Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Qupperneq 4

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Qupperneq 4
gaf sér tfma til aö sjá málefnin i réttu ljósi. Okkur var mikils viröi aö hún vildi vera meö og ég leyfi mér aö full- yröa aö hún átti stóran þátt i aö gera samverustundir okkar ógleymanleg- ar. Ég held aö viö höfum ekki vitaö þaö fyrr en þá hve mikil hún var — þessi bráögreinda hógværa kona, hve ómetanleg stoö og stytta hún var manni sinum, Hannesi skólastjóra, i ábyrgöamiklu farsælu starfi hans, ásamt þvi aö rækja móöurhlutverk sitt og heimili svo af bar. Arin liöu og leiöir okkar allra skildu aö nokkru. Viö hittumst sjaldnar en heima á Akureyri. Þó áttum viö hjónin nokkrar glaöar samverustundir á heimili þeirra skólastjórahjónanna 1 hér i Reykjavik og einnig meö þeim á heimili okkar. Þaö er þungt áfall fyrir þá, sem eftir lifa er ættingi og vinur hverfur svo snöggt af sjónarsviöinu sem Sólveig. En hins vegar er þaö áreiöanlega mikils viröi aö halda sinni likamlegu heilsu og andlegu reisn til hinztu stundar. Þaö var mér lærdómsrikt aö koma á heimili Sólveigar á siöastliönu hausti og sjá af hve miklum lifskrafti og elju þessi sjötuga kona haföi látiö endur- bæta og endurnýja hjá sér til aö gera allt sem vistlegast. Og fyrir- hugaöa feröin, sem hún sagöi mér frá nokkru áöur en hún dó — til Sviþjóöar að vera viöstödd fermingu Sólveigar dótturdóttur sinnar — fyllti hana til- hlökkun og hamingju. Sú ferö var aldrei farin. Þaö er trú min að viö lifum áfram i börnunum okkar, og það bezta sem við erum fær um aö láta öörum i té á lifsleiðinni látum viö þeim i té. Sólveig og Hannes mega vel viö una eftir far- sæla og hreina lifdaga. Börnin þeirra fjögur sern upp komust, Hrefna, Heimir, Sigriöur Jakobina og Gerður, bera þess slöggt vitni. Eina dóttur Sig- riöi Jakobinu misstu þau, er hún var fjögurra ára. Aö koma á heimili Birnu og Heimis hér i Reykjavik og Sigriðar og Þor- steins i Gautaborg vekur sömu hlýju til samferöafólksins og heimili þeirra Sólveigar og Hannesar var þekkt fyrir. Veit ég að svo muni einnig vera á heimilum hinna barna þeirra. Ég vil aö lokum þakka Sólveigu, fyr- ir hönd okkar hjóna, margra ára vin- áttu. Og ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra, sem eftir lifa úr gamla kvenkennaraklúbbnum okkar á Akur- eyri er ég þakka henni ógleymanlega samveru þar. Ættingjum hennar votta ég einlæga samúð —■ og biö Guö aö blessa minn- ingu hinna látnu skólastjórahjóna. Jejma Jensdóttir Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráðherra Einn mikilhæfasti og farsælasti stjórnmálamaöur hériendis á siðari áratugum, Hermann Jónasson, fyrr- verandi forsætisráöherra og formaður Framsóknarflokksins, lézt að morgni 22. janúar s.l. Hann átti við ólæknandi veikindi að striöa nokkur siöustu árin. Hermann Jónasson var fæddur að Syöri—Brekkum i Skagafiröi 25. desember 1896, sonur hjónanna Pálinu Björnsdóttur og Jónasar Jónssonar, bónda og smiös. Hermann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1920 og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1924. Hann var fulltrúi • viö bæjarfógetaembættiö i Reykjavik' 1924-1929, en þaö ár var hann skipaöur lögreglustjóri IReykjavik og þvi starfi gegndi hann til ársins 1934. í alþingiskosningunum 1934 var Hermann kjörinn þingmaður Stranda- manna og fyrir þá sat hann óslitið á þingi til 1959. Eftir kjördæmabreyting- una það ár var hann kosinn þingmaður i Vestfjarðakjördæmi og fyrir þaö kjördæmi sat hann siöan á þingi til ársins 1967, en þá ákvaö hann aö vera ekki i framboöi og hætta þing- mennsku. Allan þingmennskuferil sinn naut Hermann i rikum mæli trausts og fylgis kjósenda. Þrisvar var Hermann Jónasson for-^ sætisráðherra. Fyrsta ráðuneyti sitt myndaði hann voriö 1934 og var óslitiö forsætisráöherra til 18. nóvember 1941. Sama dag myndaöi Hermann annaö ráöuneyti sitt, sem var viö völd til 16. mai 1942. 1 báðum þessum ráöuneyt- um gegndi hann, auk forsætisráð- herraembætti, dóms— og kirkjumála- ráöherraembætti og á árunum 1938—39 fór hann einnig með utan- rikismál og kennslumál. Þriöja ráöu- neyti sitt myndaöi Hermann 24. júli 1956 og var það viö völd til 23. desem- ber 1958. Auk þess að veita rikisstjórn- inni forystu fór hann einnig með dóms- mál og landbúnaöarmál. 1 ráöuneyti Steingrims Steinþórssonar á árunum 1950 til 1953 fór Hermann með embætti landbúnaðarráðherra. 1 stjórnarathöfnum öilum reyndist Hermann Jónasson hygginn, athugull og framsýnn stjórnmálamaður. 1 stjórnmálasögu þjóðarinnar mun lengi minnzt margra farsælla og framsýnna -ákvarðana hans, en hér skal aöeins á það minnt þegar hann af festu og ein- urð visaöi algjörlega á bug þeim til- mælum Þjóðverja aö fá að byggja flugvöll hér á landi árið 1939. Fjölda mörgum öörum opinberum störfum gegndi Hermann um lengri og skemmri tima. Um árabil um og eftir 1930 átti hann sæti I bæjarstjórn Reykjavikur og i bæjarráöi var hann á árunum 1932—1933. Hann var i sendi- nefnd Islands á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóöanna 1948, i mannréttinda- nefnd Evrópuráös var hann á árunum 1954—1957 og fulltrúi Islands i Evrópu- ráöi var hann um árabil. Hann var skipaöur formaður bankaráös Búnað- arbankans 1943 og i mörg ár var hann lögfræöilegur ráðunautur þess banka. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.