Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 10. mai 1975 —16. tbl. 8. árg. Nr. 207. TÍMANS Bryjólfur Jóhannesson leikari Nýlega var kvaddur hinstu kveöju Brynjólfur Jóhannesson leikari, aldursforseti i islenskri leikarastétt. Óhætt mun að fullyrða að fáir íslenskir listamenn hafi öðlast jafn miklar vin- sældir i lifanda lifi hjá þjóð sinni og Brynjólfur Jóhannesson. Vart mun til þaö mannsbarn á þessu landi, sem komið er til vits og ára, er þekkir ekki nafn hans. Svo margar ánægjustundir hafa landsmenn átt meö þessum ást- sæla listamanni i þá rösklega hálfu öld, sem hann stóð á „fjölunum” og kom fram i útvarpi og sjónvarpi. Það var aðeins til einn Brynjólfur og öll þjóðin átti hann, enda var hann elskaður og dáður af öllum sem honum kynntust. Brynjólfur var fæddur i Reykjavik' þann 3. ágúst árið 1896 og var þvi á 79 aldursári þegar hann lést þann 8. aprll s.l. eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Ung- ur að árum gekk hann leiklistinni á hönd, þvi að hann lék sitt fyrsta hlut- verk á Isafirði i marsmánuði árið 1915 og var þá aðeins 19 ára að aldri. Brynjólfur hefur þvi staðið á „fjölun- um” I rösk 60 ár. Fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélagi Reykjavikur lék hann þann 24. október árið 1924 og átti hann þvi 50 ára leikafmæli þar á liðnu ári. Leikferill Brynjólfs er nátengdur sögu Leikfélags Reykjavikur og starf- semi þess. Þar vann hann fyrst og fremst sitt ævistarf sem listamaður, enda munu hlutverk hans þar nú vera orðin nær 180 að tölu. Hann var for- maður L.R. um margra ára skeið og auk þess marg sinnis ritari og varaf'or- maöur félagsins. Samt er það sem hér hefur verið talið aðeins einn hlutinn af löngum og margþættum leiklistarferii Brynjólfs. Fjölmörg hlutverk lék hann 5 útvarpinu á s.l. 45 árum og ennfrem- ur I sjónvarpi hin siðari ár. 1 þjóðleik- húsinu lék hann einnig m.a. það minnisverða hlutverk Jón Hreggviðs- son i íslandsklukkunni við opnun Þjóð- leikhússins, auk þess Jón bónda I „Gullna hliðinu”, svo eitthvað sé nefnt. Enn er ótalinn einn þáttur i leik- listarstarfi Brynjólfs, en það er skemmtistarfsemi á félaga- og flokka skemmtunum. í rösklega 30 ár kom hann fram sem skemmtikraftur á skemmtunum bæði sem gamanvisna- söngvari og flytjandi gamanmála. Vart mun finnast það samkomuhús á þessu landi, að Brynjólfur hafi ekki skemmt þar. Vinsældir hans á þessu sviði voru næstum ótrúlegar. Brynjólfur var alla ævi mjög virkur þátttakandi i félagsmálum fyrir stétt sina. Hann var einn af stofnendum Félags islenskra leikara árið 1941 og i fyrstu stjórn þess. Formaður FIL var hann um margra ára skeið og varafor- maður siðustu átta árin. Jafnan var hann boðinn og búinn að vinna fyrir félaga sfna og standa islenskir leikar- ar I mikilli þakkarskuld við Brynjólf fyrir árvekni hans og dugnað I félags- málum stéttarinnar. 011 verk sin vannhann af stakri nákvæmni og mik- illi samviskusemi. Ennfremur skal þess getið að Brynjólfur var forseti Bandalags Is- lenskra listamanna um tveggja ára skeið. Allt fram á siðustu ár var það hlut- skipti islenskra leikara að vinna hörð- um höndum óskyld störf leiklistinni fyrir sinum naúðþurftum. Leiklistin var á þeim árum tómstundaiðja nokk- urra dugandi áhugamanna, sem unnu langan vinnudag áður en æfingar hóf- ust á kvöldin og nóttinni. Brynjólfur var bankamaður og lét þar ekki af störfum fyrr en hann varð sjötugur aö aldri. Langur hefur vinnudagur hans oft verið, en aldrei bar á þvi þegar hann var kominn á „fjalirnar”. Leik- húsið var hans heimur og þar vildi hann vera. Þess gerist ekki þörf að telja upp þau fjölmörgu hlutverk sem Brynjólf- ur hefur túlkað á frábæran hátt á leik- sviði og við hljóðnemann. öllum landsmönnum, sem komnir eru til nokkurs þroska, er kunnugt um það. Ekki mun ofmælt að hann sé talinn meðal fremstu listamanna, sem þessi þjóð hefur eignast. Sá sem þetta ritar átti þvi láni aö fagna að starfa með Brynjólfi að félagsmálum I s.l. 15 ár. Kynni okkar urðu brátt mjög náin og af fáum mönnum hef ég lært meira I þeim efn- um á lifsleiðinni. Það var hlutverk mitt um all langt skeið að sýsla við blöð og bækur i bókasafni Þjóðleik- hússins, sem er staðsett á annarri hæð leikhússins. Vart leið sá dagur að Brynjólfur kæmi ekki þangað aö lokn- um æfingum I Iðnó og ræddi viö mig

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.