Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Page 5
kominn þangaö beinustu og auðveld- ustu leiðina. Veikindi hans i bernsku höfðu valdið þvi, að hann gat ekki oið- ið samferða þeim jafnöldrum sinum, sem hraðskreiðastir voru i námi. Hann fór fram hjá landsprófsleiðinni og tók gagnfræðapróf í staðinn. Siðan fór hann i framhaldsdeildina — 5. bekk — og þaðan inn i 2. bekk menntadeildar- innar. Þetta er bæði erfiðari og krókóttari námsleið en sú venjulega, sem liggur um landsprófið. En Kristján óx með hverri raun og skilaði hlutfallslega betri árangri með hverj- um vetrinum. Han lagði hart að sér, vann mikið og virtist að mestu búinn aö vinna upp þann skort á undirbún- ingi frá fyrri árum, sem háði honum nokkuð i upphafi þessa stranga náms- ferils. Hann hafði sett sér markmið, sem hann var staðráðinn i að ná, og ég er sannfærður um, að hann hefði náð án allra áfalla, hefði dauðinn ekki tek- ið i taumana á jafn harkalegan hátt. Jafnframt þvisem Kristján stundaöi nám sitt af kappi var hann mjög virk- ur i félagslifi nemenda og vann störf sin þar af sömu eljunni og samvizku- seminni. Flensborgarskólinn á þvi á bak að sjá góðum skólaþegn, þegar hannhverfur úr hópnum. Við munum öll sakna hans, bæði kennarar og nemendur. Kristján Bersi Óiafsson. f „MJÖK erumk tregt tungu at hræra”, hvað skáldið og vikingurinn Egill Skallagrimsson, er hann orti sitt ódauðlega kvæði um son sinn, er ungur að árum var kvaddur brott. Vitur maður sagði eitt sinn, er hann hug- leiddi samanburð þeirra kvæða, er Egill Skallagrimsson og Matthias Jochumsson ortu eftir börn sin látin, aö mennirnir — sjálft manneðlið —- breyttist litið, þótt aldir liðu. Þessir menn hefðu fundið likt til við likbörur barna sinna. Vist er það svo, að enn i dag er oss tregt tungu að hræra við fráfall efni- legra ungmenna er hafa aöeins náð' þeim aldri, að nokkurn veginn er hægt að ráða i, hvað i þeim bjó, og við lif þeirra þvi bundnar bjartar framtiðar- vonir. Nú við fráfall Kristjáns finnst okkur, sem náið þekktu hann og fjöl- skyldu hans og fylgdumst með honum skamma ævi, við vera orðvana og vart enn búin að gera okkur grein fyrir þvi, aö hann sé ekki lengur á meðal vor. Skáldið Stephan G. Stephanson orti einhver þau fegurstu eftirmæli, sem ég hef lesið um ungmenni — um systurson sinn, sem fluttur var látinn heim til átthaganna. Það er stórbrotið kvæði, þrungið trega og lifspeki. Ann- að skáld vitnar i þetta kvæði fyrir mörgum áratugum, er hann mælti eft- ir ungmenni og sagði þá: „Þegar manninn sjálfan þrýtur, leitar hann sér meiri manna.” Ég fæ varla staðizt þá freistingu að vitna i þetta kvæði, minna á þá túlkun, er þessi meistari orðsins náði við þetta tækifæri. Stefán býður þennan unga mann vel- kominn heim „eins og þú ert”. Þvi staöreyndunum varð ekki breytt. „Já, velkominn heim, þó oss virðist nú hljótt á vonglaðra unglinga fundum, og autt kringum ellina stundum. Vor söknuður ann þér að sofa nú rótt i samvöfðum átthagans mundum, hjá straumklið og lifandi lundum, við barnsminnin ijúfu um brekku og völl. Með bæinn þinn kæra og sporin þin öll.” Kvæðið er svo langt, að enginn kost- ur er að birta neitt að ráði úr þvi I stuttri grein — aðeins örfáar ljóðlinur. Drengurinn hans er honum ekki alveg glataöur, þrátt fyrir fráfall hans: „Ég kveð þig með kærleikum, góði, þig drenginn minn dána, með ljóði — en ekki i síðasta sinni. Þú lifir mér allt eins og áður. Svo lengi ég hugsun er háður þú gengur á götunni minni, þú situr svo oft hjá mér inni.” Stefán finnur nálægð drengsins og allar minningarnar eru svo hreinar og ljóslifandi. „Hver vorgeisli vaxandi fagur er venziaður verunni þinni, þinn hugur hver hreinviðrisdagur, þvi þaðan kom sái þin og sinni.” Skáldiö reynir að sætta sig við orð- inn hlut, þó sólargeislinn sé ekki leng- ur á meðal þeirra, sem ólu hann og unnu honum: „Sjáift skammllfið verður þó vinningi að, ef vinirnir hafa við mikið að una. — Og ellinnar siðasti sigur er það, að sitja við leiðin og yrkja og muna.” Kristján var sonur hjónanna Kristinar Kristjánsdóttur og Karls Brynjólfssonar. Hann fæddist hér i Hafnarfirði og hér átti hann heima stutta ævi. Fljótlega eftir að drengur- inn fæddist kom i ljós, að hann þjáðist af meðfæddum hjarta- eða æðagalla. Var að sjálfsögðu fylgzt með honum af læknum, sem kostur var, en er I ljós kom, að þessi galli myndi ekki lagast með aldri og þroska, sem stundum hafði verið vonað, var hann sendur til Chicagoborgar, þegar hann var 11 ára og var þar gerð á honum skurðaðgerð. Aðgerðin virtist heppnast vel, og næstu ár tók hann miklum framförum. Hann stundaði nám sitt vel og sóttist þaö ágætlega, var duglegur og sam- vizkusamur og stundaði iþróttir og æfingar sem hver annar hans jafn- aldri. Mun engan okkar nágrannanna hafa grunað annað en að hann hefði fengið fullan bata, eða eins og bezt var á kosið. Þó hafa hans nánustu sagt mér, að hann muni ætið hafa lifað i skugga þess gruns, að gamli skjúkdómurinn hefði aldrei yfirgefið hann, sem og raun varð á. Kristján var einbeittur og viljasterkur og mjög samvizkusamur. Hann gekk aö námi og störfum af miklum dugnaði og vildi jafnframt allt gjöra til að ná sem beztum þroska og stæla likama sinn með æfingum, og eins að neyta þeirrar fæðu, er hann vissi sér holla þvi að i engu vildi hann eftirbátur annarra vera. Hann innritaðist 17 ára i mennta- deild Flensborgarskóla og hugði á nám i rafmagnsverkfræði. Var ekki annað séð, en lifið brosti við þessum unga, einbeitta manni, og að hann myndi á eðlilegum tima ljúka sinu námi og hefja störf samkvæmt fenginni menntun. En broddur dauðans leyndist i brjósti þessa unga, reglusama manns. Hans gamli sjúkdómur gróf hægt um sig, án þess að aðrir en hann, og e.t.v. hans allra nánustu, yröu nokkurs var- islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.