Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Síða 8
Gunnar
r
Agúst Halldórsson
Vinur minn og frændi, Agúst Hall-
dórsson, húsasmiður var til moldar
borinn frá Akraneskirkju, föstudaginn
28. maí en hann varð bráðkvaddur að
áliðnum degi, þann 20. mai s.l. Hafði
hann að vanda tekið stutta göngu sér
til hressingar, setzt niður undir grónu
barði skammt frá heimili sinu, Sól-
mundarhöfða, og lagt staf sinn til hlið-
ar. Þarna i vaxandi vordýrðinni yfir-
gaf frændi jarðneska tilvist sina, eins
og þreytt barn, sem hallar höfði að
mjúkum móðurbarmi og sofnar hug-
rótt og kviðalaust. Og þar fannst hann
svo nokkru siöar þetta sama kvöld.
Gunnar Agúst hét hann, en gekk ætið
undir siðara nafninu. Hann var Hún-
vetningur, fæddur 23. nóv. 1897 að
Stóruhlið i Viðidal. Foreldrar hans
voru: Halldór Jónsson, ættaður úr
Borgarfirði og móðursystir þess, er
þetta ritar, Sigriður Jóhannsdóttir
Brandsson, sem nú liggur á elliheimil-
inu á Hvammstanga I háum aldur-
dómi, — varð 100 ára i s.l. janúarmán-
uði.
Eins og flest ungmenni aldamótaár-
anna, fór Agúst ungur að vinna fyrir
sér. Kom brátt iljós verklagni hans og
dugnaður og var hann þvi snemma eft-
irsóttur til hvers konar starfa.
Arið 1923 kvæntist hann Ingibjörgu
Jóhönnu Ingólfsdóttur, hinni mætustu
konu, sem reyndist honum sannur og
góöur lifsförunautur. Sama ár hófu
þau búskap i Bjarghúsum, en fluttust
eftir 2 ár að Efra-Vatnshorni, þar sem
þau bjuggu 1925-1926, en færðu sig þá
að næsta bæ, Gauksmýri og bjuggu
þar til ásins 1930, er þau hættu búskap i
sveit og fluttust til Hvammstanga, þar
sem þau komu sér upp húsi, er þau
nefndu As og var þar rétt sunnan við
þorpið. Þar áttu þau siðan heima til
ársins 1945, er þau tóku sig upp og
fluttust alfarin suður til Akraness, sem
þá var bær i örum vexti. Þar eignuðust
þau framtiöarheimilið sitt, Sólmund-
arhöfða, sem var snoturt býli rétt inn-
an við bæinn. Þar hafa þau siðan búið
og alið upp hóp mannvænlegra barna
og komið þeim til manndóms og
þroska.
Fyrsta barniö sitt, Kristvin, f. 11.12.
1924, misstu þau i frumbernsku, en þau
sem náðu fullorðins aldri eru öll á lifi.
Þau eru: Ingunn f. 20.11. 1925. Fyrri
maður hennar Pétur Halldórsson var
8
húnvetnskur vaskleikamaður, en lézt
ungur af slysförum. Siðari maður
hennar er Asmundur Pálsson lögfræð-
ingur. Ingólfur er næstur f. 7.12.1927,
verkam., kvæntur ólöfu Magnúsdótt-
ur, Marlaf. 9.1. 1930, gift Arnóri Ólafs-
syni múraram., Huldar.f. 13.10.1934,
vélstj. kvæntur Helgu Aðalsteinsdótt-
ur, Lára.f. 9.6.1937, gift Hafsteini Sig-
urbjörnssyni pipulagningarm. og Sig-
urlaug.f. 18.5.1939, ógift og býr heima
á Sólmundarhöfða. öll eru systkinin
búsett á Akranesi, nema Ingunn, sem
býr i Reykjavik. Barnabörn þeirra
Agústs og Ingibjargar eru 22 og barna-
barnabörn 12. Afkomendur þeirra, séu
þeirra eigin börn 7 talin með eru 41.
Þrjú barnabarnanna fæddust heima
hjá afa og ömmu og ólust að nokkru
þar upp. Hið jarðneska pund þeirra
Sólmundarhöfðahjóna hefir þvi borið
rikulegan ávöxt, enda var þar vel á
málum haldið, hjónin samhent um
uppeldi barna sinna, greiðasöm, vinnu-
gefin og hagsýn. A akri kærleikans
hafa þau nú uppskorið rikuleg laun
sinna verka i umhyggju og hlýhug
barna sinna, sem öll hafa mótazt af
þeim alúðar- og ræktarhug, sem rikti á
æskuheimili þeirra.
Eftir aö þau Agúst og Ingibjörg
fluttust á Hvammstanga, fór efnahag-
ur þeirra nokkuð batnandi. Agúst fékk
þar vinnu við ýmiss konar smiðastörf
og sitthvað fleira, sem átti vel við hann
og gaf meira i aðra hönd, en rýr bú-
skapur i sveit hafði gert. Hæfileika
sinna naut hann þó bezt, eftir að hann
fluttist til Akraness.Þar var þá verið að
reisa sementsverksmiðjuna og réöst
Agúst þá til starfa þar sem fullgildur
smiður og vann þar siðan við vaxandi
gengi, þar til heilsan bilaði og hann
varð að hægja ferðina. Eftir það vann
hann þó um árabil að tryggingarstörf-
um, þar til nú fyrir nokkrum árum, að
vanheilsan jókst það mikið, að einnig
sú vinna varð honum um megn. Lét
hann þá af öllum störfum og má nærri
geta, hversu þungur sá kross hefir
verið þessum vinnufúsa eljumanni, aö
vera þannig kippt til hliöar við hina ið-
andi önn mannlifsins. En þessari bitru
og bláköldu staðreynd mætti hann með
æðruleysi, og glaðværð sinni og prúð-
mannlegri reisn hélt hann til hinztu
stundar.
Agúst var vel vitiborinn maðúr og
ljúfmenni hið mesta. Framkoma hans
var fágætlega fáguð, svo athygli vakti,
hvar sem hann fór. Hann var viðræðu-
góður og lagði gott til allra mála, enda
ávann hann sé vináttu og traust allra,
sem honum kynntust og mun fáa óvild-
armenn hafa átt.
Ég minnist þess ekki, að betri gestur
né elskulegri hafi heimsótt okkur
Gauksmýrarbörnin, þegar ég var að
alast þar upp. Og eftir að hann hafði
staðfest ráð sitt og var farinn að búa,
áttum við systkinin alltaf góðu að
mæta á heimili þeirra hjónanna.
Þannig héldust kynnin i gegn um ár-
anna rás, þótt haf og hauöur lægi mill-
um heimila okkar var tilhlökkun til
endurfunda alltaf söm við sig — bjó i
sálinni og varö oft að veruleika. Þessi
sama kennd heldur áfram að verka,
þótt leiðir skilji nú um stundarsakir.
Siðustu árin á Sólmundarhöfða, eftir
að heiisu þeirra hjónanna tók mjög að
hraka og Ingibjörg varð að leggjast
inn á sjúkrahúsið á Akranesi, en þar
hefir hún nú dvalizt um árabil, kom
það I hlutyngstu dóttur þeirra, Sigur-
laugar, að halda heimili með föður sin-
um ogungum syni, sem hún á. Lét hún
sér mjög annt um þetta hlutverk sitt
og rækti það af kærleiksfúsu hugar-
fari. Þá var og drengurinn, Rúnar
Bergmann, mjög hændur að afa sinum
og var samvist þeirra náin og báðum
islendingaþættir