Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Síða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 14. sept. 1974 — 27. tbl. — 7.-árg.— nr. 178. TIIVIANS Margrét Halldórsdóttir Yatnsskógum Fædd 5. ágúst 1904 Dáin 16. ágúst 1974 Ég er sterklega studd og styrkt eilifur Guð er góður hann nærir veikan gróður. Margrét Halldórsdóttir húsfreyja i Vatnsskógum fæddist i Haugum i Skriðdal 5. ágúst 1904 — voru foreldrar hennar Halldór Halldórsson bóndi þar, fæddur i Haugum, og Jóhanna Guðný Jónsdóttir, fædd i Hátúnum, A- Skaftafellssýlu. Halldór afi Margrétar flyzt barn með foreldrum sinum að Haugum. Föðursystkini Margrétar voru mörg og eru margir afkomendur þeirra á Austurlandi og viðar — þrjú systkini fóru til Vesturheims. Kunnir föðurbræður Margretar á Austurlandi er Auðunnn, sem á marga afkomendur á Stöðvarfirði og viðar og Ivar, sem lengi bjó á Bjargi, Djúpavogi og á þar afkomendur og aðra dreifða um land- ið. Móðurforeldrar Margrétar voru Skaftfellingar, Jón Jónsson og kona hans Matthildur Jónsdóttir. Mikil kona kveður dalinn sinn, er i dag verður borin til móðurmoldar Margrét Halldórsdóttir, Vatnsskógum i Skriðdal, þá er hún leggst til jarðneskrar hvildar við hlið móður sinnar. Fólk stækkar ekki við að deyja og verður ekki betra, en við fögnum þvi, að ávallt skuli vera til fólk, sem stækkar og verður betra þvi lengur sem það fær að lifa. Það geislar frá sliku fólki og þú verður snortinn af þvi. Margrét Halldórsdóttir i Vatnsskógum var slik kona. Með lifsbreytni og starfi sinu hefur Margrét stækkað og þroskað þá, sem i nánd við hana hafa verið. LÍfi Margrétar á Vatnsskógum verður ekki aftur lifað á Islandi. Margrét þekkti vinnu eins og hún verður hörðust og erfiðust i sveitinni i sól og frosti og allt frá barnæsku. Faðir Margrétar var duglegur en harður húsbóndi og hann var lika vel gefinn Margrét erfði þessa eiginleika föður sins i rikum mæli með þvi fráviki, að hún var harður húsbóndi aðeins sjálfri sér, ekki öðrum. Unglingsár Margrétar voru henni tárþung og erfið og hélzt slik lengur —■ það vita þeir vel, sem Margréti þekktu, þótt ekki talaði hún um það sjálf. Sú saga verður ekki rakin hér. Hún er sigild sagna um ösku- böskuna, sem sté úr öskustónni, og varð drottning i riki sinu. Um alla Austfirði og langt þar frá er Margrét i Vatnsskógum þekkt sem drottning i sinu riki Upp úr 1932 verða kaflaskipti I lifi Margrétar, en það ár afsalar faðir hennar til hennar eyðibýlinu Vatns- skógum, sem hann hafði eignast á þvi merka ári 1918. Bæinn sinn i Vatnsskógum byggði Margrét þá upp með aðstoð föður- bróður sins Ivars, sem var smiður góöur bæði á járn og tré og grjót- hleðslumaður þekktur eins og fleiri þeir bræður. ,,.... á hamri, töngum, hefli og sög hef ég löngum tekið”. endar ein visa „Ivars heitins”, en svo nefndi Margrét hann tiðast, er hún ræddi um hann. Margrét, sem heima i sveitinni sinni var alvallt nefnd Magga i Vatnsskóg- um giftist aldrei, en jörð sina sat hún og yrkti engu að siður i fjóra ára- tugi og stundum meö litilli hjálp. Margan veturinn var hún ein með sinum Guði og skepnum sinum I frost- um, kafaldsbyl og vetrarmyrkrum, en „rafurmagn” fékk hún aldrei i bæinn sinn, sem hún þó þráði og bað um fram á seinustu stundu — „minn bær er eini bærinn i dalnum, sem ekki fær rafurmagn”, sagði hún. Henni var sagt, að hún væri of einangruð og þvi fékk hún ekki „rafurmagn” eins og aðrir. Hjálpin, sem hún leitaði eftir, kom of seint. Margrét skrifaði um sl. jól á minnis- miða hjá sér: „Eftir afstaðin óveður var stundum hringt til min, þegar ég var orðin ein og spurt hvort ég væri uppistandandi.” Margrét kveður þá: „Ég get ekki frosið fennt i kaf eða fokið. Ég er sterklega studd og styrkt. Eilifur Guð er góður, hann nærir veikan gróður. Af öllum, alstaðar, er að mér hlynnt.”

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.