Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Síða 4
Þorkell Einarsson frá Hróðnýjarstöðum Fæddur 22. desember 1889 Dáinn 14. nóvember 1974. I Símahringing aö morgni dags. And- látsfregn. Góöur vinur er genginn veg allrar veraldar en fréttin kemur ekki á óvart. Hugurinn dvelst um stund við endurminningu frá liönu sumri. Viö sitjum viö sjúkrabeð vinar okkar i sjúkrahúsinu i Stykkishólmi. Hann segir okkur af heilsufari sinu og sjúkrahúsdvöl og frásögnin einkennist af þeim léttleika i gleði og þvi æöruleysi hugans, sem hans var annað eöli. Þessum aldurhnigna manni, sem liggur hér farinn að heilsu, er þakklæti efst i huga: þakklæti til ástvinanna i Dölum og Reykjavik fyrir elsku þeirra og umhyggju, þakklæti til starsfólks sjúkrahússins fyrir frábæra umönnun, þakklæti til skaparans fyrir þetta góða sumar, sem hann þekkir þó naumast nema af afspurn. Við segjum honum af ferð okkar daginn áður af heiðavötnunum i ná- grenni Hróðnýjarstaða. Þorkell spyr, hvort viö höfum séð svanina, og fyrr en varir erum við farin að ræða kvæði Jóhannesar skálds úr Kötlum, sem verið hafði mágur Þorkels og fornvin- ur. Það er einmitt um þessi vötn og þessa svani sem Jóhannes yrkir kvæði sitt Álftirnar kvaka en þar I er þessi visa: Kyrr eru kvöldin, kviðið er þá fáu. Sofa i hreiðrum svanabörnin smáu. Viðbiáminn skyggir vötnin djúpu og bláu. Eins og viðblámi himins og fjalla skyggir heiðavötnin, þannig skyggir viðblámi minninganna vötn hugans. Á þessari kveðjustund stiga þær fram á sviðið hver af annarri, mismunandi skýrar, en allar umvafðar þeirri birtu og þeim hlýleik sem fylgdu hinum látna hvar sem spor hans lágu. II. Þorkell Einarsson var fæddur að Hróðnýjarstöðum i Laxárdal 22. desember 1889, en þar bjuggu foreldr- 4 ar hans, merkishjónin Einar Þorkels- son og Ingiriður Hansdóttir. Einar á Hróðnýjarstöðum var þekktur maður á sinni tið, góður bóndi, prýðilega hag- mæltur og manna gestrisnastur. Hann bjó á Hróðnýjarstöðum yfir hálfa öld, frá 1884 til 1939, og var þar siðan áfram til dánardægurs I skjóli Þorkels og konu hans Hrefnu. Einar lézt 7. febrú- ar 1958 og skorti þá aðeins nokkrar vikur I tirætt. Þorkell var næstelztur niu systkina er upp komust. Af þeim eru nú sex á lífi, en áður eru látin Her- dis (d. 1965) og Kristján (d. 1973). Þorkell settist að búi með föður sin- um á Hróðnýjarstöðum árið 1918 og bjó þar til ársins 1927, að hann fluttist aö Kollsá I Hrútafirði, þar sem hann bjó til 1937. Þá fluttist hann aftur að Hróönýjarstöðum, þarsem hann bjó ó- slitið til ársins 1967. Það ár brá hann búi og var eftir það búsettur I Búðar- dal, þar sem hann sinnti ýmsum störf- um meðan heilsan entist. Þorkell var góður bóndi og mikill höfðingi heim aö sækja eins og verið haföi faðir hans. Hann var grenja- skytta i nærfellt hálfa öld og var ötul- leik hans við þann starfa við brugðið. Þorkell var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Guörún Valgerður Tómas- dóttir frá Kollsá i Hrútafirði Jónsson- ai.JDóttir þeirra er Valdis Guðrún gift Haraldi Guðmundssyni bifreiðarstjóra hjá Stjórnarráðinu I Reykjavlk, eiga þau eina dóttur barna, Guðrúnu Val- gerði, sem gift er Guðlaugi H. Jör- undssyni módelsmið i Reykjavik. Arið 1930 varð Þorkell fyrir þvi þunga áfalli aö missa konu sina eftir aðeins 13 ára sambúð. Hún lézt 24. júni það ár, tæpra 35 ára að aldri. Siöari kona Þorkels er Hrefna Jó- hannesdóttir frá Hrafnadal i Hrúta- firði Jónssonar og lifir hún mann sinn. Gengu þau i hjónaband 30. mars 1935. Dætur þeirra eru tviburarnir Erna Inga og Hugrún Björk. Erna Inga er gift Haraldi Árnasyni sýsluskrifara I Búðardal og eiga þau eina dóttur og tvo syni. Hugrún Björk er gift Jökli Sigurðssyni iþróttakennara að Lauga- felli i Hvammssveit, eiga þau tvær dætur og tvo syni. Þau Þorkell og Hrefna voru einkar samhent um alla hluti, sama létta lundin hjá báðum, gestrisin ein og söm, sama hlýja viðmótið þegar vini og vandamenn bar að garði, Minnumst við nú aö leiðarlokum margra ánægju- legra samverustunda á heimilum þeirra að Hróðnýjarstöðum og i Búð- ardal. Eins og þegar var fram komið, var Einar á Hróðnýjarstöðum i skjóli þeirra hjóna siðustu 20 ár ævinnar og einnig var á heimilinu móðir Hrefnu, Guðrún Þorsteinsdóttir, en hún lézt ár- ið 1970. Engum, sem á heimilið kom, gat dulizt hversu nærgætin þau hjón bæði voru við þetta aldurhnigna fólk. Allt fram yfir 75 ára aldur var Þor- kell við prýðilega heilsu og bar aldur- inn svo vel að ókunnugir hefðu mátt ætla hann mörgum árum yngri en hann i reynd var. Þegar kom undir átt- rætttók gikt mjög að baga hann og sið- ustu árin var hann oft sárþjáður. Var hann þessi ár nokkuð á sjúkrahúsum en þó mestan part heima þar sem hann naut frábærrar umönnunar eiginkonu og dætra. A þessum árum var hann oft langdvölum á heimili Valdisar Guð- rúnar dóttur sinnar I Reykjavik og manns hennar Haraldar sem sýndu honum sérstaka nærgætni og um- hýggju. Hann fékk hægt andlát á sjúkrahús- inu I Stykkishólmi 14. nóvember s.l. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.