Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Side 5
og sem fyrirmynd frændgarðsins að
reglusemi og dugnaði.
Hann komst i allgóð efni, enda vann
hann ósleitilega langan vinnudag.
Hann fór vel með efni sín, en var stór-
tækur iútlátum, þegar honum þótti við
þurfa. Sannaðist það í stuðningi hans
við margt skyldmenna sinna og i fjár-
framlögum til safnahúss Þingeyinga,
sem hann gaf fyrst kr. 300.000.00 og
siöan húseignina Hverfisgötu 40 i
Reykjavik. Það er göfugur vottur um
átthagatryggð hans, enda unni hann
ættbyggð sinni af alhug.
Góð greind, reglusemi og framfara-
þrá einkennir ætt hans, auk listrænna
hæfileika, sem viðá hafa komið fram i
mikilli fjölbreytni hjá eldri og yngri
ættlegg jum.
Jón Viðis var ljúfur maður I við-
kynningu, skapprúður og góður heim
að sækja, léttur i máli og ákveðinn i
skoðunum og flutti mál sitt af rökfestu.
Gott þótti honum á seinni árum að
rifja upp kynni sin af landi og fólki og
var þá jafnan fullur áhuga um frekari
kynni. Á ferðum sinum um landið
hafði jann jafnan myndavél með sér
og safnaði þannig miklum fjölda
mynda, viðsvegar að af landinu. Á sið-
ustu árum safnaði hann litglærum og
sýndi þær oft gestum sinum og fræddi
þá jafnframt frekar um staðhætti og
umhverfi.
Ég kynntist Jóni fyrst fyrir 63 árum,
er ég var 8 ára en hann 18. Hann kom
þá i heimsókn til móöurfrænda sinna
austur á Fljótsdalshérað. Þá safnaði
hann i kringum sig smáfólkinu og fór
meö það út um tún, holt og móa, til að
kenna því nöfn á blómum og vekja á-
huga á fegurð og fjölbreytni jurtanna.
Síðar naut ég þeirrar ánægju að
starfa með honum sumrin 1925—1927
aö mælingum i Hafnarfirði, Seyðis-
firði, Neskaupstað og Siglufirði og
kynntist ég þá vel áhuga hans og ná-
kvæmni i starfi og fræddist jafnframt
af honum um margvisleg efni, auk
ánægjunnar af ferðalögum, sem við
fórum i um helgar.
A háskólaárum minum naut ég þess
að búa i húsi Jóns á heimili foreldra
hans, og siðan var hann mér jafnan
sem bezti bróðir, hjálpsamur og ráð-
hollur i hvivetna.
Eftir að hann fór að vinna að vega-
málum á Vestfjörðum nutum við hjón-
in heimsókna hans á hverju sumri og
þá ferðaðist ég oft með honum, er hann
valdi vegstæði i Barðastrandarsýslu.
Eftir að hann hætti störfum hjá vega-
gerð rikisins, dvaldist hann hjá okkur
nokkrar vikur á hverju sumri hér
nyrðra og naut þess að ferðast um ætt-
byggð sina og hafa samneyti við ætt-
menn sina og samsýslunga.
Heimili hans i Reykjavik var alltaf
islendingaþættir
Guðbjörg Guðmundsdóttir
hárgreiðslukona
Fædd 2. mai 1927.
Dáin 13. aprfl 1975.
Guðbjörg, eða Gugga eins og hún
var alltaf kölluð af ættingjum og vin-
um, var dóttir hjónanna Agústu Guð-
jónsdóttur og Guðmundar Guðmunds-
sonar prentara, sem starfaði í Rikis-
prentsmiðjunni Gutenberg i meira en
hálfa öld. Hún var elst þriggja barna
þeirra hjóna.
Ung að árum hóf Gugga hár-
greiðslunám hér í borg, og varð brátt
mjög eftirsótt sem slik vegna vand-
virkni sinnar og smekkvisi. Skömmu
eftir að hún lauk námi fór hún til
Kaupmannahafnar til frekara náms i
iðn sinni. Þar kynntist hún þeim
manni, sem siðar átti eftir að verða
eiginmaður hennar og lifsförunautur.
Þvi er ekki að leyna að það vakti
nokkra eftirvæntingu ættingja og vina,
okkar annað heimili, er við komum
þangað.
Jón VIÖis kvæntist ekki. Heimili
hans var hjá foreldrum hans meðan
þau lifðu, en forsjá þess heimilis hvildi
á hans herðum, er aldur færðist yfir
foreldra hans. Faðir hans andaðist ár-
ið 1940, áttræður að aldri, en móðir
hans veitti heimilinu áfram forstöðu,
unz hún lézt 1957, 90 ára. Þá fluttist
Maria systir hans til hans og veitti
heimilinu forstöðu eftir það.
Arið 1922 keypti Jón húseignina nr.
40 viö Hverfisgötu i Reykjavik. Þar bjó
fjölskyldan siðan fram undir 1940, er
hún flutti að Eiriksgötu 4. Þar bjó hún
siðan.
Jón átti hlýlegt og aðlaðandi heimili,
prýtt málverkum og blómum. Hann
var áhugasamur um ræktun og undi
sér vel viðaðhlúa að gróðri i garði sin-
um. Allur ættleggurinn var jafnan vel-
kominn á heimili hans, enda var hann
sannur ættarhöfðingi, sem yngra fólk-
ið elskaði og virti.
Hiö sviplega fráfall hans kom sem
reiöarslag yfir alla hans nánustu
vandamenn. Hans er sárt saknað, en
jafnframt eru ættmennin forsjóninni
þakklát fyrir að hafa notið samfylgdar
hans til svo hárrar elli.
Húsavik, á páskum 1975
Jóhann Skaptason.
þegar fréttist að hún Gugga væri heit-
bundin ungum Dana, Harry Sönder-
skov, frá Kastrup, einni útborg Kaup-
mannahafnar. Komu þau siðan út
hingað og gengu i heilagt hjónaband.
Fór það ekki framhjá neinum að nú
sem áður hafði Gugga ekki flanaö að
neinu. Hún hafði valið vel, og var jafn-
ræði gott með ungu hjónunum, kær-
leikur og gagnkvæm virðing, sem ekki
brást. Ekki varð annað séð en Daninn
ungi yndi hag sinum hér á Islandi, þvi
hérhafa þau búið að undanteknum fá-
um árum, sem þau bjuggu i Kaup-
mannahöfn. Byggðu þau sér fagurt og
smekklegt heimili að Erluhrauni 5 i
Hafnarfirði, þar sem maður hennar
fékk vinnu þar i bæ, og i nýja húsinu
var innréttuð hárgreiðslustofa, þar
sem Gugga vann við mikinn og góðan
orðstlr til dauðadags. Eignuðust þau
hjón tvo syni, Gunnar og Helga, sem
nú eru uppkomnir.
Ekki er of djúpt tekið i árinni þótt
sagt sé að nú hafa margir misst mikið
við hið sviplega fráfall hennar. Það
áttu margir hauk i horni þar sem
Gugga var. Hún vildi öllum liðsinna og
lá aldrei á liði sinu, þegar ættingjar og
vinir leituðu til hennar. Foreldrum
sinum var hún sérlega góð dóttir með-
an þeirra naut við, enda mátu þau
hana mikils. örugglega má telja
Guggu i hópi þeirra, sem lita á vinn-
5