Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 2
1 þeirri sveit höfðu forfeður þeirra búið frá þvi á 16. öld a.m.k. og ennþá búa ættmenn þeirra og afkomendur á nokkrum bæjum i Mýrahreppi. bau hjón voru góðum gáfum gædd, bú- menn góðir, mestu dugnaðarforkar og vel metin i sveit sinni. Um Hermann segir svo i nefndri ættartölu: ,, - smiður, hagvirkur til hverra starfa, verkmaður með afbrigðum.”. Um föð- ur Hermanns Jón bónda i Alviðru Magnússon, segir sama bók: „smiður góður, starfsamur röskleikamaður, fjörmaður til elliára og lét ekki allt fyrir brjósti brenna, glaðvær og drengur góður”. Kon Jóns var fyrr- nefnd Borgný Guðmundsdóttir (eldra) Hákonarsonar bónda á Arnarnesi og Fjallaskaga Bárðarsonar. Hákon þessi átti 10 börn og eru afkomendur hans nú orðnir afarmargir. Ég minnist þess, að i byrjun þessarar aldar voru búendur af þeirri ætt á flestum bæjum 1 Mýrahreppi og fjöldi manna i önundarfirði og Þingeyrarhreppi. Margir þjóðkunnir menn eru nú á lifi af þessari ætt. Foreldrar Guðbjargar i Fremstu- húsum voru Torfi Sveinsson bóndi i Fremstuhúsum og Guðrún Torfadótt- ir, Gislasonar, bónda i Hrauni i Keldu- dal. Þau voru ógift. Guðrún giftist sið- ar Guðmundi Gunnarssyni skipstjóra i Alviðru, en Torfi Sveinsson kvæntist ekki. Um hann segir i nefndri ættar- tölu: „valinkunnur ágætismaður, mesta prúðmenni, rammur að afli”. Móðir hans var Guðbjörg Torfadóttir, bónda i Hjarðardal, Jónssonar, Björnssonar, b. á Núpi i Mýrahreppi, Jónssonar, Torfasonar, prófasts i Gaulverjabæ, bróður- og fóstursonur Brynjólfs biskups Sveinssonar. Um föður Torfa prófasts, Jón Gissurarson (f. um 1589) segir i ættartölunni: „Lærði gull- og silfursmiði utanlands, bjó á óðalseign sinni Núpi i Dýrafirði, frægur sagnritari og lögréttumaður. Dó á Núpi 1648”. Núpur var i eigu þessa ættbálks frá þvi á 15. öld og langt fram á 19. öld. Einnig Hjarðardalur og Fremstuhús mjög lengi. Og enn búa afkomendur ættarinnar á öllum þessum jörðum. Auöséðer af margnefndri ættartölu, að i þessum ættum hafi verið margir hagleiks- og hreystimenn. Sumir þeirra hafa náð háum aldri. Væri freistandi aðfara um það fleiri orðum, en það yrði of langt mál i þesssari grein. Þau Hermann og Guðbjörg áttu 6 börn. Hið elzta, Guðmundur, dó fárra daga. Guðmundar yngra, Torfa og Guörúnar, verður minnzt hér. Tvö systkinin eru enn á lifi, Hermann (f. 1888), trésmiður i Reykjavik, er kvæntur var Sigurbjörgu Þorsteins- 2 dóttur frá Meiðastöðum i Garði, og Borgný (f. 1897), fv. húsfreyja i Fremstuhúsum, gift Guðjóni Daviðs- syni frá Álfadal. öll þessi systkini sverja sig i ættina um gáfnafar, dugnað og manndóm all- an. Skal nú sagt nokkru nánar frá hverju þeirra, sem látin eru. f 1. Guðmundur Hermannsson var fæddur 25. marz 1881 og ólst upp i for- eldrahúsum i glöðum systkinahópi. Segja má að þau uppeldisatriði, sem góðir foreldrar þeirra tima legðu áherzlu á væru guðsótti, góðir siðir og vinna. Vist er að Fremstuhúsásystkin- in lærðu fljótt að vinna og mikið og vel. Foreldrarnir voru dugnaðarforkar og húsbóndinn mjög kappsamur. Um Guðmund get ég verið fáorður hér, þvi að búið er að skrifa um hann látinn i þessum þáttum og svo eru ævi- atriði hans skrifuð í Kennaratalinu. Þó vil ég rifja hér upp nokkur atriöi. Hann var mjög gáfaður maður og námfús. Hann var þvi einn þeirra ungu manna, sem réðst i að fara til náms i Flens- borgarskólann og tók gagnfræðapróf þaðan 1907. Næsta vetur var hann barnakennari i sveit sinni. Það var seinni vetur okkar Torfa i Núpsskóla, Siðan man ég Guðmund vel. Hann var myndarlegur maður, hógvær og dag- farsprúður, þéttur á velli og þéttur i lund. Honum fórst kennsla vel úr hendi, enda jafnan vinsæll og vel met- inn. Hann kvæntist árið 1910 og hóf bú- skap i Fremstuhúsum. Siðan bjó hann lengi i Hjarðardal fremri, en var ann- að veifið jafnframt kennari i sveit sinni, alls yfir 20 ár. Guðmundur var tvikvæntur. Fyrri konu sina, Vilborgu Daviðsdóttur frá Alfadal, missti hann eftir stutta sam- búð frá tveimur ungum dætrum. Nokkrum árum siðar kvæntist hann Guðrúnu Gisladóttur frá Hjarðardal. Þau áttu 6 börn. Báðar voru konur þessar mjög vel gefnar og ágætar hús- freyjur. Börnin öll greind og vel menntuð, nú búsett viðs vegar um landið. Siðustu æviárin dvöldu þau hjónin hjá börnum sinum, þar til Guðrún missti heilsuna og dvaldi alllengi i sjúkrahúsi i Reykjavik. Hún andaðist 4. júli 1972. Guðmundur var sterkbyggður mað- ur, sem tók öllu mótlæti með æðruleysi og karlmennsku. Hann hélt andlegu þreki sinu litt buguðu til hinztu stund- ar. Ég sá fyrir nokkru sendibréf, sem hann skrifaði Torfa bróður sinum, 91 árs gamall. Það var ágætlega skrifað og stilað. Guðmundur dvaldi siðast hjá þeim Núpshjónum, Hauki Kristinssyni og Vilborgu, ljósmóður, dóttur sinni og þar andaðist hann 19. nóvember 1974. Guðmundur átti heima i sveit sinni, Mýrahreppi, alla sina löngu ævi og vann með trú og dyggð að framfara- og félagsmálum sins héraðs. Sam- ferðamennirnir minnast hans með virðingu og þökk og sagan geymir nafn hans i framtiðinni meðal beztu sona sveitarinnar. f 2. Guðrún Hermannsdóttir var fædd 25. janúar 1891. Um bernsku hennar og uppeldi má segja hið sama og um Guð- mund bróður hennar. Góð heimili voru einu skólarnir. En hvað unglingsstúlk- ur snerti, þá var næsta stigið að koma þeim i góðar vistir. Sú varð og náms- leið Guðrúnar. Það vill svo einkennilega til, að ég man Guðrúnu vel frá þvi að hún var rétt innan við fermingu. Hún kom þá gestur á heimili mitt með móður sinni. En börn ferðuðust minna þá en nú. Við Guðrún vorum jafngömul og ég hef sjálfsagt tekið betur eftir henni þess vegna. Mér þótti hún mjög lagleg, há vexti og grönn, með mikið dökkt hár og glæsileg i fragöngu. Ég var hálf feiminn við ungfrúna, enda kjarkurinn ekki mikill á þeim dögum! Siðar vor- um við saman á Núpi veturinn 1908-’09. Hún var þá við nám og störf i Núps- skóla, en ég vinnumaður hjá Kristni bónda. Þá var mikið lif og fjör I félags- starfsemi sveitarinnar. Bindindisfélag var stofnað fyrir aldamót og var þvi breytti ungmennafélag árið 1909. Góð- templarastúka var stofnuð 1906 og hafði hún aðsetur á Núpi. Við ung- lingarnir tókum þátt i félagsstarfinu af lifi og sál. Sumir voru I báðum félögunum. Umræddan vetur gekkst stúkan Gyða nr. 120 fyrir fyrstu leik- sýningu, sem haldin var i Mýrahreppi. Þá var sýndur þáttur úr Manni og konu, sem sr. Sigtryggur Guðlaugsson hafði tekið saman og var hann leiö- beinandi. Við Guðrún tókum bæði þátt I leiksýningunni og þótti það skemmti legt. Torfi, bróðir Guðrúnar, lék þar lika allstórt hlutverk og tókst mjög vel. Margt fleira fólk var þarna að starfi og þótti sýningin vel takast Þarna kynntumst við Guðrún vel og vorum æ siðan góðir vinir, þótt mörg ár liðu stundum milli samfunda. Það varð hlutskipti mitt og þriggja systkinannafráFremstuhúsumaðflytj- ast á æskuárunum burt úr sveitinni i atvinnuleit. Þau fluttust til Reykjavik- ur en min leið lá i aðra átt fyrst i stað Guðrún hafði aflað sér fróðleiks og frama i öllum kvenlegum fræðum og islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.