Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1974, Side 16
Jón Valdimarsson
Siðan tslendingar og Norðmenn að-
greindust i tvær þjóðir hefur sam-
bandið á milli þeirra aldrei rofnað og
frændsemin verið ræktuð með báðum.
Þessi frændsemiskennd hefur bundið
vináttu þjóðanna órofa böndum i bliðu
og striðu, og þegar óvæntir erfiðleikar
af völdum styrjaldar eða náttúruham-
fara hafa steðjað að annarri þjóðinni,
hefur það vakið þær öldur samúðar og
hjálparhugs með hinni, að sliks munu
fá dæmi á jarðkringlunni.
t Noregi varð þjóðleg vakning i byrj-
un siðustu aldar og árangur þeirrar
vakningar varð efalaust ein helzta
kveikja islenzkrar þjóðarvakningar.
tslendingar fylgdust með þvi, hvernig
Norðmenn risu upp úr niðurlægingu og
hvernig þeim tókst á skömmum tima
að tileinka sér nýja i þvi skyni að bæta
land sitt og atvinnuvegi, skapa
trausta þjóðmenningu og auka velsæld
almennings.
Eins og á vikingaöld leitaði norsk at-
hafnasemi brátt út fyrir landsteinana.
Norðmenn urðu frumkvöðlar að sigl-
ingum, fiskveiðum og hvalveiðum viða
um lönd. Þeir könnuðu ókunna stigu i
heimskautalöndunum og urðu um
margt fyrirmynd og stolt Norður-
landaþjóðanna.
Hér á landi hófu norskir athafna-
menn byltingu á sviði atvinnulifsins
um siðustu aldamót með afskiptum
sinum af sildveiðum og sildariðnaði og
með uppbyggingu hvalveiðanna. Ný
verkkunnátta barst til landsins, sem
gerði Islendingum kleift að auka nýt-
ingu náttúrugæða landsins til hagsbóta
fyrir alla. 1 kjölfar aukinna samskipta
Islendinga og Norðmanna bötnuðu
samgöngur milli þjóðanna og hófust
nú á nýján leik ferðir ungra og
metnaðargjarnra tslendinga til náms
og starfa i Noregi. Menn héldu yfir
hafið til þess að afla sér verkkunnáttu,
til þess að nema i búnaðarskólum eða
til þess að sækja norska lýðháskóla.. 1
kjölfar norskrar athafnasemi á tslandi
voru byggð mörg vegleg hús úr norsku
timbri viösvegar um land og munu i
þvi sambandi hafa tekizt góð kynni
með islenzkum og norskum húsa-
smiðum.
Upp úr aldamótunum fór ungur tré-
smiður, Valdimar Jósafatsson að
nafni, ættaður úr Reykjadal i S. Þing.
til Noregs i þvi skyni að afla sér þar
þekkingar og starfsreynslu. Valdimar
festi ráð sitt ytra og kvæntist norskri
konu, Olene Olsen að nafni. Reistu þau
bú sitt iStavanger. Þau hjónin eignuð-
ust tvo syni, Jóri fæddan 29.12. 1906 og
Olav, sem var nokkru yngri.
Fermingarár Jóns andaðist Olene
Olsen og árið 1924 fluttist Valdimar
heim til íslands með syni sina báða og
settist að á.Húsavik. Jón var þá 17 ára
og dvaldi hann nú með föður sinum i 2
ár, en að svo búnu hélt hann á ný til
Noregs og dvaldi þar til ársins 1928 er
hann sneri aftur til Húsavikur. Faðir
hans var þá kvæntur á nýjan leik
Arninu Jónsdóttur, sem verið hafði
ekkja eftir Aðalstein Isfjörð og átti úr
þvi hjónabandi 2 syni, þá Jón og
Sigurpál. Þau Arnina og Valdimar
eignuðust 4 börn, dæturnar Hólmfriði,
Steinunni og Aslaugu og soninn Aðal-
stein Hilmar. Með barnahópnum öll-
um bundust traust bönd, sem varað
hafa, en þrjú eru nú komin yfir móð-
una miklu. Olav fórst 1943 með norsku
skipi, sem þýzkur kafbátur grandaði,
en hann var þá loftskeytamaður. Jón
Isfjörð lézt á Norðfirði 1971 og 2. janú-
ar s.l. varð Jón Valdimarsson bráð-
kvaddur við starf sitt á Húsavik.
Ari eftir siðari heimkomuna frá
Noregi eða árið 1929 kvæntist Jón
Valdimarsson Sigurhönnu Sigur-
björnsdóttur frá Bangastöðum á Tjör-
nesi og bjuggu þau alla sina búskapar-
tið á Húsavik. Þau eignuðust 2 dætur,
Olene fædda 1932, giftri Einari Fr. Jó-
hannessyni byggingarmeistara og
Þórunni fædda 1940 giftri Jóni Gunn
arssyni bifreiðarstjóra. Eru dæturn-
ar báðar búsettar á Húsavik. Jón og
Sigurhanna eignuðust gott og hlýlegt
heimili, sem Jón ræktaði og unni, en
fyrr á árum mátti hann oft afla fjöl-
skyldunni lifsviðurværis með þvi að
sækja atvinnu til annarra staða.
Jón var traustur, áreiðanlegur og
verklaginn og stundaði hann framan
af ævi ýmis almenn störf, sem buðust.
Hann var sjómaður, starfaði við
sildarbræðslu á Raufarhöfn, hitaveitu-
lagnir i Reykjavik, flugvallargerð i
Kaldaðarnesi og þannig mætti lengi
telja. Alls staðar var hann eftirsóttur
til verka og honum féll ekki verk úr
hendi, þótt litla atvinnu væri að fá
heima fyrir.
Þegar lögð var raflina frá Laxár-
virkjun til Húsavikur 1946-1947 var Jón
fenginn til að vinna að þvi verki, en
forstöðumaður þess mun upphaflega
átt að vera Norðmaður, en sá fórst i
flugslysinu mikla i Héðinsfirði.
Skömmu seinan hóf Jón störf við
breytingar á raflögnum og rafkertum
á Húsavik og vann við það um nokkurt
skeið. Hann stofnaði þá steinasteypu-
fyrirtæki á Húsavik ásamt fleiri og
vann við það, unz hann gerðist fastur
starfsmaður Rafveitu Húsavikur og
starfaði þar til dauðadags eða um 20
ára skeið.
Jón Valdimarsson var i senn góður
sonur Noregs og Islands. Þess gætti
jafnan nokkuð á mæli hans, að norska
hafði verið hans móðurmál. Það var
einhver skemmtilegur og notalegur
hreimur á islenzkunni enda fékk Jón
meðal Húsvikinga viðurnefnið
„norski” eða „norsi”, væntanlega til
aðgreiningar frá öðrum þeim Jónum,
sem fylla siður manntalsskrárinnar á
landi hér.
Meðan norsk sildveiðiskip stunduðu
veiðar við Norðurland var Jón lika
eins konar óopinber ræðismaður Norð-
manna. Heimili hans var jafnan Norð-
mönnum opiö og hann eignaðist mik-
inn fjölda af vinum og kunningjum
meðal áhafna sildveiðiskipanna. Suma
þeirra þekkti hann lika frá fornu fari,
eins og t.d. þegar hálf áhöfnin á norsku
skipi, er til Húasavikur kom, var skip-
uð fermingarbræðrum Jóns.
Frh. á bls. 15
16
íslendingaþættir