Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Síða 14

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Síða 14
Sjötíu og fimm ára Sveinbjörg Sigríður Ásmundsdóttir Sveinbjörg Sigriöur Ásmundsdóttir átti 75ára afmæli 25. janúar s.l. Fædd er hún á Ytri-Lyngum aldamótaáriö 1900. Foreldrar hennar voru Vilborg Jónsdóttir og Asmundur Jónsson skáld. Móöir Vilborgar var Guðlaug Guömundsdóttir skáldkona. Faöir As- mundar, Jón Asmundsson var einnig hagyrðingur. Grein um Jón birtist i Goðasteini 6. árg. 2. h. 1967. Jón var af- renndur að afli og i ætt Guðlaugar Guömundsdóttur voru kraftamenn. Má þar t.d. nefna Egil bróður hennar og Egil son hans, er fluttist vestur i Biskupstungur. Þaö sem hér fer á eftir er byggt á viðtali viö Sveinbjörgu, en meira þó af minum kunnugleika og annarra, þvi aö hún er dul, og eyðir öllu tali um sjálfa sig. Sveinbjörg var sjöunda I aldursröð níu systkina. Ollum kippti þeim i kyniö um hagmælsku og likamsburöi. 1 tveimur ljóöabókum skaftfellskum Vestur-skaftfellskum ljóðum og Lauf- skálum eru ljóð eftir sex þessara syst- kina. Sveinbjörg er þar með talin. Hún fór I fóstur þriggja ára til hjónanna Sigriöar Sveinsdóttur og As- um. Viö fáum þá frétt aö Elin á Ingjaldsstöðum sé dáin. Við erum aftur orðnar litlar stúlkur heima á Fljótsbakka og minningar frá æskuárunum streyma fram i hugann. Okkar fyrsta sjálfstæða framtak i lifinu, var að fara einar okkar liös suður i Ingjaldsstaði i ýmsum erind- um. Þar var öllum tekið tveim hönd- um. Þar réöi kærleikurinn og gestrisnin gerðum samhentra hjóna. Hjá þeim var alltaf rúm sérstaklega fyrir þá, sem höfðu á einhvern hátt orðið út- undan I lifinu. Enginn kom svo I Ingjaldsstaöi að hann færi ekki þaðan ánægðari og fyndi meira til sín fyrir áhrif þessarar góðu konu. Þrátt fyrir mikiö annrlki og ómegö hafði Elln alltaf tima fyrir alla. Hún geröi engan mun á, hvort þaö var lítið barn eða hérðashöfðingi á ferð, öllum var tekiö tveim höndum. Alltaf voru á hverju sumri hjá þeim hjónum börn til sumardvalar stundum fleiri en eitt i senn og voru þau tekin inn I fjöl- skylduna eins og heimabörnin. Elin var sérstök friðleikskona og átti lund sem samanstóð af fórnfýsi og 14 bjarnar Jónssonará Syðri-Fljótum. Á Fljótum hefur hún átt heimili siðan. Þessi hjón voru samvalin að góðvild og gjafmildi og reyndust þau Sveinbjörgu sem beztu foreldrar. Strax innan fermingar vandist mannkærleika. í marga vetur var far- skóli á Ingjaldsstöðum og voru þá bæði kennari og nokkur börn þar I fæði og húsnæði. Þessir vetur eru okkur að mörgu leyti minnisstæðir og eins og að likum lætur oft glatt á hjalla þar sem mörg börn eru saman komin og lýsir þaö vel allri gerö húsmóöurinnar aö aldrei heyröust styggöaryröi af hennar vörum. Hún hjálpaöi okkur og örvuðu þau sem bágt áttu og bað þess aö hópurinn meiddi sig ekki i göngum og stigum þó mikið gengi á. Ingjaldsstaöir eru I minningu okkar sérstakt regluheimili þar sem allir hlutir áttu sinn fasta staö og voru þau hjón mjög samhengt í allri snyrti- mennsku utan húss og innan. Var það mörgum umhugsunarefni hvernig Elin stjórnaöi svo allir vildu gera hannar vilja. Kæra vina, viö viljum þakka af heil- um hug svo ótal margt sem þú hefur fyrir okkur gert um leið og viö vottum eftirlifandi manni og börnum okkar innilegustu samúö á þessum erfiöu timum og biöjum guö aö gefa þeim styrk. Meö kærri kveöju. Rósa og Sara. Sveinbjörg öllum störfum, sem þá voru nauðsynleg á sveitaheimilum. Eldvatniðhjá Fljótum var óbrúað þá, og lengi slðan. Oft þurfti að ferja fólk yfir Vatnið, og vandist Sveinbjörg þvi starfi, þegar fóstri hennar var ekki heima. Fjöruferðir voru Sveinbjörgu sem barni mikil tilbreyting. Venjulega fór hún gangandi með fóstru sinni um tveggja klukkustunda gang hvora leið. Oft báru þær heim spýtur i eldinn og matarreka, ef viðráðanlegur var. Stundum kom landhlaup af sili (loðnu) og einstöku sinnum af þorski og ufsa. Syðri-Fljot eiga Slýjafjöru alla og hálfa Fljótafjöru. Fengu fá- tæklingar ómælt af þessum reka. Eitt sinn, er landhlaup kom af þorski á Slýjafjöru, gáfu hjónin, Sigrlður og Asbjörn, 10 fiska á hvert heimili i sveitinni, og mörgum utansveitar- mönnum einnig. Þannig var gefinn meginhluti rekans, sem næst 400 fiskar. Fátækt húsmennskufólk var á Fljótum og sumt af þvi endaði ævi sina I örmum Sveinbjargar. í bernsku og fram eftir ævi hafði hún gaman af að renna sér á skautum og hentaöi það einnig vel I fjöruferðum, þegar svo gaf. Sveinbjörg var fjóra vetur i barna- skóla. Fyrsta veturinn kenndi Sigriður Bjarnadóttir frá Mýrum i Álftaveri, en hina Eyjólfur Eyjólfsson i Botnum. Sveinbjörg hélt til á Bakkakoti, en skólinn var á Strönd. Á fullnaðarprófi fékk hún hæstu einkunn I reikningi, og allt nám var henni auðvelt. Hún var fermd I Langholtskirkju af sr. Bjarna á Mýrum. Sveinbjörg fékk rikulegar fermingargjafir umfram það, sem þá var titt. Henni var gefinn tveggja vetra foli og sex ær. Folans naut hún vel og lengi. Hún hefur alla tið verið skepnúvinur og hafði gott lag á hest um, sem ekki voru allra meðfæri. Brún hryssa var á Fljótum, sem enginn tilldi á baki nema Sveinbjörg. Siðar var hún notuö fyrir vagn og lét sér vel lika, að heimafólk sæti á vagninum, en ef ókunnugir tóku sér þar sæti, tætti hún af sér vagninn með manninum. Fóstra sinn missti Sveinbjörg 1922. Eftir það hafði hún öll erfiðustu verk utanbæjar, þó að aldraöur maður, Sigurbergur Einarsson, íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.