Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Blaðsíða 6
Daviðssyni, búsett á Siglufirði. Hrefna Björggift Kjartani Bjarnasyni, búsett i Keflavik, og Hildur Valdis nemandi á Reykjum i Hrútafirði. Nú verða aftur þáttaskil i lifi Unu. Vorið 1968 kemur hún til okkar hjón- anna vestur að Gauksmýri, þar höfð- um við þá búið i eitt ár. bar kynntist hún siðari manni sinum Þorkeli Einarssyni byggingameistara, Efra-Vatnshorni, fór hún til hans sem ráðskona með yngstu dóttur sina. bau giftust skömmu siðar og fylgdi Una manni sinum tilýmissa staöa þar sem hann hafði verkefni hverju sinni. Vorið 1973 fóru þau aftur að Efra-Vatns- horni, og mun Þorkell hafa gert það fyrir Unu þvi að hann skildi hve mjög hún unni sveitinni og hafði saknað hennar öll þau ár er hún bjó annars staðar. A Efra-Vatnshorni kunni Una 'vel við sig, og tók til óspilltra mála við búskapinn. Störfin voru Unu létt og flautaði hún uppáhaldslögin sin við vinnuna, Beethoven, Brahms eða Schubert. Enda þótt hún hlyti ekki tón- listarkennslu, var hún ótrúlega fróð um tónlist, las allt erhún náði i af ævi- sögum meistaranna. Var hún sem dá- leidd er hún hlýddi á sigild tónverk i hljóðvarpinu. Engan þekki ég er lofaði eins hina æðri tónlist hljóðvarpsins sem Unu. Má meö sanni segja að hljóðvarpið var hennarbezti vinur, þvi aðstaða hennar i lifinu leyfði ekki að hún sækti tónleika, sem hefði þó sann- arlega gefið henni mikla lifsfyllingu. En skjótt bregður sól sumri. í febrú- ar 1975 var svo komið að Una varð að leita læknis og nam það engum togum hún var send suður til Reykjavikur til frekari rannsókna. Hinn endanlegi dómur er upp kveðinn og þeim dómi veröum við öll að hlita. í rúmt ár leið Una einhverjar hinar mestu þrautir sem mannlegur likami fær þolað. Hún barðist sem hetja við ógnir sjúkdóms- ins, en hugur hennar var æði oft heima á búinu hennar, þvi þangað þráði hún ákaft að komast. Hugur og hjarta Unu var heilt og trútt hugsjón sinni til hinztu stundar, unz sál hennar sveif á braut til bjartari og betri heima, þar sem ég vona að hún finni þann hljóm- grunn sem hún i lifi sinu stööugt leitaði að. Það er erfitt að skilja og sætta sig við að Una sé að eilifu horfin okkur sjónum, aldrei sjá hana brosa þessu lifsglaða b jarta brosi, sem fékk alla til aö gleöjast með henni. Aldrei oftar að heyra spaugsyrði hennar, sem ævin- lega gátu leyst hverja þraut og gert gott úr öllu. Það var þó eigi svo að Una væri skaplaus, en óvenjumikill herra geðs síns. Raunar sá þaö enginn þó hún skipti skapi, enda bar það ekki oft við. Henni var þaö ógjarnt að skipta Gunnar Jónsson frá Vogalæk Kveöja frá afabörnum. Fæddur 25. marz 1909. Dáinn 16. apríl 1976. Gunnar afi er dáinn, hann sem ætlaði að vera hjá okkur á Selfossi um páskana. Minningarnar streyma gegnum hugann, tárin koma i augun ósjálfrátt. Ég sem er elztur okkar sem þessar linur rita mundi eftir þvi að ég hafði lesið i Bibliunni, að þeir sém trúa á guð þurfi ekki aö hræð- astdauöann. Þá trú hafði afi, þaðhefur verið dýrðlegt fyrir hann að koma i nýja staðinn rétt fyrir páska- hátiöina þvi þeir vinir sem hann var búinn að fylgja siðasta spölinn hafa tekið á móti honum og leitt hann inn i dýrðina. Minningarnar um afa okkar eru góðar, það voru ekki litlir jólapakkarnir sem afi gaf okkur, fyrstu árin falleg leikföng, seinna bæk- ur, föt og gott i munninn. Hann gladdi okkur oftar en á jólum, þegar hann var á ferð átti hann það til að taka upp um skoðun eða breyta ákvörðun, er hún á annað borð var búin að taka hana. Systir min kær, er ég lýk þessum lin- um, þá er mér efst i huga þakklæti til þin fyrir allan þann kærleika sem þú sýndirheimili minu. Börnin min og við hjónin þökkum þér hrærðum hjörtum og biðjum þér blessunar Guðs i bjart- ari og betri heimi. Undir þá ósk veit ég að allir þinir nánustu vilja taka með mér. Móðir okkar, sem nú er þrotin kröftum eftir þrotlaust strit langrar ævi.Systkini okkaröll, frændur og vin- ir. Börnum þinum votta ég djúpa sam- úð og bið góðan Guð að vaka yfir heim- ilum þeirra. Megi minning þin verða þeim uppspretta þess kærleika sem gerir mannlifið gott og fagurt. Eftirlifandieiginmanni þinum vil ég af alhug þakka fyrir öll góðu árin er hann gaf þér. Sömuleiðis stjúpbörnum veskið og láta seðil i lófa en láta aur- ana úr vasanum I kisusparibaukinn hennar Sólveigar sem er þriggja ára, hún man vel eftir Gunnari afa og spyr oft um hann. Viö yitum aö hann gladdi fleiri börn en okkur og sum kölluðu hann afa. Ég sem þessar fátæklegu linur rita á að fermast eftir nokkra daga, ég er viss um að afi verður viö- staddur, þegar ég krýp við altarið. Þá skal ég biðja fyrir elsku afa. Við þökk- um allt sem hann hefur fyrir okkur gert. Blessuð sé minning hans. Sólveig Arndís, Asta Maria, Þröstur. þinum, sem ég held að hafi lært að meta þig að verðleikum og sýndu það i verki, er á reyndi. Ollum sem reyndu eftir mætti að létta þér langa og stranga sjúkralegu, bæði utan sjúkra- hússins og innan, þakka ég af öllu hjarta. Systir min kær, „þótt sjónum min- um falin sértu, ég alla daga minnist þin”. Þegar liður léttur blær um dalir.n og ljúi'ir berast tónar inn til min þá streyma fram i hug mér horfnar myndir um hjartansleynigöng fer harmur sár. Nú æðaþurrar eru lifs þins lindir og lokaðar um eilifð þinar brár. Vertu sæl, systir min, vertu sæl. Jónina Hallgrimsdóttir frá Hrafnabjörgum. 6 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.