Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1974, Page 8
Þórður Erlendsson
frá Sturlureykjum
f. 19.9. 1889, — d. 20.9. 1973.
Nitjándu aldar kynslóðin hverfur nú
ört af sjónarsviðinu. Störf hennar og
áhrif tilheyra nú orðið liðnum tima að
mestu. Ný kynslóð tuttugustu aldar-
innar er tekin við, og innan skamms er
hún allsráðandi og tekst á hendur
vandann og vegsemdina um að ráða
fram úr málum þjóðarheildarinnar.
En starfs og fordæmis hinnar horfnu
og hverfandi kynslóðar verður þó
minnzt enn um stund og á margvisleg-
an hátt, svo fjölbreytt hafa verkefnin
verið og oft vandasöm til úrlausnar.
bórður Erlendsson, er hér verður
minnzt, var nánast einn aldamóta-
mannanna, er svo hafa verið nefndir,
var fæddur að Sturlureykjum i Reyk-
holtsdal og ólst þar upp hjá foreldrum
sinum, hinum góðkunnu hjónum: And-
reu Jóhannesdóttur og Erlendi Gunn-
arssyni, sem þar voru búendur frá 1885
til dánardags, en Andrea lézt 1911 og
Erlendur 1919. Heimili þeirra var eitt
hið myndarlegasta i öllu Borgar-
fjarðarhéraði og heimilishættir tii
fyrirmyndar öðrum, bæði innan húss
og utan.
Erlendur var fyrsti maður hér-
lendis, sem tökum náði á jarðhitanum
og gat leitt hann til húsahitunar og
annarra þarfa á heimili sinu og var þvi
forgöngumaður þess hér á landi, að
jarðhitinn var hagnýttur, svo sem nú
er orðið og alkunnugt er. bað var á ár-
unum 1908-1911, sem honum tókst að
ná þessum aðdáunarverða árangri, án
aðstoðar eða hjálpar um hversu slikt
mætti takast. Hann naut engrar verk-
fræðiþekkingar né kunnáttu sérfróðra
manna um þetta. Hann fór eftir
hyggjuviti sinu og hagleik sjálfs sin
um framkvæmdir þessar, og þótt hann
bæri þetta undir álit verkfróðra
manna, bar það frekar þann árangur
að draga úr þvi, að hann aðhefðist
nokkuð heldur en að það yrði honum til
hvatningar. bað sem gerðist var
árangur hugvits og áræðis hans sjálfs.
Erlendur var mikill bóndi og for-
ystumaður um ræktun og breytti
óræktarlandi i gróðursæl tún. Hann
var mikill heyfyrningamaöur og
hjálpaði mörgum, er þraut hey á
harðindavorum. Hann innti stórvirki
af höndum með eigin starfi og sjálfs
sin aflafé og skuldaði vist aldrei nein-
um neitt. Andrea kona hans var manni
slnum samhentog innti hlutverk sitt af
hendi með hinni mestu prýði og fyrir-
hyggju. Var sambúð þeirra hjóna eins
og bezt verður á kosið og heimilislif
ánægjulegt.
Börn þeirra voru tiu, er til þroska
komust, fimm dætur og fimm synir, öll
vel gefin og hin mannvænlegustu.
Dæturnar voru: Guðrún giftist
Davið hreppstjóra borsteinssyni á
Arnbjargarlæk, Valgerður giftist Jóni
Ingólfssyni hreppstjóra á Breiðaból-
stað, Kristin giftist Ingvari Eggerts-
syni á Hávarðsstöðum, en siðar Oddi
Sveinssyni kennara á Akranesi. Stein-
unn var ógift og átti heima erlendis
mestan hluta ævinnar. Yngst var Sig-
riður, er giftist Helga Pálssyni kaup-
félagsstjóra og tónskáldi á Norðfirði.
beirra dóttir er Gerður myndhöggvari
i Paris.
Synirnir voru: Jóhannes bóndi á
Sturiureykjum, kvæntist Jórunni
Kristleifsdóttur frá Stóra-Kroppi,
bórður, sem hér er minnzt, kvæntist
Björgu Sveinsdóttur frá Hólabæ i
Húnavatnssýslu, og bjuggu þau lengi i
Skógum I Flókadal. Jón kvæntist Guð-
laugu Björnsdóttur úr Skagafirði.
Hann var iðnaðarmaður i Reykjavik.
Gunnar, tónlistarmaður i Winnipeg,
ógiftur, og yngstur var Han'nes, klæð-
skerameistari, kvæntist Fanneyju
Halldórsdóttur úr Reykjavik.
Heimilið var þvi jafnan fjölmennt,
þar eð auk barnanna var vinnufólk til
alls konar heimilisstarfa eins og þá
gerðist á mörgum sveitaheimilum,
enda var Erlendur sjáifur oft að heim-
an við smiðar. Allt, sem gera þurfti,
lék i höndum hans, hvort sem stórt var
eða smátt, og leituðu þvi margir til
hans, bæði i heimasveit hans og ann-
ars staðar.
Af hinum friða og gervilega syst-
kinahóp á Sturlureykjum er nú aðeins
eitt á lifi, Kristin, sem hefur siðustu
árin verið á Hrafnistu, komin á ni-
ræðisaldur.
bórður, næstelzti bróðirinn, var
heima á Sturlureykjum við hvers kon-
ar heimilisstörf jafnskjótt og aldur og
geta leyfðu. Við jafnaldrar hans dáð-
umst að fjöri hans og fræknleik, bæði i
orði og verki, og kusum að njóta hvors
tveggja i sem rikustum mæli. Hann
var iþróttamaður, einkum i glimu og
sundi og varð þegar á unga aldri hag-
leiksmaður og smiður góður. Ég hef
margs að minnast frá æsku- og ung-
lingsárum bórðar og systkina hans,
enda var skammt á milli æskuheimila
okkar. Á Sturlureykjum var glaður og
skemmtilegur vinahópur, aðlaðandi i
allri framkomu, og var eftirsóknar-
vert að komast þangað i leiki og sam-
töl við þá, sem voru á svipuðu reki, en
liklega höfum við þó mest sótzt eftir að
njóta kynningar við bórð. Fjör hans og
einlægni hreif hugann. Frá þeim tima,
er við vorum ungir menn, vil ég minn-
ast eins atburðar, sem Jóhannes bróð-
ir hans átti einnig hlut að. bað var um
veturinn 1908, nánar tilgreint sunnu-
daginn 9. febr. mánaðar, að þeír bræð-
ur og ég áttum tal saman, auk okkar
þriggja var piltur á okkar reki, sem ég
man ekki lengur, hver var.
Við höfðum hlýtt messu i Reykholti
hjá séra Magnúsi Andréssyni á Gils-
bakka, en hann þjónaði Reykholts-
Framhald á 7. siðú.
8
islendingaþættir