Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Side 2
Ég veit að Margrét var einlæg i
þessum orðum sinum.
Að eðli hafði Margrét stórt skap og
gat hUn beitt þvi, ef mikið lá við,
einkum þegar taðan eða dýrin hennar
áttu hlut að máli.
Litillátari og þakklátari manneskju
hef ég þó ekki kynnzt en Margréti i
Vatnsskógum nema væri það amma
min.
Húsbændum og búendum á ná-
grannabæjum hennar Viðilæk, Haug-
um og Borg þakkar Margrét af einlæg-
um huga fyrir mikla og góða hjálp i
gegnum árin, einkum árin seinustu.
Ekki er til betra hjúkrunarfólk en á
íslandi, það þekkja margir bæði sjúkir
og heilbrigðir. Þvi kynntist Margrét
seinustu stundir sinar og þvi er einlæg-
lega þakkað fyrir mjög góða að-
hlynningu á Landspitalanum. Guðrún
Vigfúsdóttir ættuð úr Skriðdalnum
sýndi Margréti einstaka umhyggju á
dánarbeði hennar og það gerði einnig
frænka hennar, Laufey, og einnig
áður.
Margréti þakka ég með tárvotum
augum fyrir allt, sem hún var mér i lifi
sinu.
Margrét var mikil og góð kona og
höfðingi stór heim að sækja. Þótt fengi
hún aðstoð, þá greiddi hún slikt tiðum
mjög riflega. ,,Hún var alltaf meiri
veitandi en þiggjandi i sinni sveit,”
sagði fyrrverandi kaupfélagsstjóri
Björn Stefánsson eitt sinn við mig.
Ég þakka af hrærðum hug fyrir börn
min og það gerir einnig Laufey konan
min fyrir það, sem Margrét veitti
börnunum okkar — þar á meðal fyrir
áfirnar úr gamla strokknum hennar
Margrétar, Smjör hennar, skyr og
heimatilbúnu ostana, að ógleymdu is-
lenzka grasateinu hennar.
Margrét Halldórsdóttir húsfreyja i
Vatnsskógum er að öllum likindum
seinasta búkona á íslandi, sem bjó til
sitt eigið skyr, eigin osta og smjör og
hvar á Islandi fengu menn hertan
silung nema hjá Margréti i Vatnsskóg-
um.
,,Nú hef ég borðaö mat, sem ég vissi
ekki að væri til,” sagði séra Pétur i
Vallanesi, er hann heimsótti Margréti
á prestsárum sinum á Héraði og fékk
þar framborinn m.a. hertan silung.
Við drjúpum höfði i dag með
lotningu viö kistu Margrétar I Þing-
múlakirkjugarði — tár okkar ná ekki
að endurlifga birkikjarrið og berjalyng
úr Vatnsskógalandi, sem fylgir kistu
hennar til móðurmoldar i dag — en
megi bænir hennar og óskir rætast, að
af lifi birkiskógur hennar vélgröfur og
vegagerð og „skóg” gaddavirs-
klæddra sumarbústaða.
Vinir hennar og ættingjar biðja al-
máttugan Guð að vera nálægan henni
2
Valdimar B.
V aldimarsson
frá Hnífsdal
Og við settumst við veginn
tveir ferðlúnir framandi menn,
Eins og fuglar, sem þöndu sinn væng
yfir úthöfin breið
Hve gott er að hvila sig rótt, eins
og lokiðsé leið,
þótt langur og eilifur gangur
biði manns enn
(Steinn Steinarr)
F. 11.9 1888
D. 18.7 1974.
Fyrir réttum hálfum fjórða tug ára,
á þeim dögum, er skriðdrekasveitir
Hitlers heitins voru að brytja niður hið
fræga pólska riddaralið, birtust á
Islenzkum bókamarkaði fáeinir
isfirzkir sagnaþættir eftir undir-
ritaðan. Eins og gengur oggeristiitu
ekki allir bækling þann jafnhýru auga.
Hvað um það, slikt fá þeir, sem sölin
eta.
Allnokkru siðar, Hklega eitthvað i
kringum hinn örlagaþrungna svo-
nefnda D-dag Engilsaxa og banda-
manna þeirra, bárust mér vingjarnleg
viðurkenningarorð um bækling minn,
frá mér áður ókunnum Norður-
nú, er hún hverfur á fund móður
sinnar, litla drengsins og annarra ætt-
ingja.
Eitt það seinasta, sem Margrét bað
mig fyrir, var bréfmiði ritaður af
henni á Landspitalanum skömmu áöur
en hún kvaddi og bað hún mig um að
láta hann fjúka yfir landið sitt. Mar-
grét ritaði sem yfirskrift á bréfmið-
ann: Kveðja heim.
Upphafið er svo::
„Faðir og vinur alis, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu faðir blómin hér,
blessaðu þau i hverri sveit.”
Lokaoðin, sem Margrét skrifar á
miðann sinn voru: „Drottinn blessi
mig og mína og bæinn minn. Guði sé
lof og þökk fyrir allt.”
Jón Magnússon.
ísfirðingi, Valdimar Birni Valdimars-
syni frá Hnifsdal.
Þegar ég svo fyrir tæpum tuttugu
árum settist að hér syðra, var mér
bæöi gagn og gaman að kynnast per-
sónulega þessum aldna Hnifsdælingi,
þótt það að visu væri einkum i sim-
tölum, og fyrr á árum einstöku
sinnum niðri i Safnahúsi. Þó að við-
kynningarstundir okkar yrðu bæði
stuttar og strjálar, gat mér ekki dulizt
frábært minni hans og fróðleikur i
ýmsum greinum einkum að þvi er
snerti vestfirzkar ættir atvinnuhætti
og persónusögu Vestfjarða á 19 öld.
Lengi mun Valdimars Björns verða
minnzt I sambandi viö ritið „Vest-
firzkar ættir”, sem út kom i fjórum
stórum bindum á árunum 1959-1968.
ásamt miklum fjölda mynda manna
og staða vestur þar. Höfundar þessa
mikla ritverks er þó ekki Valdimar
einn, heldur hafa fleiri fróðir menn
lagt þar hönd á plóg, og er Ari kennari
Gislason annar aðalhöfundur verks-
ins. Hitt mun aftur á móti vera stað-
reynd, að án aðildar og forgöngu
Valdimars, hvað sem öllum höfund-
skap liður, hefði rit þetta aldrei séð
ísiendingaþættir