Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Qupperneq 6
EINAR JONSSON
Mýrum í Skriðdal
Miðvikudaginn 12. marz s.l. lézt á
sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, Einar
Jónsson f.v. bóndi i Geitdal, eftir
stutta legu. Lengst af hafði heilsa hans
verið góð, en siðustu tvö-þrjú árin far-
ið ört hnignandi, enda aldurinn orðinn
hár, en andlegri heilsu fékk hann að
halda þar til yfir lauk.
Útför hans var gerð frá Þingmúla-
kirkju 22. s.m. að viðstöddu mörgu
fólki, sem færa vildi hinum aldna
heiðursmanni hinztu kveðju.
Veður var'bjart og fjöllin skörtuðu
hvitu, eins og þau vildu einnig vera
þátttakendur i þessari kveðjustund,
þar sem þau höfðu um langa ævi verið
bæði augnayndi hans og erfiði.
Að athöfn lokinni voru svo að venju
veitingar framreiddar i félagsheimili
sveitarinnar á Arnhólsstöðum.
Með Einari Jónssyni er horfinn af
sjónarsviðinu einn úr hópi minna beztu
vina, en þannig er gangur lifsins.
Vinátta okkar Einars er i raun og
veru ekki til orðin fyrir neitt sérstakt
atvik, eða atburði á lifsleiðinni, heldur
hefur hún þróazt gegnum árin, af nán-
una sem blessun en ekki böl, enda var
hún sistarfandi, bæði við heimilisstörf
og hárgreiðslu, og vanrækti hvorugt,
þó varð enginn var við að hún hefði
mikið að gera, það var enginn hama-
gangur i kringum hana. Hún kunni að
vinna og hafði ánægju af, til siðasta
dags, þó oft væri hún sárþjáp siöustu
mánúði.
Konan min, en þær Gugga voru
systradætur, minnist nú frænku sinnar
með miklum söknuði, fyrir órjúfandi
vinattu og velvild i sinn garð frá upp-
hafi.
Fari hún i friði, og hafi þökk fyrir
ailt og allt.
Við hjónin sendum Harry og sonum
þeirra okkar innilegustu samúöar-
kVeðjur og biðjum hinn hæsta
höfuösmið himins og jarðar að blessa
hina látnu heiðurskonu, og styrkja þá
sem næstir henni stóðu og eiga um
sárast að binda.
Geir Herbertsson.
um persónulegum kynnum allt frá
okkar æskudögum.
Við erum aldir upp á nágrannabæj-
um i Vallahreppi, hann i Vallaneshjá-
leigu, en ég á Vikingsstöðum og höfð-
um fljótlega ýmislegt saman að sælda,
og f svolitið viðari merkingu má segja
aö við höfum alla tið verið nágrannar
og samherjar á ýmsum sviðum.
Ef vikja ætti að upphafi okkar sam-
skipta, hlyti það að vera i sambandi
viö hesta, þvi vissulega má segja að á
okkar æskuárum hafi hesturinn verið
„þarfasti þjónninn” á hverju heimili,
og þvi oft mikið i húfi að hann væri
tiltækur hverju sinni, ekki sizt um
sláttinn. 1 þéttbýlinu á „tanganum”
var i þá daga margt hrossa á öllum
aldri, sem gjarnan vildi halda hópinn
og þvi oft ekki hlaupið að þvi, að hafa
það sem maður vildi úr þeim solli. „Ég
man þá tið,” að margsinnis leitaði ég
til Einars i „Hjáieigu” um liðsinni.
Hann var nokkrum árum eldri en ég og
miklu stærri og sterkari og svo laginn
við að sigra þessa hesta, að likast var
aö þeir þyrðu ekki að hreyfa sig, eftir
að hann hafði komið á þá sinni styrku
hendi. Þegar ég lit svo yfir æviferil
Einars Jónssonar, finnst mér þessi
fyrstu kynni min af honum hafa orðið
ærið táknræn yfir lif hans og starf. Alla
erfiðleika lifsins hefur hann sigrað, að
sinu leyti eins og folann forðum, og
hafa þeir þó mætt honum i ýmsum
myndum á lifsleiðinni, sem flestum er
lifað hafa langa ævi.
Einar Jónsson er fæddur i Geitdal i
Skriðdal 5. des 1891, og voru foreldrar
hans hjónin Agnes Kolbeinsdóttir
bónda Guðmundssonar á Setbergi i
Nesjum, og Jón Jónsson Stefánssonar,
er fyrstur byggði nýbýlið vestur við
Skriðuvatnið á Skriðdal og nefndi
Stefánsstaði, er það á mörkum Múla-
afréttar og byggðar og fyrir löngu
komið i eyði.
Einar fluttist um það bil tveggja ára
gamall með foreldrum sinum frá Geit-
dal að Vallaneshjáleigu og ólst þar upp
ásamt Ama bróður sinum, sem var
þremur árum eldri.
Jón var fyrstu árin ráðsmaður á búi
séra Magnúsar Bl. Jónssonar I Valla-
nesi, en hafði fjölskyldu sina i „Hjá-
leigu” sem var i túnfætinum á gamla
prestssetrinu, (en er nú horfin). Fljót-
lega gerðist Jón þó sinn eigin húsbóndi
með sjálfstæðum búskap i „Hjáleigu”
en alla tíð hélzt þó náið og vinsamlegt
samband á milli þessara heimila. Þeir
bræöur Einar og Arni urðu brátt efnis-
menn miklir, stórir og stæltir og hinir
mestu garpar til vinnu. Arni fór á
búnaðarskólann á Hvanneyri og settist
svo að heima, að námi loknu. Tóku
þeir þá að mestu við búsforráðum, þvi
heilsa föður þeirra var þá farin að gefa
sig, en samband þeirra var svo hlýtt
og traust, að þeir vildu gjarnan starfa
saman ef þeir fengju olnbogarúm við
hæfi og ég hygg, að þeim hafi fljótt
leikið hugur á að komast I Skriðdalinn.
„Þvi römm er sú taug, sem rekka
dregur föðurtúna til”.
Á þessu timabili var mikið af rjúpu á
Austurlandi, einkum til fjalla og fjöilin
meðfram Skriðdalnum höfðu orð á sér
fyrir að vera rjúpnasæl. Það mátti þvi
með réttu segja, að rjúpnaveiði væri á
þessum árum veruleg hlunnindi á
mörgum jörðum.
Báðir voru þeir Einar og Arni skytt-
ur góðar og höfðu oft lagt leið sina
fram um þessi fjöll, og voru þau þvi
6
íslendingaþættir