Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 13
Ólafur ísleifur Eiríksson
f. 29. sept. 1916
d. 20. des. 1974
ÞaB var föstudaginn 20. desember
1974. Ég haföi skroppiö i næsta hús, en
aöeins staöið sutt við, er siminn
hringdi og spurt var eftir mér. Það var
konan min. Og orð hennar bergmála
enn i huga minum:
— Það féll snjóflóð á Neskaupstað, og
það er saknað fimmtán manna. Einn
þeirra er hann Öli bróðir.
Mig setti hljóðan. Við slikar harma-
fregnir verða töluð orð svo fánýt og
þykist þurfa að taka pennann I hönd,
er þrennt af allt öðru tagi: f fyrsta lagi
var Páll á þessari öld hælanna, þegar
svo auðvelt er að losa sig við sjúka og
gamla, aldrei sendur i umsjón ann-
arra, heldur fékk að lifa lifinu á æsku-
heimili sinu i skauti fjölskyldunnar. 12
ára gamall missti hann móður sina,
Valborgu Elisabetu Þorvaldsdóttur —
prests.i HVammi i Norðurárdal —
Stefánssonar prests i Stafholti — Þor-
valdssonar prests og sálmaskálds I
Holti undir Eyjafjöllum, en Maria
Jónsdóttir, sem seinna varð stjúpmóð-
ir hans, annaðist hann sem móðir hans
væri, og siðustu áratugina naut hann
ástrikrar umhyggju Annettu, mág-
konu sinnar.
1 öðru lagi þótti Páll mér merkilegur
vegna þess, að hann var i beinan karl-
legg kominn af landnámsmanninum
Ævari Ketilssyni. Hann var sonur
Sigurðar cand. phil. á Auðshaugi —
Pálssonar alþingismanns i Dæli —
Pálssonar alþingismanns I Árkvörn —
Sigurðssonar stúdents i Varmahlið
undir Eyjafjöllum — Jónssonar lög-
réttumanns á Fossi á Siðu Vigfússonar
og svo frv.
• Og i þriðja lagi er það Pálsnafnið,
sem er afarmerkilegt. A tímum
höfðingja hafði að visu margur Páll
veriðiættinni, en Pálsnafnið kom inn i
ættina á ný árið 1739 á einkennilegan
hátt, og hafa þvi fylgt svo einkennileg
örlög, að það þarf mér fróðari
manneskju til að útskýra þau:
Páll Sigurðsson á Auöshaugi bar
nafn Páls Sigurðssonar i Arkvörn,
langafa sins, en sá bar nafn sr. Páls
Sigurðssonar i Holti undir Eyjafjöll-
um, ömmubróður sins og uppeldisföð-
ur föður sins. Sá Páll var sonur sr.
Sigurðar Jónssonar i Holti, en hann og
sr. Jón Steingrimsson eldaprestur
voru bræðrasynir, og i sjálfsævisögu
sr. Jóns Steingrimssonar má lesa um
umferðarkarl þann margfróöan og
guðhræddan, Pál Skúlason að nafni,
sem gárungar reyndar gerðu
„skimpi” að,en var þokkasæll hjá öll-
um guðelskandi mönnum. Sr. Jón seg-
ir frá þeim mikla þætti, sem þessi
„karlskepna” átti við fæðingu hans, og
hann segir einnig frá þvi, að hann hafi
krafizt nafns sins af sr. Sigurði I Holti,
en meðan sá lét ekki heita eftir karlin-
um, dreymdi hann hann oft áður en
hann fór ,,að gera einhverja lukku”.
Lét sr. Sigurður þá heita eftir hon-
um, en um nánari aðstæður vitum við
ekkert. Við vitum þó, að sr. Páll dó á
miöjum aldri og að synir hans dóu
ungir, svo að engir niðjar eru eftir
hann. En fóstursonur hans, Sigurður i
Varmahlið, lét heita eftir honum, og
var sá maður Páll Sigurðsson i Ár-
kvörn. Páll þessi lét þrjá syni sina
heita Páll, en einn þeirra dó á þriðja
aldursári, annar steyptist i Bleiksár-
gljúfur, og upp komst aðeins sá Páll,
sem hann hafði eignazt áður en hann
kvæntist og vakið mikinn styr með I
sveitinni,Páll i Dæli! f hjónabandinu
eignaðist Páll i Árkvörn 10 börn, en 8
þeirra dóu i æsku, og aðeins ein dóttir
hans giftist og átti börn, en einnig hún
dó ung af slysförum! En eitt af börn-
um hennar var Páll Magnússon. Þegar
Páll I Arkvörn var búinn að missa öll
börn sin, arfleiddi hann bróðurson sinn
að eignum sinum, og þessi Sigurður
Tómasson I Arkvörn lét einnig heita
Páll. Það voru þvi þrátt fyrir allt þrir
Pálar, sem lifðu Pál i Arkvörn. En
nafnið mun vera útdautt með þeim öll-
um. Sonarsonur Páls i Dæli, Páll
Sigurðsson á Auðshaugi, er nýdáinn,
barnlaus. Dóttursonur Páls, Páll
skrifstofumaður i Kaupmannahöfn, dó
barnlaus. Enginn af afkomendum Páls
Magnússonar ber hans nafn, en Páll
Sigurðsson frá Árkvörn, sonur Sigurð-
ar Tómassonar þar, lifir nú einn eftir I
hárri elli i Reykjavik og hefur enga
niöja.
Læt ég hér staðar numið, en votta
ættingjum og aðstandendum Páls
Sigurðssonar á Auðshaugi samúð
mina og virðingu.
Friöa Sigurðsson
vanmáttug, en i einu vetfangi reikaði
hugurinn meira en tug ára aftur I
timann. Fyrstu kynni min af Óla
bróður rifjuðust upp. Ég var að koma
heim frá vinnu og konan min tók á
móti mér á skörinni. —Það er kominn
gestur, sagði hún, og það var auðheyrt
á raddhreimnum, að hún var ekki að
tilkynna neina hversdagslega gesta-
komu, enda bætti hún strax við: —Það
er hann Óli bróðir. En þau höfðu þá
ekki hitzt lengi, systkinin, enda vik
milli vina, þar sem annað var búsett I
Neskaupstað, en hitt i Kópavogi.
Ólafur heitinn var, þegar þetta var,
vélstjóri á einum af bátum þeirra
Norðfirðinga, og lögðu þeir upp afla
sinn á Suðurnesjum, svo að honum
gafst einstaka sinnum tækifæri til að
skreppa til Kópavogs og Reykjavikur
og heimsækja systur sinar og móður.
Ég man hvað mér gazt strax við
fyrstu kynni við Ólaf heitinn vel að hin
um hreina og drengilega svip, flas-
lausri og prúðmannlegri framkomu og
hlýrri glettni, sem maður sá móta
fyrir I augunum.
Seinna heimsóttum við hjónin ólaf
og konu hans i Neskaupstað og nutum
höfðinglegrar gestrisni þeirra, og þau
heimsóttu okkur i Kópavoginn.
Ariö 1964 varð Ólafur heitinn fyrir
alvarlegu slysi við vinnu. Lá hann þá i
sjúkrahúsi i Neskaupstað vikum
islendingaþættir
13