Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Blaðsíða 9
þeirrar framkvæmdar, og Anna Guömundsdóttir gaf dýrmæt kennslu- tæki til skólans þar. VII. „Sumarþrá sækir að huga minum”. A hinu snjóþunga vori 1916, sitjum viö Halldór Ásgrimsson út viö glugga i ainni kennslustofu gagnfræðaskólans á Akureyri, sem veit að Vaðlaheiði. Hlaðfenni er, sér ekki á dökkan dil, heiðin ávöl af fönn, Akureyrar- pollurinn greinist ekki. En það er heiðrikur morgunn. Glampandi mai- sólskinið leikur sér á snænum. Við Halldór tölum um fannfergið — tveir sveitapiltár, sem vita hvað vor- harðindi þýða fyrir fölkið sitt og fénaðinn heima. Halldór réttir mér miða og segir: „Taktu nú þessa stund i visu!” Ég naga blýantinn litla hrið, krota svo eftirfarandi bögu á blaðið og rétti hon- um: Allt er vengi vafið snjá, — vetrar köldum linum (ath) En sólin skin og sumarþrá sækir að huga minum. (Ath. linum = þ.e. dúkum eða voðum) Nú var hringt I kennslustund — og Halldór stakk miðanum i vasa sinn. Ég gleymdi visunni. En mörgum árum seinna kenndi Halldór mér hana og rifjaði upp tildrög hennar. Okkur fannst báöum hún geyma stundina frá 1916. Það gerir hún, af þvi hún er einlæg. En annað gerir mér hana lika hug- stæða og hugljúfa nú, þegar ég er að skrifa minningar um Halldór As- grfmsson. Sumarþráin hefir alla ævi veriöfylginautur hans. Hennar blær er yfir verkum hans. Mér er sem við sitjum enn við gluggann á Akureyrarskólanum og horfum hrærðir út i sólskinið ungum augum. VIII. „Minningin og systir hennar — Sorgin”. „Laufin falla, dökknar drauma- borgin. Disir minar safna bleikum rósum. Minningin og sý'Sitir hennar — Sorgin.” Þannig yrkir Gunnar Dal — og mælist viturlega. Mennirnir eru eins og lauf á greinum Hfsmeiösins. Okkur dökknar fyrir aug- úm, þegar vinir okkar deyja. Þaö dimmir i borg draumanna. islendingaþættir Elín Sig mundsdóttir Fædd 22. júll 1890. Dáin 31. janúar 1975 Ég hef verið eitthvað ónóg sjálfri mér, eins og stundum er sagt, viss um að ég fengi fréttir. Svo hringir siminn, og er ég látin vita að min kæra fóstur- systir, Elin Sigmundsdóttir, hafi verið að losna úr sinum jarðlifsböndum. Guöi sé lof, hún var svo þreytt, búin áð biða svo lengi. Elin var fædd að Irafelli, Lýtings- staðahreppi i Skagafirði. Nokkurra ára gömul fluttist hún að Vindheimum i Skagafirði, með foreldrum sinum, Moniku Sigurlaugu Indriðadóttur og Sigmundi Andréssyni. Minningarnar streyma fram, 8 ára barn kom ég til foreldra hennar, svo það var hún, sem breiddi ofan á mig og minnti mig á bænirnar minar, eftir aö ég varð að fara úr foreldrahúsum. Aldursmunur okkar var 8 ár, það er of Gömlum mönnum — eins og mér — finnst mikið til um lauffallið, — dauðs- föll vina okkar allt i kring um okkur, — starfsfélaganna, lifskoðana- bræðranna, þóftufélaganna á aldar- farinu. Þá safna tvær disir rósum, sem voru rauðar, er orðið hafa bleikar. Disirnar eru systur: Minningin og Sorgin. Og jafnvel gleðileg minning veröur sorglegri en dapurleg minning vegna hverfleikans og saknaðarins — þvi sorglegri sem meira er misst. IX. „Samt er gaman að hafa lifað”. Við Halldór Asgrimsson ræddum eitthvaö um þessi efni i næstsiðasta sinn, er við sáumst. Okkur kom mikið til þess að eiga samleið á þvi aldursskeiði. En seinna þegar ég óx upp, skildi ég hvfe vel hún vildi mér alla tið. Ung fór hún að heiman og stofnaði sitt eigið heimili með manni sinum, Eggert Jónssyni frá Nautabúi, sem var einn af glæsilegustu ungum mönn- um i sveitinni. Hann er einnig horfinn héðan fyrir allmörgum árum, en dæturnar, tengdasonur og barnabörn eru hérna megin við tjaldið. Það var ómetanleg hamingja fyrir hana að njóta umhyggju dætra sinna, Sólveig- ar og Sigurlaugar, tengdasonar og barnabarna þar til yfir lauk. Ég var tvo vetur á heimili hennar i Reykjavik, lærði þar margt sem kom mér vel, er ég stofnaði mitt eigið heimili, þvi reglusemi og umgengni öll var eins og bezt mátti verða. En eitt var það, sem snart mig mest, hve hún, aðflutt sveitabarnið, þekkti marga sem þörfnuðust hjálpar. Þá var ekki ellilifeyrir eða neinskonar aðstoö frá þvl opinbera, enda liðin meir en 50 ár siðan. Það var hvorki mælt eða vegiö sem hún lét af hendi rakna, og þar vissi vinstri hönd ekki hvað sú hægri gerði. Mér er sérstaklega minnisstæö gömul einstæðingskona, gleöin hennar og þakklætið eru mér ógleymanleg. Svona var Elin. I huga minum rúmast varla allt það þakklæti, sem ég vil senda fyrir alla hennar góðvild og vináttu við mig og börnin min, sem hún hefur náð til. Þetta eru aðeins örfá minningarbrot, sem ég sendi með ástarkveðju fyrir allt. Guð blessi hana og ástvini hennar alla. Steinunn Hjálmarsdóttir. saman um, að við vildum ekki hafa farið á mis við að njóta þess að lifa langa ævi. Við gripum til orða Arnar Arnarsonar, sem báðir kunnu — og allir eiga að kunna „Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag” — og skoða „gamlar myndir”. Höfundur tilverunnar er auk þess svo nærgætinn, að hann leyfir lifsþyrstum sálum að ala með sér bjarta trú og glaða von um fagnaðar- rikt framhaldslif handan við dapur- lega gröf og dimmleitan dauða. Nýjar myndir. Nýir skólar. Ný og heillandi viðfangsefni i eilifum heimi. Karl Kristjánsson. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.