Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1975, Blaðsíða 3
gat valið um vistir i höfuðstaðnum. Siðast var hún alllengi hjá Bjarna for- stjóra Jónssyni frá Galtafelli og Sesselju konu hans. Likaði þar báðum vel. Þar var stórmyndarlegt heimili o Guðrún afbragðs starfsmaður. Bjarni var þá einn aðaleigandi i húsgagna- vinnustofu J. Halldórsson & Co — siðar nefnt „Gamla kompaniið” Þar unnu þeir bræður Guðrúnar, Hermann og Torfi árum saman. Þar vann og ungur og efnilegur Eyfirðingur, Þorsteinn Ágústsson. Þau Guðrún felldu hugi saman og giftust 1914. Þorsteinn var greindur maður og góður drengur, en heilsuveill siðari hluta ævinnar. Hann andaðist árið 1938. Þá höfðu þau Guð- rún eignazt 6 börn og voru 3 innan fermingar þegar faðir þeirra dó. Þá reyndi mjög á þrek og kjark móður- innar og hún brást ekki. Þá voru kreppuár og alþýða manna varð að heyja harða baráttu fyrir lifi sinu. En Guðrún gafst ekki upp. Með frábæru viljaþreki og dæmafáum dugnaði tókst henni að halda heimilinu saman og koma börnum sinum vel til manns. Þau eru þessi: Torfi, járnsmiður og verkstjóri, kvæntur Jónu Björg Björnsdóttur. Hann er nú nýlátinn. Guðrún, g. Gisla Jónssyni iðnaðar- manni Áslaug, g. Halldóri Klemenssyni, Hermann, fulltrúi hjá S.I.S., kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur, Ágúst, járnsmiður ókv. og Erla, g. Ólafi Eggertssyni. Æskilegt væri að fara hér fleiri orð- um um þessi gervilegu og vel gefnu systkini, en þess er nú enginn kostur i stuttri grein. Þau munu öll minnast sins góða heimilis. Móðir þeirra starf- aði litið út á við, þvi að heimilið var henni allt. Fyrir það fórnaði hún öliu lifi sinu og starfi. En hún var lika góð- ur nágranni og rétti hverjum þeim hjálparhönd, sem hún náði til og var hjálparþurfi. Guðrún var vel gefin og glæsileg kona, sem fyrr segir, háttprúð i fram- göngu, gamansöm og skemmtileg i viðmóti. Þvi varð henni alltaf vel til vina. Skaprik varhún nokkuð, en stillti þar i hóf, þvf að hún var mjög vilja- sterk og þrekmikil i hverri raun. Og á þrek hennar reyndi oft á iangri ævi m.a. i veikindum manns hennar og barna. En Guðrún Hermannsdóttir gafst ekki upp. Með dæmalausum dugnaði, þreki og óbilandi trúartrausti sigraði hún erfiðleikana. Hún náði há- um aldri og gat að lokum horft yfir farinn veg i hópi margra elskulegra og myndarlegra afkomenda. Skal það nú skýrt nokkru nánar. Allmörg siðustu æviárin hélt Guðrún heimili með yngsta syni sinum, sem var ókvæntur. Siðasta áratuginn áttu þau heima á Hvolsvelli og veittu þar ferðamönnum nokkurn beina, sem mér skilst að hafi verið vel þegið og ekki brást dugnaður Guðrúnar. Þegar heilsa hennar tók að bila, hátt á áttræðisaldrinum, — þurfti hún oft að vera i sjúkrahúsi i höfuðstaðnum. En um leið og af henni bráði var hún óðara komin austur aftur. Var mjög kært með þeim mæðginum. Það sýnir bezt minningargrein, er hann skrifaði um móður sína látna. Ég minnist ekki að hafa séð i blöðum svo hreinskilna og ástrika sonarkveðju. Hann biðst þar m.a. fyrirgefningar á dáðleysi sinu gegnum árin Kunnugir vita eina orsök þess veikleika, en það breytir i engu þvi sem hér er sagt. Að lokum tekur sonurinn sér i munn hið fræga erindi Einars Benediktssonar skálds, er hann orti til móður sinnar: ,,En bæri ég heim min brot og minn harm o.s.frv.” Ég hygg að þessi sérstæða og ein- læga sonarkveðja hljóti að sne>rta til- finningar hvers manns, er hana les, og verða þeim til blessunar á sama hátt. Annar sonur Guðrúnar kvaddi hana og á elskulegan hátt i blöðum. Enn- fremur einn af tengdabörnum hennar, sem minnist hennar einkum sem tengdamóður og ömmu og jafnframt vinir. Þar sést og að Guðrún hefur tek- ið dauða sinum róleg og glöð, þakklát guði og mönnum með von um endur- fundi siðar. ( Allt þetta sýnir hve góð móðir og mikil persóna Guðrún var. Til þess að skýra mynd hennar enn betur vil ég taka hér nokkur orð úr minningargrein, er enn einn vinur skrifaði um hana nýlátna. Sá vinur mun vera einn af merkismönnum þjóðar vorrar. Vona ég að hann afsaki þá gripdeild mina. Ég minnist Guð- rúnar auðvitað allra bezt frá æsku- árunum heima i sveit okkar, en um- ræddur vinur sá hana á áttræðisaf- mælinu i hópi ættmennanna og fer um það fögrum orðum hve tiginmannleg og glöð hún hafi þá verið og ættmenn- irnir sýnt henni mikla virðingu og ástúð. Svo skyggnist hann dálítið dýpra en almennt gerist I slikum greinum og segir orðrétt: „Guðrún gekk hljóðlátum skrefum sinn æviveg.... En þarna (í venjuleg- um húsmóðurstörfum) fann hún samt fullnægju og ávann sér þroska, sem margar með mikil skólapróf eða stór heiðursmerki á hinum ýmsu sýningar- svæðum nútimans mætti öfunda. En öfundaraugum er ekki rennt i slikar áttir nú á dögum. Þó verður þvi varla hnekkt, sem rimnaskáldið kvað: „Hamingjan býr i hjarta manns”. Þú getur leitað hennar um alla jörð og svið.þú finnurhana samt aldrei, nema i eigin hjarta, og leitin er vonlaus, ef þú gleymir þessu. Þetta leyndarmál þekkti Guðrún. Hún komst ekki að þvi né leysti úr þvi frá neinni fræðilegri uppskrift, heldur samkvæmt heilbrigðri, mannlegri eðlistilvisun, sem hlaut veig og vaxtarmegin við lindir kristinnar trú- ar, Guðsorð og bæn”. Ég hygg að ástvinir Guðrúnar Her- mannsdóttur og aðrir frændur hennar og vinir, telji þetta raunsanna mann- lýsingu. Og þannig mun mynd hennar og minning geymast i hugum vorum til æviloka. f 3. Torfi Hermannsson var fæddur 24/12. 1884 og ólst upp i foreldrahúsum við sömu skilyrði og fyrr eru greind. Hann var gáfaður og námfús, en tæki- færi til skólagöngu bauðst ekki fyrr en i Núpsskóla i byrjun árs 1907, sem fyrr greinir. Hann var með elztu nemend- um skólans og orðinn þroskaður mað- ur. Hafði þá lært nokkuð trésmiði og unnið að smiðum i sveitinni, en átti heima i Fremstuhúsum. Siðar lærði hann húsgagnasmiði i Reykjavik. Torfi átti við veikindi að striða á æskuárum sinum. Hann þjáðist af fótarmeini, sem tók sig upp aftur og aftur með nokkurra mánaða eða stundum ára millibili. Dvaldi hann þá oft vikum saman i sjúkrahúsum ýmist á Þingeyri eða i Reykjavik. Mig minn- ir að Torfi væri kominn á fertugsaldur þegar Guðmundi lækni Magnússyni tókst að komast fyrir rætur fótar- meinsins. Eftir það hélt Torfi allgóðri heilsu þar til alira siðustu árin. Veik- indi sin bar Torfi með ærulausri ró og karlmennsku, þótt hann þjáðist oft mikið. Mér hefur sagt sjúklingur, er dvaldi á Þingeyrarsjúkrahúsi um likt leyti og Torfi, að þegar eitt sinn þurfti að skera i fótarmeinið, að ófært reynd- ist að svæfa hann. En Torfi þjáðist svo að hann heimtaði uppskurðinn. Var sjúklingurinn þá bundinn niður og verkið framkvæmt, en hvorki heyrðist hósti né stuna til sjúklingsins. En læknirinn hafði verið i einu svitabaði að loknu verki og hét að gera þetta aldrei aftur! Frá þessum tima á ég nokkur sendi- bréf frá Torfa, fjörleg og skemmtileg, þvi hann var prýðilega ritfær og ágæt- ur hagyrðingur, þótt hann léti litið á þvi bera. I Núpsskóla lagði sr. Sig- tryggur allmikla rækt við að kenna bragfræði. Við Torfi æfðum þá nokkuð þá list. Lærði ég þá mikið af honum, þvi að hann var fæddur hagyrðingur islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.