Íslendingaþættir Tímans - 17.07.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 17.07.1976, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 17. júli 1976 — 25. tbl. 9. árg. Nr. 259. TIMANS Hundrað ára minning: Kristín Sigfúsdóttir skáldkona frá Kálfagerði Kristtn Sigfilsdóttir skáldkona var f*dd aö Helgastööum i Saurbæjar- ^eppi 13. júlí 1876, og eru þvl liöin 100 ár frá fæöingu skáldkonunnar. Kristln Wstupp i fööurgaröi á Helgastööum og Þ31- bjó hún sin fyrstu búskaparár, eft- lr aÖ hún giftist Pálma Jóhannessyni Skriöu i sama hreppi. Lengst af biuggu þau Pálmi á Kálfageröi i Saur- b*jarhreppi og viö þann bæ var Kristín oftastkennd. Ariö 1930 fluttust Þau hjónin til Akureyrar og þar bjó Kristin þaö sem hún átti eftir ólifaö. ötaldir eruþeir Islendingar, er hlutu 1 vöggugjöf hæfileika til listsköpunar á yettvangi ritlistarinnar, en aldrei ^engunotiö sin sökum ýmiss konar ytri aöstæöna, svo sem brauöstrits eöa aö Höarandinn dæmdi þá einskis nýta auönuleysingja, er framfylgdu köllun Slnni á þessu sviöi. Viö þær aöstæöur Varö oft minna úr verki en efni stóöu til. Kristin Sigfúsdóttir fyllir ekki þenn- an hóp. Henni tókst aö samræma störf einyrkjakonu i sveit og vinnu þá er köllun hennar sem rithöfundur, lagöi benni á heröar á þann hátt, aö hvort Urn sig heföi veriö sæmandi hverri nieöalmanneskju sem fulltstarf. Ekki er gott aö fullyröa neitt um hvaö varö bess valdandi, aö Kristinu tókst aö Slgrastá erfiöleikum hversdagslifsins °8 ryöja sér braut sem þekktur og vin- S®11 rithöfundur á fyrri hluta þessarar aldar.Þómá ætla, aöhin sterka trúar- Sannfæring hennar hafi haft mikiö aö Segja. Þegar hún fór saman meö góö- uni hæfileikum til ritsmiöa, gat ekkert stÖövaö Kristlnu i aö boöa hiö góöa og 8°fuga ,sem meö hverjum manni leyn- lst' Enda þarf ekki aö lesa mikiö af Verkum Kristinar til þess aö sjá.aö meö þeim er hún fyrst og fremst boö- beri kristinna trúarhugsjóna. Þaö hefur löngum þótt loöa viö skáld og aöra listamenn, aö I fari þeirra hefur veriö að finna ýmis geðbrigði, sem annað fólk hefur átt bágt meö aö skilja. Ekki viröist Kristin hafa fariö varhluta af þessu I æsku. í æsku- minningum sinum segir hún svo frá: „Ekki var ég gömul, þegar ég tók eftir þvl, ab fólkinu minu fannst ég dálltiö vanstillt i lund. Kom þaö einkum fram i kjarkleysi aö þola aöfinnslur og hræöslu viö margt, sem ástæðulaust þóttí aö hræöast”. Geðbrigði þessi birtust i ýmsum myndum. Meöal annars þannig, aö hún varö gagntekin af fögnuöi viö þaö eitt aö fá aö fara út og leika sér i skammdeginu. Gekk þaö svo langt, aö eitt sinn er kæti hennar gekk úr hófi, baö systir hennar hana meö tárin I augunum, aö láta ekkieinsoghún væri vitlaus, ef hún væri þaö ekki. Oft sótti, einnig aö henni dapurleiki og þung- lyndi, einkum á veturna. Mest var þaö I sambandi vib hugsanir um dauöann. í æskuminningum sínum segir Kristin, aö henni hafi fundizt þaö svo hræðilegt aö vera komin inn i þessa tilveru til þess aö deyja.oghúnhafi þáoft óskaö, aö hún hefði aldrei veriö til. Snar þáttur I skapgerö Kristinar sem bams, var hve næm hún var fyrir duttlungum náttúrunnar. Hún gat hrif- iztsvo yfir hvin þeyvinda vorsins, eöa ilmi lyngs og grasa, aö hún gleymdi bæöi stund og stað. Þessu veröur ef til vill beztlýst, meö oröum skáldkonunn- ar sjálfrar. „Stundum var þaö Hka, þegar ég var ein úti, helzt á kyrmm kvöldum, þegar gróöurskúr haföi fall- iö á græna jörö og loftið var þrungið af ilmi lyngs og grasa, eöa þegar vetr- arhimininn hvelfdist heiður og stjörnubjartur yfir alhvita jörö, eöa klukknaWjómur barst frá nágranna- kirkjunni i heilagri morgunkyrrö, aö yfir mig kom þetta dásamlega, sem ég á engin orö til aö lýsa. Mér fannst allt veröa öröu vlsi en áöur, og þó var allt eins og áöur, nema óttinn var horfinn. Alheimurinn var eins og nýskapaöur i höndum almáttugs guös. Ollu var óhætt. Ekkert illt var til. Allt andaöi frá sér friöi og kærleika. Og einhvers staöar I djúpi vitundar minnar brautzt fram I hrifningarklökkva: „Guö, ég þakka þér, aö þú hefur leyft mér aö vera til”. Eitt er þaö, sem Kristin minnist litiö sem ekkert á i hinum annars greinar- góöu æskuminningum sinum. Þaö er, hvert hafi veriö upphaf skáldferils hennar, og er þaö grunur minn, aö þaö

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.