Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Síða 7
Guðríður Guttormsdóttir Fædd 30. aprll 1883. Dáin 27. jan. 1975. Laugardaginn 1. febrúar var jarð- sungin frá dómkirkjunni i Reykjavik frú Guðriður Guttormsdóttir, en hún andaöist að Hrafnistu aðfaranótt 27. janúar, hátt á 92. aldursári. Guðriður var fædd að Svalbarði i Þistilfirði, dóttir prófastshjónanna séra Guttorms Vigfússonar og seinni konu hans, Þórhildar Sigurðardóttur frá Harðbak á Sléttu. Þeim hjónum varð niu barna auðið og var Guðriður næstelzt þeirra systkina, en nú eru á lifi tveir bræður úr þessum stóra syst- kinahópi, Sigurbjörn, fyrrum bóndi og kennari I Stöð I Stöðvarfirði og Bene- dikt bankastjóri á Eskifirði og siöar bankafulltrúi I Reykjavík. Fimm ára gömul fluttist Guðriður með foreldrum sinum að Stöð I Stöövarfirði, er faðir hennar siðan var prestur til ársins 1925. Að sjálfsögðu var ferð þessi farin á hestum og tók sá búferlaflutningur hálfan mánuð. Var búiö um börnin i kistum á klyfjahest- um og hefur sjálfsagt farið þar furðu vel um Guðriði litlu ásamt systkinum hennar. Þessi langferð lánaðist vel og má kannski skoða sem forspá um langa og gæfurika ævibraut. Guöriður hlaut hið bezta uppeldi á hinu fjöl- menna og reglusama heimili foreldra sinna, en séra Guttormur var hinn mesti lærdómsmaður og tók oft efni- lega sveina til náms og undirbúnings fyrir Lærðaskólann og urðu ýmsir þeirra siðar þjóðkunnir menn. Aö sjálfsögðu hefur verið góður bókakost- ur á prestsheimilinu, er börn þeirra hjóna hafa haft greiðan aðgang að, þó að öðru leyti væri litiö um skólagöngu upp, kom það i hlut Hlaðhamars- heimilisins að taka barnaskólann. Þá var þarna farkennsla, eins og svo viða á þeim timum. útkoman varð oftast þannig, að barnflestu heimilin tóku skólann til skiptis, án tillits til þess, hvernig húsakynnum var háttað eða aörar aðstæður voru. Það hefur sagt mér kona, er var uppalinn I Hrúta- firði, en búsett I Reykjavik siöustu áratugina, að hún gleymi aldrei skóla- vist sinni á Hlaöharmi. Umhyggju- semi og nærgætni húsmóðurinnar þar var slik, að þessi kona taldi þaö aldrei fullþakkað. Sannast hér þaö, sem stundum áður, að þótt húsakynni séu á þeim timum og átti það ekki hvað sizt við um stúlkurnar, þó á fyrir- myndarheimilum væri, þær nutu enganveginn jafnréttis við bræður sina á þeim tlmum. En Guðriöur mun hafa verið sérlega bókhneigð og snemma lesiö mikið, enda var hún fróð og vel heima á ýmsum sviöum og þó sérstak- lega i ættfræði, sem hún gaf sig mikið að, allt til efstu ára. Er Guðriður var 22 ára giftist hún Þorsteini Þorsteinssvni ,Mýrmann_ ættuðum úr Suðursveit, vel gefnum dugnaðar og atorkumanni. Stundaði hann verzlun og útgerö i Stöðvarfirði til þess er þau hjónin byggðu nýbýlið Öseyri fyrir botni fjarðarins árið 1915, þar sem þau svo bjuggu til ársins 1943, ófullkomin, sé aldrei þröngt, þar sem hjartarúm er mikið. Kæra vinkona. Um leið og ég kveð þig og þakka fyrir framúrskarandi gott nágrenni, er varöi um 60 ára skeiö, vil ég einnig flytja þakkir litla drengsins, er þú vékst góðu að i æsku hans. Einnig vil ég flytja kveðju og þakkir fjölskyldu minnar og systkina, er einnig eiga margs góðs að minnast. Það var alltaf bjart yfir lifi þinu. Þú kvaddir I heiðrikju og himinbláma, sem ég trúi, að hafi fylgt þér yfir landamærin. Jón Kristjánsson frá Kjörseyri. er hún missti mann sinn, 69 ára að aldri, en hann var niu árum eldri. Þau hjónin eignuðust 7 börn og eru tveir synirnir dánir, Björn er andaðist 23 ára gamall 1939, og Skúli náms- stjóri, dáinn 1973, elztur þeirra syst- kina, kvæntur önnu Sigurðardóttur, skólastjóra á Hvitárbakka. önnur börn þeirra eru Pálina, gift Guðmundi Björnssyni kennara á Akranesi, Frið- geir, bankaútibússtjóri á Stöðvarfirði, kvæntur Elsu Sveinsdóttur, Halldór, vélvirki I Kópavogi, kvæntur Ruth Guðmundsdóttur, Anna, gift séra Kristni Hóseassyni, Heydölum og Pét- ur, sýslumaður i Búðardal, kvæntur Björgu Rikarðsdóttur. Er þetta nú orðinn fjölmennur ættargarður, eftir þvi sem að ættliðum fjölgar, allt mannvænlegt fólk og vel af guði gefið. Eftir að Guðriður missti mann sinn, dvaldist hún lengstum hjá yngsta syni slnum Pétri og Björgu konu hans, er þá voru búsett i Mosfellssveit og átti þar hinu bezta atlæti að fagna, en fyrir tæpu ári fékk Guðriður samastað á Hrafnistu og dvaldi þar til er yfir lauk. Guöriöur var frið kona sýnum, hæglát I fasi og tiguleg I framgöngu, svo að eftirtekt vakti. Hún hafði yndi af að vera vel klædd i hinum tilkomumikla Islenzka búningi og ræða þannig við vini og vandamenn, svo og gesti er að garði bar. Munu margir minnast ánægjulegra samverustunda með þessari gáfuðu og fjölfróðu konu. Nú er langur og starfsamur ævidag- ur á enda runninn. Óþarfi er að benda á það, hversu mikið starf húsfreyjunn- ar var á barnmörgu sveitaheimili á fyrstu tugum þessarar aldar, svo litið sem þá var um hin svokölluðu þægindi, sem nútiminn fær aldrei nóg af. Vegna umfangsmikilla opinberra starfa og umsvifa húsbóndans, utan heimilisins, kom barnauppeldið mest I hlut hús- freyjunnar, eins og oft vill verða, en þaö þrekvirki hefur Guðriöur leyst með mikilli prýöi, svo sem hinn gjörvi- legi barnahópur, þeirra hjóna bezt vottar, er öll hafa komizt vel til manns, sem kallað er og verið sam- félaginu hinar styrkustu stoðir. Nú kveðjum við vinir og vandamenn góða og göfuga konu hinztu kveöju, en gcymum ihuga og hjarta ljúfar minn- ingar, allt frá fyrstu kynnum og þar á ber engan skugga. Guðmundur Björnsson. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.