Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Síða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 27. ágúst 1977 6. tbl. TIMANS Jónsína Jónsdóttir Mlnir vinir fara fjöld feigöin þessa heimtar köld. Þannig kvaö Bólu Hjálmar er hann horföi á bak látnum vinum.Þessi orö veröa mér einnig i huga er ég lit til liöins árs og mannfalls þess, sem hefir oröiö I minni fyrri heimasveit, Sveins- staöahreppi i Austur-HUnavatnssýslu á árinu 1976. 0venju margir vinir min- ir — og okkar fjölskyldunnar — hafa verið kvaddir burt úr þessum heimi á árinu. Skal fyrstur nefndur Jón S. Pálmason fyrr lengi bóndi á Þingeyr- um, sem andaðist 19. nóv. og hef ég getið hans aö nokkru annars staöa-. Þá hafa fjórar merkar konur horfiö burt á árinu allar meö langt mikiö og merkilegt starf aö baki. Þaö eru þær Kristbjörg Kristmundsdóttir, fyrrum húsfreyja aö Uppsölum, Anna Siguröardóttir, húsfrú I Brekkukoti, Sigriður Björnsdóttir, húsfrú i öxl og loks sú konan sem ég vildi sérstaklega minnast með þessu greinarkorni Jón- sina Jónsdóttir, sem um margra ára- tugaskeiö skipaö sæti húsfreyjunnar á Sveinsstöðum meö miklum ágætum. Þegar ég minnist hennar eftir mjög langa og góöa viökynningu og vináttu koma mér i hug visuoröin þessi: Viöar en i siklingssölum Svannafas er prýði glæst. Mörg i vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst Frú Jónsina var vestur-húnvetnsk, eöa nánar tiltekiö Vatnsnesingur aö ætterni.Hún fæddist að Hrisakoti 19. febr. 1883. Voru foreldrar hennar Jón bóndi þar Jónsson fæddur 20. nóv. 1833, dáinn 17. júni 1910 og kona hans Helga Pétursdóttir bónda Jónssonar fædd 21. sept. 1840 dáin 1. júni 1906. Helga var tvlgiít, og meö fyrri manni sinum átti hún tvö böm Þóru húsfrú á Anastöðum móöir frú önnu, er lengi var hjúkrunarkona á Blöndu- ósi og Björn er einnig bjó vestur á Vatnsnesi skammt frá Anastöðum. Meö seinni manni sinum átti Helga sex börn. og voru þau þessi: Jóhannes bóndi i Hrisakoti, faöir Jóns prófessors, Stefán, dósent viö háskól- ann, fluttist til Danmerkur, Anna saumakona á Akureyri, Marsibil, gift Magnúsi á Blikastööum, Elín, hjúkrunarkona á Blönduósi og Jónsina sem var yngst systkinanna. Mun hún hafa alizt upp i Hrisakoti meö foreldr- um sinum fram undir tvitugt, en þá fór hún á Kvennaskólann á Blönduósi. Þar var hún I tvo vetur 1902-1903 og lauk ágætu prófi. Var skólinn á þeim tima fjölbreyttur og liktist aö mörgu leyti almennum gagnfræöaskóla. Var hann þvi ekki aöeins góöur undir- búningur undir húsmóöurstarfiö, heldur veittieinnig talsveröa almenna menntun. Aö lokinni skólavist á Blönduósi fór Jónsina til Akureyrar, en þangaö var þá Anna systir hennar komin og var hún þar um skeib. Ariö 1906fer hún svo aö Sveinsstööum þar sem heimili hennar var upp frá þvi, eöa f full 70 ár. Magnús sonur Jóns bónda Ólafsson- ar, var þá fyrir nokkrum árum kominn heim frá Noregi þar sem hann hafði stundað búnaöarnám og var I þann veginn aö taka vib jörö og búi á Sveins- stööum. Giftist Jónsina honum voriö 1907 14. júni. Tók hún þá viö búsfor- ráöum á heimilinu af Þorbjörgu tengdamóður sinni hinni mestu myndar- og merkiskonu. Reisn og myndarskapur hafa ráöiö þar rikjum en sú reisn minnkaði ekkert við þaö að ungu hjónin tóku við, en aö sjálfsögöu fluttu þau meö sér nýjan tima. Enn uröu Sveinsstaöir miödepill sveitar- innar i ýmsum skilningi. Bæöi voru þau Jónsina og Magnús samvalin og samstarfandi aö þvi aö gera heimiliö snyrtilegt og aðlaðandi. Atti þaö ekk- ert slður viö innan húss en utan. Jón- sina var frábær húsmóðir. Mér hefur sagt fólk, sem hjá þeim hjónum vann, aö ekki heföi verið hægt aö hugsa sér notalegri húsmóður og umhyggjusamari um fólk sitt en hún var. Hún var veitul og gestrisin, og þeir voru margir, sem erindi áttu aö Sveinsstöðum ýmissa hluta vegna og þar var ævinlega gott aö koma. Ekki sizt áttu börn, sem oft voru send þangað meðal annars eftir pósti eöa I öörum erindagjöröum, þar hlýju og góðu að mæta. Mér var vel kunnugt um, ab ekki var óalgengt aö hús- móðirin stingi kökum eöa súkkulaði- stykkjum I lófa barnanna, ef þau vildu ekki stanza og þiggja hjá henni abrar góögeröir. Jónsina var glaölynd aö eðlisfari, jafnan hlý I viðmóti og skemmtileg I allri kynningu og umgengni. Hún var hin mesta fríðleikskona, sviphrein og tiguleg I fasi og ávann sér hylli og vel- vild allra, sem henni kynntust. Þannig veitti hún að sinum hluta heimilinu forstöðu I meir en hálfan fjóröa ára- tug. Þaö hafa verið og eru enn fjölmörg heimili f Húnaþingi prýöileg og ágæt aö öllu leyti bæði snertandi snyrti- mennsku, fallega umgengni og indælt

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.