Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 6
f. 23.8. 1957 d. 17.8 1975. Hví hefur þú hikað, hamingju vorrar hjól? Hvf hneigir þú höfuð, heilla vorra sól? Hví hefur þú, Guð vor, heimtað hann, sem var ættar sinnar skjól? Hann sem af hjarta huga sinn i skauti þinu fól. Vist er um það, að er elskuiegum frænda okkar, Arnþóri Gautasyni, er svo skyndilega svipt á braut úr okkar jarðnesku tilveru, þykir okkur föður- systkinum hans og vinum, sem hjól hamingju vorrar hafi hikað — stöðvazt i bili — og heillasól vor drúpi höfði i vanmátta sorg. Svo stórt er það skarð, er nú hefur verið i knérunn höggvið, að okkur þykir sem þar verði seint um bætt. Kemur þar fyrst til, að við fylgd- umst með Arnþóri vaxa og þroskast frá litlu barni til efnilegs ungs manns og einnig hitt, að hann hafði til að bera óvenju sterkan og geislandi persónu- leika, sem einmitt var i öflugri þróun, er hann hvarf okkur sjónum. Frá barnsaldri hafði hann farið eigin leiðir og haft sjálfstæðar skoðanir, sem hann var ófeiminn við að láta i ljós Nú voru þessir eiginleikar farnir að koma fram i ótviræðum foringjahæfileikum þessa unga manns, sem þó hefði aldrei harður og óvæginn leiðtogi orðið, vegna hjartahlýju sinnar og bliðrar lundar, sem þeir þekktu bezt, er kynnzt höfðu persónugerð hans nánast. Hann var ekki sú manngerð, er kom fagnandi til allra, en þegar kynni höfðu tekizt var ekki um betri og tryggari vin að ræða. Orðvar var hann og vandur að meðulum, svo sérstakt mátti teljast um ekki eldri dreng. Það er sár reynsla að horfa á bak slikum frænda, fullum lifsþrótti og fá ekki að njóta hans um ókominn ár. En það er huggun i harmi, að við eigum um hann bjartar minningar, sem einkennast af lifsgleði hans og hjarta- hlýju. Foreldrum hans, bræðrum, afa og ömmu svo og öllum, er nú syrgja hann sárt, biðjum við guðs blessunar. Þér, elsku Arnþór, þökkum við allt, sem þú gafst okkur þau tæpu 18 ár, sem við fengum að hafa þig. Föðursystkin. WESSinL Arnþór Gautason Guðmundur E. bóndi Lida-Kroppi Laust fyrir aldamótin siðustu reistu bú að Litla-Kroppi i Borgarfirði, þaú hjónin Olöf Siguröardóttir og Eggert G. Waage og bjuggu þar á meðan heilsa og aldur entist. Þau eignuðust sex börn, fjórar dætur og tvo syni, sem öll komust tii fullorðinsára. Einnig tóku þau fósturdóttur, nýfædda, er ólst upp hjá þeim sem hún væri þeirra barn, enda hefur sú kona sýnt æsku- heimilinu dótturlega rætkarsemi alla tið. Vorið 1940 tók yngri sonurinn, Guð- mundur, við búinu á Litla-Kroppi og bjó þar til dauðadags, en hann lézt sunnudaginn 24. ágúst 1975 á Sjúkra- húsi Akraness. Er hann fimmta systkinið sem flytur 6 vfir landamærin. Eftir lifa af þeim mannvænlega hópi yngsta systirin og fóstursystirin, sem var þeirra yngst. Guðmundur var fæddur á Litla- Kroppi 29. juni 1909 og átti aila ævi heimili þar. Hann var tengdur þeim stað órjúfandi átthagaböndum og varö að þeirri ósk sinni að þurfa ekki að fara þaðan fyrr en yfir lauk. Vorið 1940 kvongaðist Guðmundur Sveinborgu Jónsdóttur, ættaðri af Vestfjörðum, myndarlegri konu og húsmóður, sem hélt uppi þeirri gest- risni, er rikt hafði i búskapartið Ólafar og Eggerts og henni var meðfædd og eðlislæg. Sveinborg og Guðmundur eignuðust tvo syni, Viðar, sem er lög- reglumaður i Reykjavik, kona hans er Waage íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.