Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Síða 8
Sigurlaug Sigurðardóttir Fjalli Sæmundarhlíð F. 6. jan. 1878. D. 16. okt. 1974. Mig langar til aö minnast þin meö nokkrum fátæklegum oröum, kæra fööursystir, nú þegar þú ert horfin sjónum okkar, eftir langan og strang- an ævidag, og þakka þér samveruna og fyrir alla aöra hluti, er ég og fjöl- skylda min nutum, er viö bjuggum á Fjalli árin 1940-’46. Vil ég þakka þér og manni þinum, Benedikt Sigurössyni, þær samveru- stundir, er ég valdi á heimili ykkar, þegar ég var yngri, og oft á fyrri ár- um, þá daga og vikur i senn. Ég gleymi þvi aldrei, hve oft var glatt á hjalla á heimili ykkar, er söng- urinn hljómaöi um bæinn, og hvaö þiö hjónin og börnin ykkar öll voru tónvfs og söngvin. Fegurri bassarödd hefi ég ekki heyrt en hina djúpu og sterku rödd Benedikts á Fjalli. Hann lézt 12. des. 1943. Ariö 1906 giftist Sigurlaug Benedikt Sigurössyni bónda og söölasmið á Fjalli. Jöröin var þá i eigu Reyni- staöarklausturs. Ariö 1913 keyptu þau hjón jörðina og bjuggu þar alla sina búskapartið. Sigurlaug og Benedikt eignuöust þrjú börn. Elztur þeirra er Jakob dr. phil, sem flestir Islendingar munu kannast viö sem formann oröabók- arnefndar og frá þáttum Ríkisút- varpsins, „Islenzkt mál”. Kona hans er Gréte Benediktsson mag. art. Hún er af dönskum ættum. Næstur er Halldór, sem búiö hefur á Fjalli síöan faöir hans hætti búskap, móðir hans var honum til aðstoðar, þangaö til hann gifti sig. Kona hans er Guðrún Þóra Þorkelsdóttir, af skag- firzkum ættum. Halldór er oddviti Seyluhrepps og i ýmsum opinberum störfum fyrir sveit sina. Þau eiga eina kjördóttur, Mar- gréti, sem býr i Reykjavik, ásamt fjöl- skyldu sinni. Yngst var dóttirin Margrét. Hún giftist Benedikt Péturssyni bónda á Stóra-Vatnsskaröi. Þau eignuöust tvo syni, Benedikt sem býr nú á föðurleifö sinni, og Grétar, sem er yngri. Hann 8 býr meö fjölskyldu sinni á Akureyri. Margrét heitin lézt 1942, eftir fjögurra ára hjónaband, nokkrum vik- um eftir að Grétar litli fæddist. Var hann fljótlega fluttur að Fjalli til fóst- urs, og ólst hann upp hjá ömmu sinni og Halldóri og konu hans. Benedikt afi hans var þá orðinn há- aldraður og mjög lasburða. Sigurlaug og Benedikt tóku aö sér fjögur fóstur- börn önnur. Fyrst þeirra var Jónina Sveinsdóttir. Hún mun hafa komiö að Fjalli áöur en Sigurlaug kom þangað. Siöar kom Sóley Sölvadóttir, Haraldur Pétursson, var svo næstur, og siöast tóku þau aö sér ungbarn, Sólveigu Oldu Pétursdóttur, sem býr i Reykja- vik ásamt fjölskyldu sinni. Vorið 1940 fluttum við hjónin og tveir synir frá Reykjavik að Fjalli. Við bjuggum þar i sex ár og bættum tveimur drengjum viö fjölskylduna á þvi timabili. 011 þessi ár vorum við i sambýli viö Sigurlaugu. Ég man ekki eftir að hafa átt sam- leið meö eins vel geröri mannesk ju um alla hluti á ævi minni, slikt var lundar- far hennar. Ekki man ég heldur eftir að okkur yröi nokkurntima sundur- oröa, ekki einu sinni út af börnunum. Sigurlaug var framúrskarandi barn- góð, gæflynd og glaðlynd, en þó ákveð- in, gestrisin og skemmtileg heim að sækja, eins og aörir á heimilinu, og oft var þar gestkvæmt, þvf þangað þurftu margir að koma. Sigurlaug var ein af stofnendum Kvenfélags Seyluhrepps, og formaöur þess um árabil. Atorka hennai^ og áhugi á öllu, sem aö búskapnum laut, var svo mikill, aö ýmsum þótti afkastageta hennar furðulega mikil, þvi hún var grann- vaxin og ekki nema meöalkona á hæö, en þó vikingur til allrar vinnu, jafnt úti sem inni. Hún var bráðlagin viö alla handavinnu, og margt fallegt bjó hún til úr islenzku ullinni Einnig læröi hún karlmannafatasaum á yngri árum. Sigurlaug haföi mikinn áhuga á matjurtum og blómum og kom sér upp matjurtagarði snemma á búskaparár- um sinum. Hún annaðist hann af mik- illi kostgæfni, og uppskeran var eftir þvi. Spor Sigurlaugar lágu viða um land- areignina, og eflaust eitthvað lengra, ef þörf hefur verið fyrir það, þegar hún þurfti aö snúast við búpening sinn með ööru, á heimilinu, þvi hún var létt á fæti og lipur til allra verka, og þaö svo mjög, að flestar nútimakonur myndu standa ráðalausar yfir þeim verkefn- um, sem hún gat leyst af hendi, — svo mikil var atorka hennar og vinnugleði. A fyrstu búskaparárum hennar, og langt fram eftir, var handaflið það sem mest á reyndi, og útsjónarsemi átti hún I rikum mæli. Sigurlaug átti þvi láni aö fagna aö vera heilsuhraust lengst af ævinni, og hiö létta lundarfar, góði lifförunautur og vel gerð börn veittu henni lifsham- ingju og þann sess i lifinu, sem gerði hana virðingarverða og ánægða með hlutskipti sitt. Þó vitum við, að hún hefur átt stnar erfiðu stundir, eins og önnur mannanna börn hér i þessum heimi. A Fjalli dvaldist Sigurlaug lengst af ævi sinni, eöa hartnær sjö tugi ára. Þegar Halldór sonur hennar tók viö Framhald á 7. siðu. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.