Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 15

Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1975, Page 15
hraustmenni á yngri árum, væri þarf- ur maður á heimilinu mörg ár. Frá 1910-1920 var þar notinvirkur gamall ma&ur, Ingimundur Pálsson. Svein- björg var bæði dugleg og velvirk, svo aö á orði var haft. Hún sló með orfi, risti heytorf og var í vegagerðarvinnu. En mest reyndi þó á dugnað hennar, þegar flytja varð bæinn langt Ur stað ásamt öllum fénaðarhúsum, vegna þess að Eldvatnið braut sér nýjan far- veg. Myndarlegur bær var reistur meö tveimur burstum. Undir annarri var fjósbaðstofa, en hinni stofa og eldhús með geymslulofti. Þá lét Svein- björg byggja kofa yfir gamla konu, GuörUnu Sigurðardóttur, sem lengi haföi verið húskona á Fljótum, og vildi búa ein að sinu. Innangengt var i kofa hennar. Siðasta veturinn, sem Guðrún liföi, hjúkraði Sveinbjörg henni og svaf á fjölum i flatsæng i kofa hennar. Þá var i þessari atrennu byggt Utieldhús, hesthús, lambhús og geymsluhús. Fjárhús var byggt nokkuð langt vest- an bæjarins. Grjót I veggi var sótt i hraunbrún ofan Vatns, og ferjað á báti yfir. Að þessu unnu Sveinbjörg og Sigurbergur. Þykir með ólikindum hve stórir steinar eru i fjárhúsveggnum og bera gott vitni um krafta Sveinbjarg- ar. Umhorf voru ekki björguleg á nýja bsnum á Fljótum 1927. Enginn ræktaður blettur og sandbakkar og há rof i nálægð. Og nú hefur Sveinbjörg séð óskadrauminn rætast: rofunum bylt og óræktin orðin að fögru viðáttu- miklu túni. Þó að Sveinbjörg vendist strax I uppvexti meira allskonar Utivinnu en innanbæjar störfum, kann hún einnig vel til þeirra verka. Nálspor hennar voru snotur og nákvæm. Td. saumaði hún sér upphlut. HUn var á sauma- námskeiði i Vik einn vetur, og 1926 keypti hún sér prjónavél, sem margir nutu góðs af. Skipsströndin i Meðallandi voru um langt skeið eins og sjálfsagðir hlutir. Syðri-Fljót eru næst sjó allra bæja i Meöallandi. Þangað komu þvi strand- mennirnir oft fyrst til bæjar. Sveinbjörg minnist þess, að 1911 komu þrjár skipshafnir að Fljótum, tvær af enskum togurum, og sú þriðja af franskri skútu. Annar togarinn náðist Ut eftir nokkurra vikna setu á fjörunni.. Þá voru það einsdæmi á þeim slóöum. Með honum tóku sér fari þrir Utversmenn i Meðallandi, en það er önnur saga og þó merkileg. A skútunni var ein kona, og fylgdi henni geysi- mikill farangur. Var það að vonum, þvi að hún var farþegi á skútunni og hugbist setjast aö á Islandi sem hjúkrunarkona. Ekkert strand var þó Sveinbjörgu íslendingaþættir jafn minnisstætt sem franska strandið Lieutenant Boyjan. Oft komu strandmenn illa til reika að Fljótum, en engir jafn hörmulega, eins og skips- höfnin af þvi strandi. Rigningar höfðu þá gengið marga daga og þokur, svo að ekki sást til bæjar. Þá var það morgun einn að Sigurbergur Einars- son sá tvo menn skammt sunnan bæjar, leiðandi þann þriðja á milli sin. Allir voru mennirnir aðfram komnir af þreytu og kulda. Þessum mönnum var komið til bæjar og unglingur sendur til hreppstjórans Eyjólfs Eyjólfssonar að Hnausum. En skammt var hann kominn er fyrir honum varð strand- maður, sem ýmist skreið eða reyndi að standa á fótum. Var honum komið til bæjar og siðan náð i hreppstjórann. Sr. Gisli Brynjólfson hafði viðtal við Eyjólf hreppstjóra um þetta strand. Viðtalið var birt i Lesbók Morgunblaðsins 8. mars 1959. Eyjólfur fór við þriðja mann suður á fjöru aö leita strandsins. Hann lýsir að- komunni á fjörunni þannig: „Undir melkolli einum á malar- kambinum sáum við 19 menn. Þeir voru allir verjulausir, sumir á nær- fötum einum, margir berfættir og ber- höfðaðir, og þeir skulfu svo að hefði ég ekki verið sjálfur sjónarvottur, hefði ég álitið slikan skjálfta ómögulegan. Þarna undir melkollinum lágu þeir i ýmsum stellingum, t.d. lá einn á grúfu og virtist reyna að stinga höfðinu i sandinn.” Slðan lýsir Eyjólfur erfiðleikum að koma þeim að Fljótum, en allir komust þangað. Þá segir Eyjólfur: „Voru þar nú orönir 24 frakkneskir gestir auk fylgdarliðs. Þröngt var i bænum, en hjartarúm mikið. Virtust þeir frönsku kunna að meta það vel. Var ómögulegt að hreyfa þá þaðan, og voru þeir þar þvíallirum nóttina. Mátti þvi segja að hvert rúm væri skipað i bænum.” Sveinbjörg var á fótum alla nóttina að hjúkra mönnum. Allt heimafólk gekk úr rúmum sinum og fengin þeim, sem verst voru haldnir af strandmönnunum. Hinir lágu I flat- sængum. Enginn dó, sem lifandi komst á land af skipinu, en fimm drukknuðu. Þess er áður getið, að bátsferja var á Eldvatninu. Vafalaust var ferjan ekki litill baggi á heimilinu. Aldrei var tekinn ferjutollur og gestnauð mikil, þvi að allir fengu góðgerðir, sem á ferð voru. Heimilið var þó betur bjargálna en almennt gerðist. Gaman- samur náungi spurði Asbjörn eitt sinn á hverju hann hefði grætt mest. „Auövitað á ferjunni,” svaraði As- bjöm. Dragferja á Eldvatnið kom 1929, eða 1930. Með henni jókst um allan helming allt erfiði við ferjuna, þvi að þungavöruflutningar Meðallendinga frá Skaftárósi jukust með tilkomu dragferjunnar. Skilningur á þvi, hversu mikil ániðsla var á heimilinu af þessum sökum, kom i ljós á sýslufundi 1931, en þar er samþykkt gjaldskrá fyrir ferjuna. Þá voru aðrir timar en nú enda þætti það litil greiðsla á okkar dögum, 1975, að fara frá verki, hvernig sem á stóð til að ferja einn mann og hest fyrir 15 aura, svo að dæmi sé nefnt, en ef fleiri hestar eru þá 5 aurar fyrirhvern. Lægsta gjald voru 3 aurar fyrir sauðkind. En „gjaldfritt” skyldi ferja lækni og fylgdarmenn hans, kirkjufólk og óskilafé. Þó þessi ferju- tollur hefði verið greiddur gat hann ekki orðið Fljótaheimilinu búhnykkur, en greiðslu var heldur aldrei krafizt og ekki þegin, þótt boðin væri. Sveinbjörg segir, að sveitungarnir ættu annað skilið en hún færi að seilast i vasa þeirra eftir þessu gjaldi. Gaflar ferjunnar voru notaðir sem landgöngubrýr. Þeir voru þvi ekkert smásmiði enda gerðir úr plönkum og lamir Ir ibUrðarmiklu járni Það var ekki átakalaust að færa gaflana upp i axlarhæð en svo urðu þeir að vera þegar ferjan var i gangi. Einhverju sinni áttu tveir karlmenn fullt i fangi með að koma gaflinum upp frá jörðu. Sigurbergur fyrrn. var þá ferjumaður. Varðhonum þá að orði: „Ætli ég verði ekki að skreppa heim eftir henni Sveinbjörgu.” En hún hafði jafnan ein valdið þessu verki. Ferjan gekk fyrir gömlu spili Ur togara og var þvi snúið af handafli. Reyndi það mjörg á krafta, enda æði erfitt tveimur mönn- um, en ósjaldan varð Sveinbjörg ein að snúa spilinu og aldrei aflsvant. „Mikil gæfa var mér,” segir Svein- björg„þegar Steinunn systir min réðst hingað að Fljótum með fóstursoninn Guömund Erasmusson, sem nú er orðinn bóndi á Fljótum. Hann er greindur maður og gegn. Sveinbjörg rifjar upp þá óskhyggju, er þær systur hún og Steinunn, gengu um óræktaða móa og há rofabörð, að allt umhverfis þær væri orðið að fallega grónu túni. Slikir möguleikar voru ekki i augsýn á þeim árum. En timarnir breyttust. Jarðýtur ruddu niður rofunum og stórt og gjöfult tún er komið i þeirra stað. Ég hafði orð á þvi við Sveinbjörgu, aö erfitt mundi að byggja allt upp og rækta sem nýbýli án styrkja og láns- fjár. Þessari athugasemd svaraði Sveinbjörg með sama yfirlætisleysi og öbru á þessa leið: „Mér voru gefnir heldur góðir kraftar og þvi var skylda min að grafa ekki pund mitt i jörðu.” Þórarinn Helgason. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.