Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Qupperneq 6
eftir honum þar sem hann stóö viB gluggann i stofu 1 i gamla kennara- skólanum viö Laufásveg. Mér varö starsýnt á hann. Hann sagöi fátt I fyrstu. Viö vorum ekki fljótir aö kynn- ast en kynnin entust þeim mun betur og uröu hvaö nánust nú á siöari árum. Þaö er skemmst frá aö segja, aö betri félaga og nánari vin hef ég aldrei eignazt. i skólanum háöum viö marga hildi saman, einkum á málfundum, er stjórnmál voru rædd. Þá var mönnum heitara I hamsi i pólitiskum umræöum en nú á dögum. Viö höföum okkar utópiu uppá vasann og trúöum á nýjan og betri heim eins og ungum mönnum er titt. A þeim árum kom vel I ljós, hverjum hæfileikum Steinar var gæddur. Hann var fróöleiksfús glöggskyggn á málefni og þungur á bárunni sem ræöumaöúr. Kimnigáfa Steinars var ómenguö sem fyrr segir. Glaöværöin og glettnin leiftruöu oft af honum I hópi okkar bekkjarsystkin- anna. Leikari var hann góöur, sá fremsti I okkar flokki, og ósjaldan kom hann okkur til aö hlæja á kvöldvökum og árshátiöum skólans. Viö bekkjar- systkinin höföum allan veg og vanda af þessum samkomum, skemmti- kraftar voru aldrei aöfengnir. Við vor- um samhent og sjálfum okkur nóg, þótt efni væru smá, enda áhugamálin ærin. Um helgar heimsóttum viö hvert annaö og deildum oft um skáldskap og politik langt fram á nætur. Viö fórum iöulega I leiki. Mikiö var sungiö. Stundum var fariö upp á Rauöavatn á skauta. Ferðin noröur I land aö kennaraprófi loknu veröur okkur öll- um ógleymanleg. Þessi skólaár voru dýrlegir dagar. Og Steinar var sá sem mest jók á fögnuöinn. Hann var jafnan framalega i okkar flokki, hvaö sem viö tókum okkur fyrir hendur. Þaö er ekki áhlaupaverk aö koma upp 5 börnum. Efni voru ekki mikil á frumbýlingsárunum hjá Steinari og Helgu. Þau hófu búskap meö tvær hendur tómar. Meö atorku og dugnaöi tókst þeim aö koma börnunum vel á legg og byggja upp hlýlegt og myndar- legt heimili, sem ber smekkvisi þeirra beggja fagurt vitni. Þetta heimili er orölagt fyrir gestrisni og höföings- skap. Hvergi er betra aö koma en þar. Þær eru ófáar unaðsstundirnar, sem viö Rannveig höfum átt meö þeim hjónum aö Skipholti 42 á undanförnum árum. Ég minnist siöustu samræöna okkar Steinars. Hann talaöi um mannlffiö, um manngildi og manndómsþroska, iðnvæöinguna og hagvaxtarböliö, mengun og lifvænlegt umhverfi, rétt- láta skiptingu llfsgæöanna, auö og ör- birgö og fleira, sem brennur á vörum manna i dag. í þessum oröræöum birtist llfsviö- horf Steinars, sem ég hygg aö læsa megi Ieina málsgrein: „Þvi aö ekki er guösríki matur og drykkur heldur rétt- læti og friður” (Páll postuli i Róm- verjabréfinu). Meö sárum söknuöi og eftirsjá kveö ég vin minn, Steinar Þorfinnsson. Endadægur hans kom allt of fijótt. En sárastur er harmur eiginkonu hans og barna. Við Rannveig og börn okkar sendum þeim og öörum nánum ætt- ingjum kærar kveöjur. Þaö mun seint fenna i spor Steinars Þorfinnssonar, minningin um hann mun lengi lifa. Ingólfur A. Þorkelsson. t Styrkur er stofn fallinn. Tryggur maki, traustur faöir. Mikill aö manndómi, gildur aö gjörvuleik. Yfir móöuna miklu, fyrir aldur fram, kvaddur fjörvi frá. Steinar Þorfinnsson var fæddur aö Bitru i Hraungeröishr. i Arnessýslu 12. maí 1922. Foreldrar hans voru Þor- finnur Jónsson, lengi kunnur veitinga- maður I Tryggvaskála, og síðari kona hans, Steinunn Guönadóttir frá Tungu- felli. Þau voru bæöi prýöilega gefin, mestudugnaöar og sómahjón,komin af vel metnum og traustum stofnum I bændaátétt Arnesinga. Steinar lauk prófi frá Kennaraskóla Islands 1948 og hóf sama ár kennslu viö Melaskólann I Rvlk. Reyndist hann brátt hinn ágætasti starfskraftur, enda vann hann sig þar upp aö vinsældum, virijingu og trausti, svo aö hann varö þar yfirkennari 1966 og allt til dánar- dags 10 þ.m. Auk skólastarfsins vann Steinar allmikiö hér I borg m.a. i lög- reglunni á timabili. Alls staöar var hann jafnvel liðinn og virtur, bæöi af samstarfsfólki, nemendum og yfir- boöurum. Viö, sem þekktum hann bezt, skildum þaö lika vel. Hann haföi tileinkaö sér af mikilli kostgæfni allt hiö bezta I kennaramenntuninni og bætti þar jafnan við eftir föngum. Þar inn I fléttaöist sálfræöileg íhygli á öllu, sem viökom umgengnisháttum, ekki einungis gagnvart nemendum, heldur og öllum og öllu, sem hann hafði eitthvaö meö aö gera. Grundvöll- ur þessa var þó aö sjálfsögöu meö- fæddir og þjálfaðir eiginleikar, svo sem skapfesta og hógværö, ásamt skarpri greind og vlösýni. Auk hinna föstu atvinnustarfa, vann Steinar mik- iö aö félagsmálum kennara. Þar ávann hann sér einnig traust og virö- ingu, og þar mun ekki hvaö sizt hafa reynt á hina eölislægu sanngirni hans gagnvart skoöunum annarra á öllum sviöum. Steinar var ljóöelskur og hagmæltur vel, söngvinn, spilaöi á hljóöfæri og iökaöi kórsöng. Slikir hæfileikar eru oft ríkir þættir I heilbrigöu og þrosk- andi félags- og skemmtanalífi, enda var ánægjulegt aö vera samvistum meö honum á góöra vina fundum. 11. júlí 1952 kvæntist Steinar Jakobinu Helgu Finnbogadóttur frá Hafnarfiröi, mikilli afbragöskonu. Uröu þau samhent um aö skapa sér heimili, er I senn væri skemmtilegt og hamingjurlkt. Meö miklum dugnaöi þeirra beggja, ásamt þeirri giftu, sem þeim hefir fylgt, haföi þeim einmitt tekizt aö stofna og búa upp slíkt heimili aö Skipholti 42 hér I borg. Þar hafa þau* svo búiö viö mikla fegurö I öllum skiln- ingi, ásamt 5 börnum sínum, hiö yngsta þeirra nú um fermingaraldur. Kennarastéttin hefir misst merkan og mikinn starfsmann úr rööum sln- um. Það er sárt. En sárastur er þó missirinn hjá eftirlifandi konu og börnum. ómetanleg huggun er þó þaö, aö öll börnin eru hin mannvænlegustu og líkleg til þess aö veröa stoö og styrkur móöur sinnar, og góöir og nýt- ir þegnar þjóöfélagsins, i anda hins látna fööur og mikilhæfu móöur. Ég kveö svo Steinar, frænda minn og heimilisvin meö innilegri þökk fyrir langa og umfram allt góöa og þrosk- andi kynningu og samskipti. Sú kveöja er jafnt fyrir hönd konu minnar og barna okkar. Votta ég svo konu og börnum Steinars, systkinum hans og öllu vinum og vandamönnum mina dýpstu samúö. „Þar sem góöir menn fara eru Guös vegir.” Og þótt sárt sé aö missa og sakna, þá er þósennilega flestum mest viröi, þegar frá liöur, aö hafa góðs og mikilla mannkosta manns aö sakna og minnast. Rvk. 15. marz 197) Halldór Guöjónsson t Þaö er meö söknuö i huga, aö ég sest nú niður til aö festa á blaö nokkrar lín- ur til aö minnast látins vinar míns, Steinars Þorfinnssonar, kennara. Þaö er erfitt aö þurfa aö trúa þvi, aö hann sé ekki lengur hér meöal okkar sem áttum hann aö félaga og vin. Hann haföi aö vlsu kennt lasleika á s.l. ári en úr þvi geröi hann sem minnst þótt hann legðist inn á Borg- arspitalann I byrjun nóvember s.l. til uppskurðar, datt mér I fyrstu ekki I hug aö alvarlegt væri aö. Sterk. llk- amsbygging og heilbrigt liferni veita 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.