Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Blaðsíða 3
Pétur Guðmundsson
Patreksfirði
Pétur Guömundsson var fæddur á
Stapa í Tálknafiröi 18/12 1884 og var
fjóröa barn hjónanna Kristinar Pet-
rínu Pétursdóttur og Guömundar
Gislasonar, er þá bjuggu á Stapa, for-
eldrar Péturs höföu eignazt þrjii börn,
en misst þau öll er Pétur fæddist, síöan
eignuöust þau tvö börn Glsla er lézt
1944 og Kristínu sem nú dvelst á
Hrafnistu og er ein á lifi af þeim syst-
kinum. Pétur elst upp hjá foreldrum
sinum og venst því Islenzkum sveita-
störfum eins og þau voru fyrir og eftir
siðustu aldamót, en þá var Hka sjósókn
á litlum bátum mikiö stunduö frá
Vestfjörðum og menn dreymdi um
stærri skip.
Pétur fer ungur tíl sjós og )>ar vinnur
hann öll sin ungdóms og þroskaár, en
hugur hans stefnir hærra hann vill
stjórna sínu eigin skipi, hann fer þvl til
Isafjarðar og lærir þar til skipstjórn-
ar. Eftir þaö er hann ýmist, stýri-
maður eöa skipstjóri hjá Pétri Ólafs-
syni útgerðarmanni á Patreksfiröi.
Ariö 1913 fer Pétur ásamt Siguröi
Andrési Guömundssyni til Noregs til
aö kynna sér selveiöi og fóru þeir
þessa ferö á vegum Péturs Ólafssonar.
Voru þeir eina vertiö á selveiöum I
noröurhöfum, en vegna fyrri heims-
styrjaldarinnar er brauzt út 1914 varö
þessi utanferö styttri en i upphafi var
ráögert og kom Pétur heim eftir þessa
einu vertlö og tekur þá viö skipstjórn á
ýmsum skipum, en nokkrum árum
slöar kaupir hann ásamt Gisla bróður
sinum og Kristni ólafssyni á Patreks-
firöi fiskiskipiö Högna og er hann skip-
stjóri á honum I mörg ár.
Pétur flyzt meö foreldrum sinum til
Patreksfjaröar áriö 1912 og má segja
aö eftir þaö sé þaö Pétur og þau syst-
kinin sem sjá um heimili foreldra
sinna.
Pétur kvænist Sigþrúöi Guöbrands-
dóttur 15. apríl 1922 og búa þau á Pat-
reksfiröi til ársins 1926 en þá flytjast
þau aö Tungu I örlygshöfn, en konu
slna missir Pétur eftir stutta sambúö,
hún andaöist I Tungu 1935. Þá flyzt
Pétur aftur til Patreksfjaröar ásamt
þrem dætrum sínum Kristlnu, Veru og
Huldu. Hann missir elztu dóttur sina,
Kristinu I blóma llfsins, aöeins 18 ára.
Hinar dætur hans eru báöar búsettar á
Patreksfiröi. Vera gift ólafi Helga-
syni, húsasmiöameistara og Hulda gift
Svavari Jóhannssyni, bankaútibús-
stjóra.
Fyrst eftir aö Pétur kemur til Pat-
reksfjaröar frá örlygshöfn stundar
hann búskap, hefur nokkrar kýr og
mjólkursölu, en fljótlega fer hann aö
vinna hjá Hraöfrystihúsi Patreks-
fjaröar, fyrst sem verkstjóri og slöar
sem framkvæmdastjóri þess I mörg
ár. Pétur haföi mikinn áhuga á þvi aö
hraöfrystihúsiö gengi sem bezt og þar
vann hann oft ómældan vinnudag. Þaö
er ekki ofsagt aö I höndum hans komist
frystihúsiö upp úr öldudal og þegar
Pétur hættir þar störfum vegna aldurs
stóö frystihúsiö vei og rekstur þess I
miklum framförum.
Pétur kvænist ööru sinni 12. febr.
1944 Magdalenu Kristjánsdóttur ætt-
aöri úr Breiöafjaröareyjum, var hún
ekkja Glsla Bergsveinssonar, er
andaöist 1939, en þau bjuggu þá I
Ólafsey á Breiöafiröi. Hjónaband
þeirra Magdalenu og Péturs var sér-
staklega farsælt, enda sagöi Pétur þaö
oft aö hann heföi yngst um mörg ár
þegar hann kynntist Möggu, hann var
óþreytandi aö uppfylia óskir hennar og
gera henni lifiö sem ánægjulegast.
Hann kaupir nú aftur húsiö er hann bjó
I áöur en hann fluttist aö Tungu I
örlygshöfn, þaö hús er nú Aöalstræti
23 á Patreksfiröi og þar bjó hann er
hann andaðist 12. mal 1974 á nltugasta
aldursári.
Pétur vann af áhuga þau störf er
honum voru falin, og komst þá ekkert
aö nema starfið, þaö var honum
kappsmál að vinna sem bezt og hagan-
legast, en þegar timi gafst frá störfum
haföi hann ánægju af aö ræöa við gesti
sem aö garöi bar og voru þeir margir
þvi öllum þótti gott aö koma til Möggu
og Péturs I Steininn en svo var hús
þeirra oft kallað á Patreksfiröi. Þar er
margs aö minnast og margt aö þakka
sérstaklega vil ég þakka fyrir hönd
okkar systkinanna fyrir alla þá um-
hyggju og nærgætni er Pétur sýndi
móöur okkar og hvernig hann vildi
vera okkur sem bezti faðir.
Viö fundum líka fljótt aö honum var
óhætt aö treysta og okkur var ævinlega
kært aö koma heim til mömmu og
Péturs. Heimili móöur okkar haföi
ekki breytzt aö ööru en þvl aö nú var
kominn húsbóndi, góöur húsbóndi,
sem viö mátum meira eftir þvi sem viö
kynntumst honum betur.
Pétur, viö, sem syrgjum þig nú, vit-
um, aö handan viö gröf og dauöa er
annaö sviö.
,,En þar blöa vinir I varpa
sem von er á gesti”.
Bcrgsveinn Breiöfjörö Glslason
3
islendingaþættir