Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Blaðsíða 10
MINNING
Bjami Fanndal Finnbogason
héraðsráðunautur Búðardal
Fæddur 27. febrúar 1918
Dáinn 11. janúar 1975.
Laugardaginn 18. jan. s.l. var gerö
frá Fossvogskapellu i Reykjavik útför
Bjarna F. Finnbogasonar. Samkvæmt
ósk fór kveðjuathöfnin fram i kyrrþey
að viðstöddum vinum og nánustu
ættingjum.
Þó nú sé nokkuð liðið siðan vinur
okkar Bjarni ráðunautur var kvaddur,
þá viljum við er þekktum hann bezt,
engu að siöur, fá leyfi til að minnast
hans meö nokkrum línum að leiðarlok-
um, þó fátæklegt verði.
tslendingum er tiðrætt um tiðarfar-
ið, sem er eitt aðal áhyggjuefni bónd
and hér og reyndar stéttarbræðra
hans um viða veröld eða þeirra er
löngum hafa leitazt við að yrkja frjóa
mold, beizla orku sólar við jarövegs-
efni þeirrar jaröar er forsjónin svo
kallaða hefur fengið okkur til varð-
veizlu og ávöxtunar þannig aö lifs-
brautin þokist sina mótuðu hringrás I
„aldanna skaut”.
Veðrátta siöasta skammdegis með
öllum sinum rysjum, dimmum stór-
hriðum, og óbætanlegum áföllum fá-
mennrar þjóðar, kemur upp i hugann,
þegar minnzt er horfins vinar, sem
unni og vann sitt lifsskeiö islenzkum
landbúnaði til handa.
En náttúruhamfarirnar eru
margslungnar og margbrotnar, ekki
minnst hér á norðlægari slóöum hins
byggða hluta þessa heims, er við köll-
um jörð mannkynsins.
Það má segja að „veðurguðirnir” séu
hið óútrciknanlega náttúrulögmál, og
svo mun verða um aldir fram enn,
þrátt fyrir „rafeindafræði”, og svo til
ótakmarkaða tækni nútimans og kom-
andi tima.
Hver er þá skýringin, að ég gerist
5vo fjöloröur, einmitt nú um hiö
erfiða tiðarfar fyrir, um og eftir ára-
mótin 1974 til 1975? Jú, — mér finnst
slæmt tiðarfar minna átakanlega mik-
iö á erfitt heilsufar. 1 báðum tilfellum
fer margt saman, að minnsta kosti
sálrænt séð, margt sem á sinn þátt i að
móta einstaklinginn og heimilisanda
hans og hans nánustu.
Bjartsýnin, orkan, athafnir i hinu
daglega lifi fjölskyldunnar fá ekki not-
10
ið sin sem skyldi ef heilsufarsleg
„ótiö” er það mikil að geislar vonar og
bjartsýni ná ekki valdi á sál og likama
okkar. Þetta er engin kenning. Þetta
er hið óskráða lögmál hjá hverri kyn-
slóð.
Bjarni F. Finnbogason, fór ekki var-
hluta af „ótið” — heilsunnar, en hann
var hógvær I orði og æði svo við vitum
ógjörla hvað strið hans var langdreg-
ið. Við vitum þó að strax i ársbyrjun
1971 syrti alvarlega i álinn, þó hægt
virtist i fyrstu og bjartar vonir fjöl-
skyldu og vina voru þær að hér væri
aöeins timabundiö él á ferð.
Reyndin varð þó önnur og alvarlegri
þvi fyrsta sjúkrahúsrannsóknin á
heilsufari Bjarna að þessu sinni fór
einmittfram hér I Reykjavik rúmum 3
vikum eftir útför elzta sonar hans,
Birgis Fanndals, sem gerð var frá
Akureyri 6. jan. 1971, eftir að hann
haföi látizt I bifreiðaslysi 29. des. 1970.
Birgir heitinn var mikill harmdauði
alira er til hans þekktu, enda efnispilt-
ur, sem lokið hafði framhaldanámi i
mjólkurfræði og var nýtekinn við
starfi sem slikur i fæðingarbæ sinum,
Akureyri. Hann lét eftir sig unnustu.
Bjarni F. Finnbogason giftist á
Akureyri, eftirlifandi konu sinni,
Sigurlaugu Indriðadóttur, þann 10.
janúar 1947, en þar var heimili hans
lengst af eftir að hann kom frá fram-
haldsnámi i búfræði frá Noregi árið
1940 og þar til hann gerðist ráðunautur
Búnaðarsambands Dalamanna árið
1957.
Börn þeirra hjóna eru fjögur er upp
komust sem fyrr greinir, Birgir, fædd-
ur 10. nóv. 1948, Bergljót f. 27. des. 1950
gift Jónasi Samúelssyni, bústjóra á
Tilraunastöðinni að Reykhólum i
Barðastrandarsýslu. Þá Bryndis,
húsmæðrakennari, fædd 27. des. 1953,
heitbundin Agústi Jónssyni, rafvirkja
frá Stykkishólmi. Og yngstur er
Bjarni, fæddur 10. ágúst 1955. Hann er
nú að ljúka rafvirkjanámi og dvelur
ásamt Bryndísi hjá móður sinni á
heimili þeirra að Hátúni 8 i Reykjavik.
Foreldrar Bjarna eru bæði á lifi og
hafa.verið búsett á Akureyri nær 40 ár,
en þau eru Finnbogi Bjarnason og
kona hans Sigrún Eiriksdóttir, og
dvöldu þau i Skagafirði fyrstu
búskaparárin eða meira en 15 ár, enda
þar fædd og uppalin. Fjóra syni eign-
uðust þau hjón og var Bjarni þeirra
elztur. Þá Valgarð er lézt um tvitugs-
aldur. Þriðji sonurinn er Eirikur
Hreinn forstöðumaður Borgarbóka-
safns Reykjavíkur. Og yngstur er
Stefán Yngvi, tannlæknir i Reykjavik.
Þá ólu þau hjón upp eina fósturdóttur,
Margréti Kristjánsdóttur, sem býr
ásamt fjölskyldu sinni hér i borg. Börn
og tengdabörn Bjarna og Sigurlaugar
eru efnisfólk, námfús og starfsöm. En
barnalánið hefur löngum verið taliö
styrkasta stoðin i framvindu kynslóöa-
skiptanna, ekki sizt á erfiöum stund-
um og i langvarandi heilsufarserfið-
leikum, eins og hér var raunin á hin
síðustu ár.
Þá hefur hógvært og vinnusamt
æskufólk gefið heimili sinu ómetanleg-
an stuðning með styrkleika húsmóöur-
innar sem þeir einir vita er bezt til
þekkja, hve rikur er i fari hennar og
framkomu, þegar á reynir.
Mér er kunnugt um að fyrrv.
húsbóndi Bjarna og skólafélagi okkar
íslendingaþættir