Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Page 15
sinum og létust með fárra ára milli-
bili.
Ólafur Þórlindsson og Þóra Stefáns-
dóttir gengu i hjónaband haustið 1918
og tóku við þeim hluta jarðarinnar,
sem foreldrar Þóru höfðu búið á áður,
og bjuggu á móti Stefáni bróður henn-
ar til ársins 1936, að hann flytur að
Fagradal. Þá fá þau jörðina alla til
umráða og munu hafa fest á henni
kaup, en hún var áður kirkjujörð.
Þórlindur faðir Ólafs á Hamri var,
eins og áður er getið, hálfbróðir Stef-
áns Sigurðssonar. Þeir voru samfeðra.
Móðir Þórlindar hét Herdis. Þórlindur
hafði fyrst búið að Viðinesi á Fossár-
dal, siðar i Gautavik á Berufjarðar-
strönd, og siðast i Hamarsseli. Kona
hans hét Ingunn Björnsdóttir bónda á
Hálsi og Halldóru Sigurðardóttur
yngra i Hamarsseli, Antoniussonar.
Föðurafi Björns 4 Hálsi var séra Sig-
urður Vigfússon, sunnlenzkur að ætt,
talinn vel gefinn maður, en úr hófi
drykkfelldur. Hann hafði verið prestur
á Hofi i Alftafirði i 7 ár og komið þang-
að frá Skeggjastöðum á Langanesi,
laust eftir 1790.
Séra Sigurður var talinn hafa látizt
af ofdrykkju á „plássinu”, sem svo
var kallað, á Djúpavogi 1897. Kona
hans var Guðrún Eymundsdóttir, frá
Skálum á Langanesi. Þau eignuðust
fjögur börn.
Börn Þórlindar og Ingunnar hétu
Sigurður, Jón, Stefán, Ólafur, Hall-
dóra, Sigurbjörg og Herdis. Ekki eign-
uðust þessi systkini niðja, nema Jón,
sem var búsettur i Reykjavik, og Ólaf-
ur, sem hér segir frá.
Þegar þau Ólafur og Þóra tóku við
búskap á Hamri, fengu þau fyrst innri
hluta jarðarinnar til umráða. Hamar
var engjalitil jörð og snögglend, og
lentu þau þess vegna oft i engjahraki
og þurftu að leita fanga flest árin, sem
þau bjuggu á helmingi jarðarinnar, til
ýmissa átta, um engjalán. Oft þurfti
að sækja það langt, og var það bæði
kostnaðarsamt og útheimti mikið erf-
iði, sem Ólafur varð á sig að leggja við
heyöflun þessa, og þess verra sem
hann var ekki heilsuhraustur. En þar
sem hann var hugrakkur og ákafa-
maður um búskap, tókst honum furðu-
fljótt að koma upp góðu fjárbúi. Hann
var lika sérlega góður fjármaður og
glöggur á fé, og þá ekki síður konan,
sem var sérstaklega umhyggjusöm
bæði i aðhlynningu og hjúkrun á
skepnum, eins og stundum þurfti með
á þessum timum.
Eftir að Stefán fluttist i Fagradal og
Ólafur fékk alla jörðina til umráða,
stækkaði hann búið til muna. Jafn-
framt jók hann ræktun ár frá ári, svo
sem tök voru á, sérstaklega eftir að
vinnuvélar komust i notkun. Mun hann
islendingaþættir
hafa verið búinn að rækta allt það
land, sem ræktanlegt var með góðu
* móti, þrátt fyrir hin þekktu kreppuár,
sem riktu um árabil. Honum tókst að
auka svo við bú sitt, að á siðari bú-
skaparárum þeirra hjóna varð það eitt
fjárflesta bú sveitarinnar.
Sigurður, bróðir Ólafs dvaldist á
heimili þeirra hjóna um árabil, með
sinn eigin búskap. Hann átti allmargt
fé, sem hann sá um, en að sjálfsögðu
hefur heimilinu verið mikill styrkur að
veru hans og störfum. Herdis, systir
Ólafs, vann heimilinu einnig alla
þeirra búskapartið.
Eftir að heilsu þeirra hjóna fór að
hraka fyrir aldurssakir, varð að draga
saman bústofninn, og þar með að
minnka öll umsvif, og gerðist það
smátt og smátt. Þó höfðu þau nokkurt
bú til hins siðasta, og nutu þá aðstoðar
barna sinna o.fl. Lengi höfðu þau t.d.
vetrarmann.
Þá er þess að geta, að Kristin systir
Þóru var hjá þeim á seinni árum, eftir
að hún missti eiginmann sinn Svein
Stefánsson, og var það mikill styrkur
fyrir heimilið að fá hana, þvi börnin
voru gift að heiman og komin i fastar
stöður, og enginn til að taka þarna við
um sinn.
Alla tið var mjög gestkvæmt hjá
þessum heiðurshjónum, og var öllum á
þvi heimili tekið af mikilli vinsemd og
hlýju.
Þau Ólafur og Þóra bjuggu á Hamri
i full 50 ár og eignuðust fimm börn,
þrjá syni og tvær dætur. Börn þeirra
voru þessi:
1. Stefán Steinar var þeirra elztur.
Hann kvæntist ekki, fékk lömunar-
veiki og lézt á fertugsaldri.
2. Jón. Hann er lögreglumaður á
Eskifirði. Kona hans heitir Valdis
Guðjónsdóttir. Þau eiga eitthvað af
uppkomnum börnum.
3. Ingibjörg. Hún býr að Bragðavöll-
um, næsta bæ við Hamar, og hennar
maður er Jón Björnsson, frá Hofi i
Alftafirði. Þau eiga tvær uppkomnar
dætur.
4. Hrefna. Hún er gift og býr i Dölum
vestur. Hennar maður heitir Steinólfur
Lárusson, og eiga þau eitthvað af
börnum.
5. örn er yngstur þeirra systkina.
Hann var um skeið ráðunautur hjá
Búnaðarfélagi Islands, og er nú vænt-
anlegur ábúandi á Hamri. Hann á eina
dóttur, barnunga.
Ólafur á Hamri var maður jafnlynd-
ur og léttur i skapi, ávallt hress i máli
og glaðvær, hvort sem maður hitti
hann heima eða að heiman. Hið sama
mátti um Þóru segja, þótt hún væri
e.t.v. hlédrægari. Hún var hæglát
i fasi, prúð og orðvör, þægileg i við-
móti og þó ræðin, þegar búið var að
taka hana tali á annað borð. Bæði voru
þau myndarleg i sjón, hávaxin og frið,
og hún þrekvaxin með aldri.
Nú eru þessi góðu og minnisstæðu
hjón horfin af sjónvarsviðinu, en
minningin lifir þótt maðurinn deyi —
og trúin á lif að þessu loknu, þar sem
vinir geti aftur fundizt.
Þau létust með aðeins árs millibili,
hann að Vifilsstöðum 1972, þá áttatiu
og eins árs að aldri. Hún lézt á Nprð-
fjarðarspitala 1973, 78 ára gömul, og
hvila þau nú hlið við hlið i grafreit
Djúpavogssóknar að Hermannastekk-
um.
Nú búa i gamla bænum á Hamri Sig-
urðar bróðir Ólafs, orðinn rúmlega
hálfniræður að aldri, og systir hans
Herdis, sem er um sjötugt. Einnig
Kristin systir Þóru, en hún mun vera
hálfáttræð. Ég votta þeim, svo og
börnum þeirra hjóna og öðrum ná-
komnum ættingjum, samúð mína.
- G.Ey.
(Guðmundur Eyjólfsson frá Þvottá)
n Valdimarsson
Jón var maður gamansamur og
skemmtilegur. Kimni hans var
græskulaus og bar vitni um velvild
hans til allra manna. Jón var tryggða-
tröll vinum sinum og ættingjum.
Þegar faðir hans var orðinn aldraður
og sjúkur leið t.d. vart sá dagur, að
Jón kæmi ekki i heimsókn til hans, en
mjög kært var með þeim feðgum.
Jón starfaði um langt skeið i Leik-
félagi Húsavikur og var þar liðtækur
starfskraftur sem og annars staðar.
Hann var i Lionsklúbb Húsavikur og
hann var áhugasamur jafnaðarmaður.
A siðustu árum fór Jón tvivegis i
heimsókn á fornar slóöir i Noregi.
Varð það honum til mikillar ánægju
ekki sizt þar er hann gat um leið
kynnt fylgdarmönnum sinum fegurð
landsins og ágæti fólksins, sem það
byggir. Jón hugðist nota elliárin til
þess að treysta enn betur sambandið
við. vini sina i Noregi, með tiðari
heimsóknum þangað, en forlögin
komu i veg fyrir það.
Ég og f jölskylda min áttum þvi láni
að fagna að njóta vináttu Jóns Valdi-
marssonar nú um nokkurra ára skeið.
Ég kynntist Jóni i starfi, sem sam-
vizkusömum og hæfum starfsmanni og
utan þess sem skemmtilegum vini og
góðum félaga. Nú þegar leiðir skilja
þökkum v.ið fyrir ánægjulega
samfylgd á lifsbrautinni um leið og við
sendum eiginkonu, dætrum og systkin-
um hans okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Björn Friðfinnsson.
15