Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Síða 7
fræBaskólanum á Akureyri 1914 og lauk þaBan prófi 1916. Kenndi i heima- sveit sinni börnum og unglingum næstu vetur. Var viB nám i Samvinnu- skólanum i Reykjavik veturinn 1920- 1921. GerBist á árinu 1921 starfsmaBur hjá Kaupfélagi BorgarfjarBar eystra. Var kaupfelagsstjóri þess 1922-40 og rak jafnframt bóksölu fyrir eigin reikning. Btlskap rak hann einnig á föburleifB sinni Grund 1923-32. RéBst sem kaupfélagsstjóri til Kaupfélags VopnfirBinga 1940 og var forstjóri þess til 1959 og jafnframt forstjóri Kaupfél. BorgarfjarBar 1940-1942. ÁriB 1960 fluttist hann bdferlum frá VopnafirBi aB EgilsstöBum og var skipaBur for- stjóri UtibUs frá BUnaBarbanka Is- lands, sem þá var stofnaB þar undir handleiBslu hans. MótaBi hann þaB fyrirtæki og stýröi þvi til 1966, aB hann hætti, i samræmi viB reglur um há marksstarfsaldur starfsmanna hins opinbera. Halldór Asgrimsson var kjörinn af almenningi til margs konar trUnaöar- starfa. Hér skal eftirfarandi nefnt: Hann var sýslunefndarmaöur i Noröur-MUlasýslu fyrir Borgar- fjaröarhrepp 1923-1940 og Vopna- fjarBarhepps 1942-1959. Hann var i hreppsnefnd BorgarfjarBarhrepps 1928-40 og i hreppsnefnd Vopna- fjarBarhrepps 1942-46. 1 skólanefnd i BorgarfirBi 1922-40. FormaBur skóla- nefndar Vopnafjaröarhrepps 1950-59. Hann átti sæti á Alþingi 1946-67, sat á 23 þingum alls. Þessi starfaskrá Halldórs Asgrims- sonar hér aö framan er mjög stuttorB, en spennir samt yfir feikna miklar víBáttur félagsmála. Væru þau viBerni kortlögB — eöa sU kortgerö fram- kvæmanleg — mundi sjást, aö þau eru æriB mishæöótt og torfærumörg — og býsna fárra meöfæri aö annast þau. Eftir aö viöH.A. skildum á Akureyri 1916 skrifuBust viö nokkrum sinnum á. Bréfin frá honum voru ágæt, skilmerkileg og fréttarik, meö gaman- sömu ivafi. En bréfaskriftirnar féllu niöur fljótlega af beggja hálfu. Báöir áttu annrikt viö skyldupár. Aftur á móti bar fundum einstaka sinnum saman, af þvi viöfangsefni beggja voru allskyld. ViB hittumst á fundum Sambands isl. samvinnufélaga nokkrum sinnum og einhvern tima á landsþingi sveitar- félaga. Hann leit inn til min á Húsavik, ef leiB hans lá þar um. Og alltaf fundum viö okkur til ánægju, aB viB vorum aö lifsskoöun á íslendingaþættir svipaöri bylgjulengd og áttum þvi hægt meö aö blanda geöi. Þegar hann sendi sonu sina i Lauga- skóla i S-.Þing. sem var langt aö heiman, —sagöi hann þeim eitthvaö á þáleiö: ,,aö þeir mættu treysta þvi, aö Karl á Húsavik mundi veröa þeim innan handar, ef þeim lægi á.” — Mér þótti vænt um áö heyra þetta hjá þeim eftir honum. Byrjaöi gjarnan á aB segja þeim sögur frá samveru okkar föBur þeirra i Akureyrarskóla og sýna þeim „gömlu myndina”. Já, já, — sögurnar höföu þeir heyrt áöur, og „gamla myndin” var þeim kunnust mynda. Loks hittumst viö Halldór Asgrims- son á Alþingi 1949. Hann hafBi oröiö þrem árum fyrr á feröinni en ég þangaö. Viö áttum þar sæti saman til 1967. Unnum 10 fyrstu árin saman i fjárveitinganefnd. IV. Meira um manninn. Halldór Ásgrimsson var sterk- greindur maBur. Hann var hamhleypa til verka — ákaflega fylginn sér viö hvaB sem hann fékkst. Hann var hraustlega og kraftalega byggöur, en veiktist á unglingárum af brjóst- himnubólgu og liöagikt. Gengu þau veikindi mjög nærri lifi hans, og þótt hann sigraöi þau, unnu þau á heilsu hans varanleg spjöll, sem geröu hon- um glimuna viö Elli erfiöari en annars hefBi aö likindum oröiö. Þaö tók i gömlu meinin og dauöastríöiö varö all- langvinnt og strangt. Halldór var aö eölisfari fjárafla- maöur og einnig ágætur gæzlumaöur fjármuna. Hann var ekki nurlari, heldur vildi hann afla — bæöi fyrir sig og aöra — fjár með arðbærum umbót- um og framförum. Nutu þau fyrirtæki, er hann fór með umboð fyrir, þessara mannkosta hans. Þess vega er slóö hans „gróandi þjóðlif”. Þar eru sjávarafurðaverksmiðjur, útgerö, búnaöarsamtök, byggingafram - kvæmdir, ræktuö landsvæöi eftir stór- virk tæki, búnaöarbanki o.s.frv. Halldór var vel ritfær, skýrslu- gerðarmaöur ágætur og reiknings- glöggur. Einnig minnist ég fallegra minningargreina, er hann reit, t.d. minningargreinar, sem hann skrifaði um Jón i Möðrudal fyrir fám árum. Ræöustill hans var sterklegur og ýtarlegur. En fyrir kom, að mér fannst hann óþarflega þunghöggur i ræöu. Þaö hefir hver sitt sláttulag. Harðfylgnin sagöi til sin. Halldór var mikill bókamaöur. Hann var bæöi bóklestursmaður og bóka safnari. Sóttist eftir fágætum, fornum bókum og kom sér upp heildum, t.d. timarita. Hann kostaði miklu til bands á bókum sinum og spjaldskráði safniö sjálfur. Var vinna hans viö safnið mikiö eljuverk. En honum mun eins og Jóni prófessor Helgasyni hafa fundizt „fýsnin til fróðleiks” „úr dustinu andanum lypta.” Ég fékk stundum lánaðar fágætar bækur úr þessu safni eöa ég fékk að fletta upp i þvi. Hafði ég gaman af þvi, hve Halldór var fljótur að finna umbeöna bók, og meö hve mikilli nær- gætni, eöa nærri þvi aö segja ástúö, hann handlék bækurnar. Seinustu misserin, sem hann lifði, gat hann engin not bókanna haft, önnur en aö strýkja þær sér til ánægju. Var hann þá allþunglyndur og likam- lega og andlega þjáður. Allt eftirlæti Hfsins virtist þá hafa verið frá honum tekiö, nema umhyggja ástvina, — en hún var frábær. V. Fjölskylda Halldórs Ásgrfmssonar. Arið 1922, 11. júni, kvæntist Halldór Asgrimsson eftirlifandi konu sinni, Onnu Guönýju Guðmundsdóttur, f. 7. des. 1895, að Litluvik, Borgarfjaröar- hreppi, N ,-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Guðmundur bóndi þar, Jónsson bónda þar Sveinsonar — og kona hans Þórhalla Steinsdóttir bónda f Njarövik Sigurössonar. Anna haföi lokiö kennaraprófi 1916 og stundað framhaldsnám i Danmörku 1921. Hún var kennari af lifi og sál. Haföi aö þvi er kunnugir segja hreint og beint kennaraköllun. Börn og unglingar voru henni eftirlát og auösveip, enda hefir hún vafalaust umgengist nemendur sina sem góö móöir. Móöureðli hennar er svo sterkt. Hún stundaöi lengst af kennslu auk húsmóöurstarfanna fram til 1958. Auk þess haföi hún á hendi stjórnun i stúkumálum og slysavarnarmálum i heimahéraöi og beitti þar uppeldis- áhrifum sinum. Börn önnu og Haildórs eru: 1. Arni Björgvin.f. 17. okt. 1922, lög- fræöingur á Egilsstöðum. Kvæntur Kristinu Gissurardóttur, eiga 6 börn. 2. Asgrimur Helgi, f. 7. febr. 1925, kaupfélagsstj. Hornafiröi. Kvæntur Guörúnu Ingólfsdóttur, eiga 5 börn. 3. Ingi Björn.f. 7. des. 1929, starfsm. hjá Sjávarafurðadeild SIS. Kvæntur Valborgu Arnadóttur, eiga 3 börn. 4. Guömundur Þórir, f. 10. ágúst 1932, verkstjóri hjá Sjávarafuröadeild SIS. Kvæntur Aagot Arnadóttur, eiga 5 börn. 5. Halldór Karl, f. 5. jan. 1937, kaupfélagssstj. Vopnafiröi. Kvæntur 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.