Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Blaðsíða 12
Guðmundur Hannesson
koma hugsun sinni i þann búning að
eftir var tekið, hvort heldur var i ræðu
eða riti. Hann hafði einnig öðlazt
dýrmæta reynslu i félagsmálum og
framkvæmdum i blómlegu land-
búnaðarhéraði. Bjarni ávann sér fljótt
traust samstarfsmanna sinna og tókst
með honum og Dalamönnum sam-
vinna góð. Ráðunautsstarfið tók mest-
an tima hans, en ýmis önnur störf
hvildu á honum, þvi starfsmaður var
hann góður og félagslyndur. Hann var
lengst af framkvæmdastjóri tveggja
ræktunarsambanda sýslunnar, i stjórn
nautakynbótastöðvar fyrir Vestur-
land, i stjórn hestamannafélagsins
Glaðs og i stjórn Fóðuriðjunnar h/f.
Hann var um skeið i skólanefnd fyrir
Búðardalsskólahérað og i fram-
kvæmdastjórn félagsheimilisins Dala-
búð. Margt annað var honum falið að
gera um lengri eða skemmri tima.
Auk þess ritaði hann margar greinar
um málefni landbúnaðarins.
Bjarni fór nokkrum sinnum utan i
námsferðir til Noröurlanda og Bret-
lands. Hann kynnti sér m.a. tækni og
búvisindi, dreifðar tilraunir i Noregi
og tækni og fyrirkomulag á gras-
þurrkunarstöðvum i Noregi og Dan-
mörku. Bjarni var jafnan ferskur i
starfi og fylgdist vel með þvi sem
gerðist innanlands og utan á svi'ði'
landbúnaðar.
Það eru senn fjórir tugir ára siðan
ég sá Bjarna fyrst að Hólum I Hjalta-
dal. Oft hafa leiðir legið saman siðan
og eitt ár vorum við i sama skóla i
Noregi. Það féll i minn hlut að taka
þátt i þvi að ráða Bjarna til Búnaðar-
sambands Dalamanna, i ársbyrjun
1957. Siðan hafa leiöir okkar legið að
mestu saman, og samstarfið verið ná-
ið og gott.
Það er margs að minnast, þegar
hugurinn hvarflar til liðinna ára. Efst
er mér i huga á þessari stundu þakk-
læti fyrir dyggð og mikilhæf störf og
undir það veit ég, að allir þeir, sem
hlut eiga að máli, munu taka.
Kona Bjarna var Sigurlaug Indriða-
dóttir frá Botni, Hrafnagilshreppi i
Eyjafirði. Þau eignuðust 5 börn. Elzta
barniðdó skömmu eftir fæðingu. Fjög-
ur myndarleg og mannvænleg börn
komust upp. Birgir var elztur þeirra.
Hann var lærður mjólkurfræðingur og
nýlega tekinn við starfi hjá Mjólkur-
samlagi KEA, er hann lézt i bilslysi 29.
des. 1970. Hann var mikill efnismaður
og hugljúfi allra, er hann þekktu,
Bergljót gift Jónasi Samúelssyni ráðs-
manni við tilraunastöðina að Reykhól-
um, Bryndis nemandi i Húsmæðra-
kennaraskóla Islands, unnusti hennar,
er Agúst Jónsson rafvirkjanemi,
Náttúruöflin hafa verið okkur Is-
lendingum óblið og miskunnarlaus að
andanförnu, eins og svo oft áður og
minnt okkur rækilega á, með margvis-
legum hætti, hve búseta i þessu landi
2r oft á tiðum erfið og áhættusöm.
Enda þótt tækniþróunin hafi létt okk-
ar, sem nú búum i landinu, byrðarnar
i ýmsa lund frá þvi sem forfeður okk-
ar áttu við að búa heldur barátta okkar
við náttúruöflin áfram á margvislegan
hátt, barátta sem meðal annars er háð
til þess að gera okkur lifið sem bæri-
legast i þessu hrjóstruga og veðra-
sama landi.
Með tilkomu hinnar miklu tækniþró-
unar undanfarna áratugi hér á landi
hafa skipast mörg ný og erfið verkefni
til úrlausnar i glimunni við óbliða
náttúru á sjó og landi.
Raforkan telst nú orðið til brýnustu
þarfa landsmanna og telur sig helst
enginn geta án hennar verið stundinni
lengur. Mikil verkefni hafa þvi skap-
azt á þessum vettvangi á undangengn-
um áratugum i byggingu orkuvera,
byggingu háspennulina og dreifikerfa
um allt land ásamt viðgerðum og við-
haldi þessara mannvirkja, oft viö hin
erfiðustu skilyrði í vondum veðrum og
illri færð. Margur maðurinn hefur
belgað sig þessum störfum alla sina
starfsævi og er einn þeirra Guðmund-
ur E. Hannesson, yfirverkstjóri linu-
byggingardeildar hjá Rafmagnsveit-
um rikisins er lézt i hinu hörmulega
þyrluslysi þann 17. þ.m. i Hvalfiröi.
Guðmundur byrjaði ungur að árum
hjá Rafmagnsveitum rikisins, aðeins
15 ára gamall, árið 1948 og starfaöi hjá
Stykkishólmi,og Bjarni rafvirkjanemi
i Reykjavik.
Bjarni var heimilisrækinn og heimili
hans var mjög myndarlegt, snyrtilegt
og öllu haganlega fyrir komið. Hann
átti ágæta konu og efnileg börn. Fjöl-
skyldan var samhent og þar rikti jafn-
an glaðværð og gestrisni/.
Fyrir fjórum árum veiktist Bjarni
alvarlega, en hafði þá um nokkurn
tima eigi gengið heiil til skógar. Allt
var gert, sem verða mátti til þess að
hann fengi heilsuna og liði sem bezt.
Hann var um tima á sjúkrahúsi I
Kaupmannahöfn, en eftir að heim kom
dvaldi hann á sjúkrahúsum I Reykja-
vik, en lengst af var hann á Reykja-
þeim til dauðadags við hin margþætt-
ustu störf að raflinulögnum um land
allt. Starfsferil Guðmundar við þessi
störf ætla ég ekki að rekja hér. Það
verður gert af öðrum.
Ég átti því láni og þeirri ánægju að
fagna að hafa meiri og minni sam-
skipti við Guðmund vegna starfa okk-
ar hjá fyrirtækinu i nær öll þessi ár.
Guömundur tókst hér á við æöi stór-
brotið og erfitt verkefni, að vinna að
lagningu þúsunda kilómetra af há-
spennulinum viðsvegar um þetta
erfiöa land. En hér var ávallt gengið
hiklaust til verks og beitt þeirri miklu
þekkingu á landi og veðrum sem Guö-
mundur átti yfir að ráða og þroskaðist
sifellt með árunum og aukinni starfs-
reynslu, ásamt kunnáttu sem numin
var af bókum, mönnum, kynnisferð-
um, námskeiöum og hverju þvi öðru
sem aö gagni mætti koma við það
verkefni sem hann hafði helgað ævi-
starf sitt. Hann hafði lika náð ótrúlega
góðum tökum á hinum flóknustu þátt-
um þessa verkefnis, enda þótt aldrei
gæfist timi til langskólagöngu á ævi-
skeiðinu.
Guðmundur var hamhleypa til
verka og ósérhlifinn og mátti einu
gildahvort verkið var: lfkamleg vinna
viö línubygginguna, verkstjórn viða-
mikilla verka, val á linuleiðum, mæl-
ingar úti i náttúrunni, hvers konar
hönnunar- og skrifstofustörf við þessi
verkefni eöa skyndiferðir um fjöll og
aðrar óbyggöir á hvers konar farar-
tækjum sem á þurfti að halda I það og
það skiptið til könnunar á snjóalögum
lundi og þess á milli á heimili sinu, er
heilsan leyfði. Siðustu árin voru
Bjarna þungbær. Það er erfitt að gera
sér I hugarlund þá breytingu, sem það
hefur I för með sér fyrir mann á ágæt-
um starfsaldri að hverfa frá umfangs-
miklum störfum og verða þjáður og
vonlitill um bata. Þaö vita þeir bezt
sem reyna. Veikindi Bjarna voru lika
erfiö fyrir hans nánustu og þá ekki sizt
konu hans, sem studdi hann þessi
erfiðu ár með einstökum dugnaði og
manndómi.
Um leið og ég kveð góðan dreng og
vin, þá votta ég eiginkonu, börnum,
foreldrum og öðrum ættingjum og vin-
um innilega samúð.
Asgeir Bjarnason.
12
íslendingaþættir