Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1974, Síða 6
ir, að neitt væri athugavert við heilsu- far hans, þvi hann var mjög dulur og flikaði ekki tilfinningum sinum. Allt frá þvi hann var barn vildi hann helzt aldrei tala um heilsufar sitt. 1 marz s.l. veiktist hann alvarlega og var sendur á sjúkrahús. Sjúkrahúsdvölin var honum mjög erfið og þjáningarfull, þótt allt væri gert, sem i mannlegu valdi stóð til að bjarga lifi hans og lina þjáningarnar. Hver stóraðgerðin rak aðra. Var hann siðan sendur á Bromptonsjúkrahúsið i London þar sem aðstaða til slíkra að- gerða var betri en hér. Fylgdi móðir hans og systir hennar honum þangað, og dvöldu þær systur þar lengst af þann tima, sem hann átti ólifað. Hafði hún einnig fylgt honum til Chicago, er aðgerðin var gerð á honum þar. Má nærri geta, hversu nærri það hefur gengið móðurinni, sem þá var sjálf heilsuveil orðin, að fylgjast með þjáningum drengsins sins og vonlltilli baráttu fyrir lifi hans. Má e.t.v. segja, að aldrei hafi þrautseigja og æðruleysi hins unga manns komið eins skýrt i ljós og I veikindum hans. Avallt var hann reiðubúinn að ganga undir þess- ar erfiðu og hættulegu aðgerðir. Enda lifsþrá ungmenna yfirleitt sterk á þessum aldri, þó hann muni hafa grun- að að hverju fór. Nú hefir hann fengið hvildina frá margra mánaða þjáningum, horfinn yfir móðuna miklu, sem við stefnum öll á. En óþarfi er að fjölyrða um, hvilikur harmur er kveðinn að foreldr- um, systkinum og öðrum vandamönn- um við fráfall þessa efnilega ung- mennis. Hann var einstaklega hjálpsamur og mildur öllum, sem bágt áttu. Hafði mikla. ánægju af að umgangast dýrin og sýndi þeim mikla nærgætni. Einnig mikið yndi af blómum, sem sýnir næma tilfinningu fyrir fögru umhverfi. Eldri bróðir hans, sem stundar nám i háskólanum, mun hafa verið einn af þeim fáu persónum, sem gjörla þekktu hans dulu og viðkvæmu skapgerð. Strax að prófi loknu fór hann til bróður sins I London og var þar hjá honum unz yfir lauk. Við, sem viljum trúa á framhald lifsins eftir dauðann, trúum þvi, að andi hans haldi áfram á þroskabraut sinni þar á landi lifenda. Megi faðir ljóss og lífs veita þeim styrk sinn, sem um sárast eiga að binda við fráfall Kristjáns og að þau fái varðveitt i huga sínum um ókomin æviár bjartar minningar um drenginn sinn, og þá megi hann verða þeim I minningunni „allt eins og áður” i þeim skilningi, sem hið mikla skáld lagði i þau orð. Ólafur Brandsson. Pétur Guðmundsson bóndi, Ófeigsfirði Vinur minn og samstarfsmaður um langt árabil, Pétur Guðmundsson bóndi Ófeigsfiröi andaðist á Lands- spitalanum eftir langt veikindastrið, 21. sept. á 85. aldursári. Hann var einn af þeim mönnum,sem setti svip á sina heimabyggð Árnes- hrepp á Ströndum. 'Eg sakna Péturs af heilum hug sem tryggs vinar og drengskaparmanns. Sveitungar hans og allir, sem kynritust honum báru mikið traust til hans og voru honum falin mörg trúnaðarstörf, sem ekki verða talin upp hér. Það verða margir fleiri en nánustu ættingjar, sem minnast Péturs með þakklæti fyrir ánægjulegar samveru- stundir, og ekki sizt þeir, sem dvöldu meö honum og fjölskyldu hans á hans rausnar-heimili i Ófeigsfirði. Sem drengur kom ég i fyrsta skipti til Ófeigsfjaröar. Þá var þar búið stór- búi til lands og sjávar, enda jörðin stór með miklum landkostum. Þá var nýbúiö aö byggja stórt og vandað ibúöarhús úr steinsteypu á þrem hæðum. Ég hafði aldrei áður séð þvilika byggingu, enda mun hún hafa verið stærsta og vandaðasta bygging i sveitinni og jafnve) i sýslunni. í min- um huga var þetta höll og er þaö enn. Aldrei var þröngt i þvl húsi hvað margt sem heimilisfólkið var og hvaö marga næturgesti varð að hýsa. Þaö fólk, sem þar réöi húsum, hafði mikiö hjartarúm. Það var alltaf eitthvað stórbrotið og myndarlegt að dvelja á þvi heimili. Siðar á ævinni átti ég eftir aö dvelja langdvölum i ófeigsfirði og siðar að vera þar tiður gestur og njóta þar mik- illar gestrisni og gleðistunda. 1 þessu húsi bjuggu jafnan tvær fjöl- skyldur. Pétur og Ingibjörg með sinn stóra barnahóp og Sigriður systir hans, sem bjó fyrst með föður þeirra og siðar með manni sinum Sveinbirni og börnum þeirra. Pétur var gæfumaður i sinu einka- lifi. Hann giftist ungur glæsilegri konu, Ingibjörgu Ketilsdóttur sem var mikil húsmóöir og góö móðir. Þau eignuðust 7 drengi, sern eru á lifi (2 drengir dóu kornungir) þeir eru, Ketill skipstjóri, Guömundur fyrrverandi bóndi, Ófeig- ur forstjóri, Ingólfur smiður, Einar rafvirki, Sigurgeir skipstjóri og Rögn- valdur sjómaður. Pétur og Ingibjörg bjuggu i Ófeigs- firöi i meir en hálfa öld. Yfir þvi heim- ili hvilir jafnan reisn og höfðingslund og menningarbragur, sem allir veittu eftirtekt sem þangað komu. Pétur minn, nú hefur þú lagt i hina siðustu ferð. Ég bið guð að blessa þig i hinum nýju heimkynnum. Ég og börn min þökkum þér fyrir samfylgdina löngu og góðu, og votturr, eftirlifandi eigin- konu og börnum og öðrum ættingjum innilegustu samúð okkar. Sigmundur Guðmundsson frá Melum. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.