Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Qupperneq 5
hefur í tímaritinu Goðasteini lýst vel
þessum erfiðu limum i sögu kaup-
félagsins:
„Guðbrandur Magnússon veitti
K.H.L. forstöðu á frumbýlingsárum
þess. Hann átti við fjölþætt vandamál
að etja i þvi starfi sakir samgöngu- og
flutningaerfiðleika, dýrtíðar og
markaðshruns, skulda heima fyrir og
út á við, vantrúar ýmissa manna á mál
staðnum og fráfalls frá félaginu,
þegar verst gegndi. En Guðbrandur
þoldi vel, og þótt móti blési á stundum.
Hann leiddi félagið yfir erfiðasta
hjallann og sigraðist á fjölmörgum
erfiðleikum með dugnaði og ráðsnilld,
bjartsýni og framfarahug. Fyrir
Rangæinga og samvinnuhugsjónina
vann hann stórmerkilegt starf, sem
seintmun fullmetið. Og að mörgu leyti
naut Guðbrandur sín vel i kauprélags-
stjórastarfinu. Honum segist sjálfum
svo frá, að á langri, viðburðarikri og
giftudrjúgri ævi finnist sér, þrátt fyrir
allt, hvila einna skærust birta yfir
árunum sinum i Hallgeirsey. Hann og
samstarfsmenn hans unnu fyrir þann
málstað og trúðu á þá hugsjón, sem
hvort tveggja hefur átt meiri þátt i
auknum framförum, bættum hag og
vaxandi þjóðmenningu en flest annað i
landi okkar á siðari timum.”
Guðbrandur var honum frábær föru-
nautur og styrk stoð. Samstarfsmenn i
kaupfélaginu traustir menn og áhuga-
samir. Ég man bezt Gunnar Vigfússon
sem var einstakur starfsmaður, jafn-
vigur á afgreiðslu og skrifstofustörf
Og ekki var hann svikinn 25 aura
skammturinn af brjóstsykrinum góða
i stóru stömpunum!
Guöbrandur og Matthildur voru
viöa kunn að greiðvikni og gestrisni —
Þaö bar til eitt sinn, að við biðum
nokkrir Landeyingar lengi dags, að
sjór yrði fær til útskipunar á ull. Var
okkur boðið i bæinn og veittur góður
beini að vanda. Þar voru meðal gesta
tveir ungir byltingarsinnaðir menn
,,að sunnan”. Varð annar vel metinn
prestur, hinn heildsali. Var margt rætt
um þjóðfélagsvandamálin, en svo vék
Guðbrandur talinu að skáldskap. Hann
hafði til að bera mikla frásagnargleði,
og sagði frábærlega vel frá.
Hann flutti okkur nú ritdóm sinn i
ljóði um Kvæði Daviðs Stefánssonar.
Bændur glottu, sögðu fátt. Jæja, var
Guöbrandur nú farinn að yrkja. Mér
fannst þetta um of óandlegur skáld-
skapur, en hneigði ekki orð til enda
mun það ekki hafa þótt hæfa. En
ritdóminn, sem hann sendi skáldinu,
lærði ég, og hef kunnaö siðan. Hann er
svolátandi:
Hafðu þökk fyrir þessi kvæði,
þau eru andleg leðurskæði-
sem endast á við önnur tvenn.
Af útnáranum ertu að sniða
— ekki skaltu neinu kviða.
Hrygglengjan er eftir enn.
Stundum hefur það hvarflað að mér,
er ég hef lesið langlokuritdóma, að ég
hafi ekki kunnað að meta þennan rit-
do'm Guðbrands, sem skyldi, liklega
gagnorðasti ritdómur islenzkur og
býsna sannur.
Á Hallgeirseyjarárunum gaf
Guðbrandur út blað um skeið. Það hét
„Augnablikið”, fjölritað félags-
mannablað K.H.L.
Guðbrandur skipaði sér i lið þeirra
manna, sem hófu framfarasókn i
landinu i byrjun aldar, ekki sizt i
búnaði, og samgöngumálum. Hann
var einn brautryðjenda ungmenna-
félagsskaparins, sem hafði mikil
áhrif, efldi bjartsýni og sóknarhug.
En maðurinn lifir ekki á brauði einu
saman. Guðbrandur sá af hyggjuviti
og reynslu, að hinar „andlegu sam-
göngur” þurftu lika að vera i lagi.
Á ferð sinni suður i lönd nokkru fyrir
1930 sannfærðist Guðbrandur um, að
ekki er nóg að hafa góð samgöngutæki.
Málafjöldinn olli erfiðleikum i sam-
skiptum manna af ólikum þjóðernum,
og eins og hann komst að orði i Blaða-
mannabókinni 1947: „Hinar andlegu
samgöngur höfðu staðið i stað, og þeim
jafnvel hrakað, meðan hverskonar
tækni gjörði æ minna úr öllum vega-
lengdum og hrærði mannskapnum
saman frá hinum ýmsu þjóðlöndum.”
Guðbrandur var hugsjónamaður, en
hann var lika raunsær. A næsta leiti
var þúsund ára afmæli þingsins. Væri
ekki kjörið tækifæri fyrir elzta
þjóðþing i heimi að vekja athygli um-
heimsins á markverðu máli,
samþykkja að gera auðvelt tilbúið
mál, t.d. esperanto, að skyldunáms-
grein i öllum barnaskólum landsins og
hvetja önnur þjóðþing til hins sama?
Guðbrandur ræddi málið við þrjá
kunna alþingismenn og stjórnmála-
foringja, sinn i hvert sinn. Það bar
litinn árangur, tregðulögmálið var
samt við sig. Svörin minna nokkuð á
orð Hrisbrúarbónda i Innansveitar-
króniku Laxness: „Viskum ekki gefa
um það. Viskum vera að tátla hross -
hárið okkar.”
Guðbrandur Magnússon lifði langa
og viðburðarika æfi. Hann var m.a.
prentari, stjórnarráðsritari, fyrsti rit-
stjóri Timans, bóndi undir Eyjafjöll-
um um skeið, kaupfélagsstjóri og
bóndi i Landeyjum átta ár, siðast for-
stjóri umfangsmikils rikisfyrirtækis
fjölda ára.
Og nú, þegar hann er horfinn af
þessu jarðlifsplani, þá finnst mér sem
hann hafi lifað og starfað i anda
Hávamála: „glaðr ok reifr, skyli
gumna hverr, unz sinn biðr bana.”
Haraldur Guðnason.
Stígrún Helga Stígsdóttir
Hinzta kveðja
f. 11. júli 1905
d. 22. maí 1974
Þér gaf lifið þrek og styrk
þor og hjartahlýju,
þú þvi hverju — vökul, virk,
vannst að starfi þinu.
Misjöfn jafnan marka spor
menn á lifsins vegi.
Þin voru æ sem varmhlýtt vor
virk að hinzta degi.
Út á ókunn lifsins lönd
leiðir allra venda.
Þú munt og af þeirri strönd
þrótt til vina senda.
HjörturBjörnsson
íslendingaþættir
5