Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Qupperneq 13
komu til að votta henni siðustu þökk
fyrir vináttu og tryggð.
Guðrún A. Simonar óperusöngkona
söng við athöfnina i Fossvogskirkju.
Hún hafði óskað eftir þvi að fá að
syngja við útför ljósu sinnar
31. mai 1976
Anna Sigurðardóttir
f
Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu.
Nýlega er látin hér i Reykjavik i
hárri elli frk. Asa Asmundsdóttir ljós-
ntóðir. Hún var heiöursfélagi i
Thorvaldsensfélaginu og fylgja félags-
konur henni siöasta spölinn i dag.
Frk. Asa var starfandi ljósmóðir hér
i borg i áratugi, siöustu árin vann hún
við heilsugæzlu hjá borginni og er hún
lét af störfum hafði hún unnið hér i
höfuðstaðnum i 50 ár. Það gefur
nuga leiö, að á hálfri öld i starfi hefir
ntargt hent, er setið hefir i huga henn-
or, ekki sizt á kreppuárunum er at-
vinnuleysi og aðrir erfiðleikar hrjáöu
borgarbúa. Ungbörnin áttu allan hug
hennar. Vökul og árrisul gekk hún að
hverju starfi.
Hún var lengi i stjórn Barnaupp-
eldissjóös félagsins. Lengi vel voru
jólamerkin aðaltekjustofn sjóösins, og
hygg ég að á þeim tima er frk. Asa
starfaöi i félaginu hafi engin kona afl-
aö eins mikilla tekna fyrir sjóðinn með
sölu jólamerkja og hún. Hinn 19.
nóvember 1968 er félagiö varð 93 ára
afhentu félagskonur seinni áfanga
harnaheimilisins við Dyngjuveg. Þani^
dag var frk. Asa kjörin heiöursfélagi.
Höfðu félagskonur veglegt hóf i þeim
húsakynnum og áttu góða stund með
yfirmönnum borgarinnar og afhentu
þáverandi borgarstjóra, Geir Hall-
grimssyni, húsið til eignar. Þann dag
vorum viö allar glaðar og ekki sizt frk.
Asa. Hún hafði fengið að sjá draum
sinn rætast. Þessar stórbyggingar
vorurisnarúr grunni og voru svo sam-
tvinnaðar hennar lifsstarfi i hálfa öld.
t>arna var komið skjól fyrir litlu börn-
'n hennar, ef mæðurnar lentu i erfiö-
leikum. Þess vegna viljum við félags-
konur kveðja hana i dag, eins og við
munumhana þessa stynd. Þessisivök-
ola stolta höföingskona, sem stundum
virtisthrjúf, var svo undur glöð ig tók
þátt i gieði dagsins af öllu hjarta.
Thorvaldsensfélagskonur kveðja
heiðursfélaga sinn með þakklæti og
viröingu.
F.h. Thorvaldsensfélagsim
Unnur Agústsdóttir, formaður.
•slendingaþættir
B j örgyin
Bj arnason
f. 3.2. 1908
d. 30.4. 1976.
Björgvin Bjarnason fæddist að
Sveinsstöðum i Hellisfirði 3. febrúar
árið 1908. Foreldrar hansi<voru hjónin
Bjarni Guðmundsson og kona hans
Guðrún Þorgrimsdóttir. Björgvin var
yngstur sex systkina og með honum
eru þau öll horfin yfir móðuna miklu.
Ungur missti Björgvin föður sinn og
mun þvi snemma hafa farið að taka til
hendi. í þá daga var ekki margra
kosta völ i starfsvali og lá þvi bein
ast við að leita fanga á sjónum, og á
sjónum átti Björgvin mestan hluta
starfsævi sinnar. Arið 1932 flytur hann
að Nesi i Norðfirði. Þar varö hann
snemma vélstjóri á bátum og siöan
formaður. Lengst af var hann á m.b.
Þór N.K. og siðan á m.b. Dröfn N.K.
Björgvin átti miklu láni að fagna alla
sina sjósóknartíð. Bæöi var hann afla-
sæll og einnig var hann mjög farsæll
með skip og áhafnir framyfir von um
aukinn aflahlut.
Árið 1932 kvæntist Björgvin eftirlif-
andi konu sinni, önnu Kristinu Árna-
dóttur Stefánssonar, smiðs á Akur-
eyri, og konu hans Jóninu Friðfinns-
dóttur. Þarna var stigið mikið gæfu-
spor, þvi samband þeirra var alla tið
sérlega innilegt. Þau eignuðust þrjú
börn, Sigriði, Guömund Bjarna og
Arnbjörgu Guönýju sem öll ásamt
mökum sinum, börnum og barnabörn-
um sakna einstaks fööur, tengdaföður,
afa og langafa. Einnig gengu þau hjón-
in mér undirrituðum, systursyni önnu,
i foreldrastað, á þann hátt aö ég hefði
ekki getað hugsað mér yndislegri for-
eldra, og ekki minnist ég þess i eitt
einasta skipti, að ég yrði þess var að
ég væri ekki einn af systkinahópnum.
Ekki rofnuðu böndin þótt árin liöu.
Konu minni og börnum varð Björgvin
hinn bezti tengdafaðir og afi, og marg-
ar ánægjustundir höfum við átt saman
hér á Húsavik, en nú verður hlé á.
Arið 1956 fluttust þau Björgvin og
Anna til Hafnarfjarðar. Enn um sinn
varð sjórinn starfsvettvangur. En þar
kom að heilsan tók að bila og eftir að
Björgvin fann að þrekið nægði ekki til
að skipa eitt af efstu sætunum meðal
aflaskipstjóranna i Firðinum, þá fór
hann i land. Ekki vildi hann þurfa að
hlita þvi að veröa hálfdrættingur. 1
fyrstu kunni Björgvin þvi illa að vinna
i landi en fljótlega fór hann á námskeið
fyrir fiskmatsmenn og fiskmat varð
upp frá þvi hans aðalstarf. 1 þvi starfi
var hann i snertingu við sjó og fisk og
þar fann hann sig á ný.
Nú siðla vetrar kenndi Björgvin
meins þess sem svo skyndilega dró
hann til dauða. Við gátum varla trúaö
þvi að hann ætti ekki afturkvæmt af
sjúkrahúsinu. En einu getum við
glaözt yfir, að hann varð aldrei hálf-
drættingur, þaö hefði honum falliö
þyngst. A lokadaginn 11. mai var hann
kvaddur hinztu kveöju frá Hafnar-
fjarðarkirkju. Hans er sárt saknað af
13