Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Síða 2

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Síða 2
I þessu sambandi má minnast á að Kristján hafði ætið að minnsta kosti eina kii og fáeinar kindur. Var að þvi nokkur búbót þar sem afurðir voru góðar. Kristján var ágætur hirðir, nat- inn og aðgætinn. Einkum mun honum hafa látið vel að hirða nautpening. Snemma fór Kristján að spila á harmoniku. Hafði hann næmt eyra fyrir músik og yndi af henni. Hann spilaði i mörg ár fyrir dansi á sam- komum á Dalvik og viðar. Var hann eftirsóttur vegna góörar kunnáttu. Mér er i minni hversu dofnaöi yfir dansinum, þegar Kristján tóksér hvild og annar spilaöi að nýju. Má fullyrða að marga glaöa stund var hann búinn að veita Svarfdælingum með list sinni. Sjálfur hafði hann óblandna ánægju af þessari iþrótt. Og löngu eftir aö hann hætti að spila á skemmtunum tók hann margoft nikkuna sina og teygöi hana af leikni. Var það tómstundaiðja hans framá efri ár. Kristján hafði mikla ánægju af að spila á spil, enda slyngur spilamaöur. Þótti honum góö skemmtun aö taka slag með kunningjunum, en leiður varð hann, ef hann spilaði af sér, sem ekki kom vlstoft fyrir. Til dægradval- ar haföi hann löngum að glima við bridgeþrautir, sem birtust I blööum og hann náði i. Arið 1927 urðu straumhvörf i lifi Kristjáns. Þá gekk hann að eiga eftir- lifandi konu sina Þóreyju Friöbjarnar- dóttirfrá Efstakoti við Dalvik. Reynd- ist hún farsæll förunautur og sambúö þeirra varö með ágætum. Þórey hefur verið ákaflega glaövær og léttlynd, forkurdugleg og hjálpsöm. Engin auð- legð var i búi þeirra, en meö atorku og spameytni tókstþeim að sjá heimilinu vel farborða. Liklega rýmkaöist hagurinn eftir þvi sem árin liöu. En þó að ekki væri rikidæmið var heimili þeirra snoturt og hlýlegt og gestrisni og ljúfmannlegt viðmót húsráðenda laðaði að. Urðu þvl margir til aö sækja þau heim. Ég hef oft átt skemmtilegar stundir iNýjabæ. Þá var margt skraf- að og um ýmislegt deilt. Kristján var ákveðinn i skoöunum og fór ekki dult með þær. Hann gat orðið býsna harö- skeyttur i orðasennu og oft bæði glettinn ogertinn, en ávallt drengileg- ur og þvi prýðilegur viðmælandi. Börn þeirra hjóna er upp komust eru: Jóna húsfreyja i Reykjavik gift Flosa Sigurbjömssyni kennara, þau eiga dreng og stúlku. Július netagerðamað- ur á Dalvík, kvæntur Ragnheiði Sig- valdadóttur. Þau eiga þrjá sonu. Frið- björn bifreiðasmiður i Reykjavfk, kvæntur Laufeyju ölafsdóttur. Þau eiga þrjár dætur. Kristján var einkar samvizkusamur og trúverðugur og þvl leysti hann Guðrún Guðmunds- dóttir frá Minnibæ í Grímsnesi Fædd 8. 10. 1884 Ðáin 7. 5. 1976 Minningar góðar geymast mér hjá sem gleðja minn hug og mitt sinni, er kom ég i heimsókn svo litil og smá og lék mér i stofunni þinni. Nú vil ég þakka þaö amma min góð að allt gott þú vildir mér sýna, og færa þér lika min fegurstu ljóð Guð geymi þig. þá flyturðu I sveitina þina. Þinsonardóttir Dýrborg. Hún amma okkar kæra, er farin heim til sin til fyrirheitna landsins þar sólin heitust skin viö kvöddum hana siðast, I hvitu rúmi hún var og hvisluðum blessuð amma, en fengum ekkert svar. En amma hún var sofnuð, og svaf nú værum blund sjálfsagt lika búin vel að ávaxta sitt pund við gengum hljóð i burtu, en glöö þó vitum það að guð mun búa ömmu bjartan og hlýjan stað. Blessuö sé minning hennar. Dýrborg og Þröstur. Nú kveö ég þig mamma, og klökk er min brá kærustu þökk fyrir allt gott þér frá gæa mln mest var að gleöjast með þér og gæzkurik ást er þú auðsýndir mér. Þin minning mun lifa I hjartanu heit þá hugur minn reikar I fallega sveit en nú ert þú horfin I himininn inn ég hljóðlega signi yfir legstaðinn þinn. Ragnar og Unnur. verkin vel af hendi. Loforð hans brugöust ekki. Hann var hógvær og hlédrægur, óáleitinn, en leyföi engum að troöa sér um tær. Hann var skap- mikill nokkuð, en hafði býsna gott hald á geði slnu. Liklega var hann ekki nægilega jafnlyndur. En alls staðar kom hann sér vel og naut vinsælda. Kristján hafði þroskaöa réttlætis- kennd og þvl var hann stundum bitur út i tilveruna vegna ranglætisins, sem honum fannst blasa svo vlða við auga. Hann gat illa sætt sig við misskiptingu llfsgæðanna og iiafði samúð með smælingjunum og var málsvari þeirra, ef honum þótti á þá hallað. Hann var trygglyndur og vinfastur, en lét sér ekki tltt við alla. Vel var hann minnugur á þann greiöa, sem hann naut hjá samferöamönnunum og var þakklátur fyrir. Kristján var stálhraustur lengi fram eftir ævi. En fyrir allmörgum árum bilaðiheilsan, svo að sjómennsku varð hann að hætta, enda hafði hann áöur orðið fyrir slysi, sem gerði honum öröugra að vinna störfin á sjónum- Eftir það sinnti hann ýmisskonar land- vinnu, einkum fiskaögerð. Var hann þar prýðilega hlutgengur, til dæmis þótti hann sérstaklega góöur flatn- ingsmaöur. Slðustu árin var hann svo íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.