfið störf, vegna sjúkdóms, sem þjáði hann. Þegar hann stundaði smiðar utan heimilisins, sem oft var langtimum saman, sá Steinunn um heimilið, og með börnum þeirra, er þau stálpuðust. Efnalega bjargaðist heimilið vel, þó aldrei gætu þau hjónin talizt veða rik af veraldlegum auði. Heimili þeirra var lika fjölmennt, börnin mörg og gestanauð mikil, og öllum tekiö með vinsemd og hlýju, bæði mönnum og málleysingjum. Þess er vert að minnast sérstaklega, svo það falli ekki i gleymskunnar djúp. Börn Stefáns og Stemunnar voru þessi: 1. Stefán. Hann bjó á móti föður sin- um i nokkur ár á Hamri. Siðar bjó hann á móti Ólafi mági sinum til árs- ins 1936, er hann fluttist að Fagradai i Breiðdal. Kona hans var Jónina Sigurðardóttir frá Stekkjarhjáleigu. Þau eignuðust fjögur börn, sem nú eru orðin fulltiða fólk, en um þau hefi ég ekki glöggar upplýsingar. 2. Aðalsteinn. Hann lærði trésmiði og bjó i Reykjavik. Kona hans var Sig- gerður Magnúsdóttir og var ættuð af Mýrum i Austur-Skaftafellssýslu. Þau eignuðust einn son, og var hann barn að aldri, er faðir hans lézt. Hann heitir Aðalsteinn og er fulltrúi hjá Kaupfé- lagi A-Skaftfellinga á Höfn i Horna- firði. Hann er kvæntur konu frá Breið- dalsvik. 3. Þóra. Hennar verður nánar getið. 4. Kristin. Hún giftist Sveini Stefáns- syni frá Kambshjáleigu, og bjuggu þau á Hálsi i Hálsþinghá. Sonur þeirra er Ingimar skólastjóri á Djúpavogi. Ingimar er kvæntur og á eina dóttur, Aðalborgu. Hún býr i Kópavogi. 5. Sigurgeir. Hann bjó i Borgargarði við Djúpavog, kvæntist konu að nafni Björg Bjarnadóttir, og eignuðust þau niðja, þ.á.m. Karl, sem er bóndi á Mel- rakkanesi i Geithellnahreppi, og er hann kvæntur konu ættaðri úr Lóni, bórunni Ragnarsdóttur. 6. Guðlaugur. Hann lærði húsasmiði og bjó i Reykjavik og siðar i Kópavogi. Hann var kvæntur og átti afkomendur, en um það fólk hef ég ekki upplýsing- ar. 7. Stúlkubarn, sem lézt ungt. bau Stefán og Steinunn létu af bú- skap þegar Ólafur Þórlindsson kvænt- ist inn i heimilið, Þóru dóttur þeirra, og tóku ungu hjónin þá við helmingi jarðarinnar. Hjá dótturinni og tengda- syninum eyddu þau siðustu ævidögum 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.