Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 16

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 16
Áttræður Sigurður Þorsteinsson fyrrverandi hafnargjaldkeri Siguröur Þorsteinsson varö áttræöur mánudaginn 20. janúar. Strax og maö- ur fer aö tala viö hann kemur i ljós, að hann er mörgum árum yngri andlega og likamlega séö en aldurinn segir til um. Og hvernig byrjar- nú dagur þessa áttræöa manns? Hann tekur daginn snemma. Klukkan 9 er hann búinn aö ganga snyrtilega frá öllu i húsinu viö Bergstaöastræti 77, og þá er stefnt á sundhöllina viö Barónsstig. Eftir sund og likamsæfingar er gengiö niöur Laugaveginn ofan i bæ til þess aö ná sér i blööin og blanda geöi viö menn. Fróöleiksþorsti Sigurðar er óslökkv- andi. Sjónvarpiö, útvarpiö og dagblöö- in eru honum ómissandi. Þess vegna eru mánudagar og fimmtudagar döpr- ustu dagar vikunnar. Þá daga, saknar hann Alþýðublaðsins, Morgunblaös- ins, Timans, Þjóöviljans og sjónvarps- ins. Áriö 1916 unnu þeir saman Siguröur Eggerz og Siguröur Þorsteinsson við sýslumannsembættið i Borgarnesi. Siöar fluttust báöir til Reykjavikur. Siguröur Þorsteinsson bjó hjá okkur um skeiö i ráöherrahúsinu. Bolludagurinn var á þeim tima mik- ill viðburður i lifi barna. Viö systkinin fórum alltaf fyrst með bolluvendi okk- ar tii þess að flengja Sigurð Þorsteins- son. Hann lét jafnan eins og hann væri steinhissa að sjá okkur. En honum hefur aldrei látiö aö leika, enda sást þaö á hinum höfðinglegu veitingum, sem hann bauð, að hann var vel undir komu okkar búinn. Sigurður Þor- steinsson hefur alltaf verið framúr- skarandi gestrisinn. Þaö er bókstaf- lega ekkert nógu gott handa gestum hans. Þetta átti ég eftir að sannreyna aftur mörgum árum seinna. Ariö 1920 varð Siguröur Þorsteins- son hafnargjaldkeri. Hann varö f^jþtt einn af vinsælustu starfsmönnum Reykjavikurborgar. Þórarinn sálugi Kíistjánsson móöurbróöir minn var þá hafnarstjóri. A milli hans og Sigurðar Þorsteinssonpr var náin samvinna, en báöir áttu það sameiginlega áhugamál aö vinna með lffi og sál aö velgengni Rey k j av Ik urh a fn ar. Þórarinn Kristjánsson sagði mér að Siguröur Þorsteinsson væri framúr- skarandi góöur starfsmaöur og svo samvinnuþýður að öllu starfsfólki hafnarinnar þótti vænt um hann. A fundi hafnarstjórnar Reykjavikur 12. júni 1943 geröi borgarstjóri tillögu um aö Siguröur yrði settur hafnar- stjóri, og gegndi hann þvi starfi til árs- loka 1943. Ariö 1926 kvæntist Sigurður Kristjönu Einarsdóttur, elskulegri konu. Þau Sigurður áttu mörg sam- eiginleg áhugamál. Gestrisni og höfð- ingsskapur var þeim i blóð borin. Ár- iö 1954 dó kona Sigurðar. Fleiri sorgir hefur hann einnig mátt reyna, sem ekki verða tiundaöar hér. 1 lifinu skiptast á skin og skúrir. Ariö 1968 kom ég heim til starfa eftir aö hafa búið erlendis I 23 ár. Þannig stóö á þegar ég var kallaður heim að ég varð aö skilja fjölskyldu mina eftir. Ég hafði ekki haft þá fyrirhyggju að festa mér húsnæði á tslandi. Siguröur Þorsteinsson bauð mér að búa hjá sér þangað til úr rættist. Bjó ég hjá honum i 3 ár aö Bergstaöastræti 77. Stundum vorum við báðir dálitið einmana. En Sigurður bauð mér að horfa á sjónvarpið hjá sér hvenær sem ég vildi. Smám saman lærðum við aö þekkja persónueinkenni hvors annars og viröa þau, þvi engir tveir menn eru eins. Ég gerði mér það að vana að koma strax eftir vinnu á mánudögum meö Visi undir hendinni, og banka upp á hjá Siguröi. „Hvaö er að frétta?” sagöi hann. Ég gaf honum stutt yfirlit yfir þaö helzta, sem Visir hafði að segja þenn- an mánudag, og rétti honum svo blað- iö. Ég vissi að hann hafði ekki tima til þess að lesa það strax. Ýmislegt i út- varpinu krafðist athygii hans fyrst. Hann varö aö geyma að þrautlesa Visi þangaö til um hægöist. Vildi þó fá að vita hvort einhver stórfrétt væri á ferðinni, sem krefðist þess að hann brygöi út af þessari venju. Laust fyrir sjónvarpsfréttir kom ég niöur og viö horföum á þær saman. Eftir aö sjónvarpsdagskránni var lok- iöhófust oft fjórugar samræður, þvi að þaö er ekki eöli Siguröar aö vera á sama máli og sá sem hann spjallar viö, auk þess gersamlega ófáanlegur til þess aö gefa nokkurn afsiátt af þeim skoðunum sem hann trúir á. Sigurður Lindal prófessor hafði nokkur truflandi áhrif á dagskrá Sig- uröar Þorsteinssonar. Þegar að nafni hans Lindal var með fréttaþætti sina frá Hæstarétti þá kom upp vandinn. Útvarpiö var i einu herbergi og sjón- varpiö i ööru, og Sigurður Þorsteins- son vildi af hvorugu missa. En Sigurð- ur kunni aö leysa þennan vanda. „Við skiptum með okkur verkum”, sagöi hann. „Ég hlusta á Lindal, en þú tekur þér varöstööu viö sjónvarpið”. Þegar að Sigurður Lindal hafði lokiö máli sinu, kom Sigurður Þorsteinsson inn I sjónvarpsherbergið þar sem ég sat á verði með blað og blýant. Siðan sátum viö þögulir saman og horföum á sjónvarpsdagskrána til enda. Þau kvöldin sem Lindal var i útvarpinu tók Siguröur fram flösku. Siðan hlýddi hann mér yfir hvað skeð hafði i sjón- varpinu i fjarveru hans, og gaf mér stutt yfirlit yfir fyrirlestur Lindals. Að þessu loknu hófust frjálsar umræður. Lifið er hart. Barátta frá vöggu til grafar. Þvi fyrr sem menn gera sér þaö ljóst þvi auðveldara verður aö taka áföllum þess. Lifsbaráttan meng- ar oft andrúmsloftið, en það er eins og aö opna glugga og hleypa inn fersku ó- menguðu fjallaiofti að kynnast manni eins og Sigurði Þorsteinssyni. Sigurður Þorsteinsson er hógvær og Frh. á bls. 15 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.