Íslendingaþættir Tímans - 27.08.1977, Side 9
Elsa Bjarnadóttir
F. 7/9. 1924
D. 29/8. 1975
Hinzta kveöja
Lifiö manns hratt fram hleypur,
hafandi enga biö,
i dauöans grimmar greipur,-
gröfin tekur þá viö.
Allrar veraldar vegur
vikur aö sama punkt,
fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eöa þungt.
Fjóröa erindi úr sálminum Allt eins
og blómstrið eina eftir Hallgrim
Pétursson. Ósjálfrátt duttu mér þess-
ar ljóðlinur i hug, er ég frétti um hiö
sviplega fráfall Elsu Bjarnadóttur.
Hún var dóttir hjónanna Sigurborgar
Friöriksdóttur og Bjarna Þorláksson-
ar er bjuggu lengi i Kothvammi fyrir
ofan Hvammstanga. Elsa mun hafa
verið fædd í Kirkjuhvammi, einn bróö-
ur átti hún, Ástvald Bjarnason. Viö
Elsa kyntumst fyrst i sláturhúsi
K.V.H., viö unnum þar saman. Þá
kynntist ég einnig foreldrum hennar
og stóö þessi kunningsskapur i full 30
ár viö þetta fólk. Einnig vorum viö
Helga jafngamlar upp á dag og það
fannst okkur skrítin tilviljun. En er
aldur færðist yfir foreldra hennar
hættu þau búskap, keyptu hús niöri á
Hvammstanga og fluttu i þaö. Þá mun
Elsa hafa veriö komin yfir tvitugt,
þegar þessi fjölskylda flytur úr sveit-
inni, sem var þeim svo hjartfólgin.
Alltaf fann ég að saknaðar gætti hjá
foreldrum hennar, er þau rifjuöu upp
minningar frá þessum árum þarna, er
þau dvöldu viö búskap i Kothvammi.
Elsa vann lengi viö afgreiðslu hjá
K.V.H. Einn vetur dvelur hún við nám
i Kvennaskólanum á Blönduósi, en 7/9.
1947 giftist hún eftirlifandi manni sin-
um, þá 24 ára þann dag, en maður
hennar var Rfkharður Guömundsson.
Hann var lengi bilstjóri hjá K.V.H.
Þeim varðþriggja barna auöið. Elzta
barniö er Gunnar Rikharðsson lög-
regluþjónn á Blönduósi, kvæntur
Asrúnu ólafsdóttur, hún er kennari að
mennt, ættuö frá Sveinsstööum f Þingi.
Næst er Birna Rikharösdóttir ljós
ljósmóðir aö mennt. Hún er eift Guö-
mundi Steindórssyni sjómanni, þau
búa i Reykjavik. Þá kemur Rafn
Rikharðsson, hann er þeirra yngstur,
ókvæntur, vinnur á millilandaskipi.
Elsa og maöur hennar höföu for-
eldra Elsu alltaf 1 sambýli viö sig og
var þetta fólk alltaf sem einn maður,
snyrtimennska og seigla rikti alltaf á
þessu heimili og var staðinn þéttur
vöröur um velferö þess i einu og öllu og
þannig liöu árin.
ErElsa gekk meö sitt yngsta barn þá
brann húsiö ofan af þeim, þá munu
Gunnar og Birna hafa verið nokkuö
stálpuð. Ég hygg að þetta muni hafa
verið Elsu mikiö áfall eiris og á stóö, en
hún og maður hennar ásamt foreldr-
um hennar tóku höndum saman og
reistu hiö vandaðasta þriggja hæða
hús á lóðinni þar sem hitt stóö. Einnig
endurreisti Elsa gamlan garö er hafði
fylgt húsinu sem brann. Þennan garð
geröi hún svo fagran að enginn var á
staðnum slikur og mátti segja aö hann
hlaut að draga að sér augu vegfar-
enda, enda lagöi Elsa óhemju vinnu i
aö fegra hann og prýöa svo árum
skipti. Þaö var 'venja hjá mér að
skreppa inn f Laufskála og drekka þar
kaffiaö loknum snúningum i kaupstað
og naut ég þá gestrisni þessa fólks og
einnig naut ég þess að tala viö þær
mægöur. Þær voru alltaf hressar og
kátar heim aö sækja. Oftvoruþær meö
kostgangara i heimilinu og voru þvi oft
ærin verkefni til viöbótar heimilis-
haldinu. Svo mikil eining og ástriki
rikti alltaf á milli þeirra mæögnanna
aö á betra varð ekki kosið. Sökum
meöfæddra hæfileika og mannkosta
var leitaö eftir Elsu i opinberan
félagsskap á staðnum og má þar nefna
sæti hennar i sjúkrahússtjórn og mun
hún hafa staðið fremst i f lokki meö aö
stuðla að þvi aö sjúkrabill var fenginn
á staðinn. Þær mæögur störfuöu ötul-
lega aö málum kvenfélagsins og slðan
komu konurnar sér saman um að
kjósa hana formann Kvenfélagasam-
bandsins. Þaö fórst henni vel úr hendi
eins og annað sem hún tók sér fyrir
hendur. Elsa var fremur smávaxin
kona, fi'nleg og létt i hreyfingum. Hún
gekk ávallt áberandi snyrtilega og vel
til fara. hún var harðdugleg til allrar
vinnu og mjög myndarlega verki farin
hverju sem hún snerti á, hvort heldur
var um húsverk, saumaskap eða
annaö aö ræöa. Hún haföi mikiö yndi
af hestum og áttu þau hjón ávallt góöa
hesta, sem þau tóku fram þegar stund
gafst. Þaö vissi ég aö mikiö yndi
höföú þau af þessum stundum, enda
mikiö samstarf meö þeim ávallt i einu
og öllu. Elsa vann um árabil á sjúkra-
húsinuá Hvammstanga. Móöir hennar
dó 23. ágúst 1973, þá farin að heilsu.
Undir fimmtugsaldurinri fór heilsanaö
gefa sig hjá Elsu þótt hún kvartaöi
aldrei um þaö og ynni sin verk bæöi
heima og á vinnustaö.
Er hún var aöeins 51 árs lézt hún
snögglega. Fréttin kom mér og öörum
á óvart. Ég var nýbúin aö hitta hana
hressa og káta, þetta var svo ótrúlegt.
Hún Elsa var dáin, farin.
Við jarðarförina var slikt f jölmenni
að vart var sæti I kirkjunni fyrir alla
sem komu til aö fylgja henni siðasta
spölinn. Hún var lögö til hinztu hvilu
rétt hjá æskuheimilinu sinu uppi I
Kirkjuhvammi. Kvenfélagskonurnar
á staðnum gáfu kirkjunni 2 kerta-
stjaka til minningar um hana i
Hvammstangakirkju og Kvenfélaga-
sambandiö gaf sjúkrahúsinu á staðn-
um málverk til minningar um hana.
Þetta segir meira en miörg orð um vin-
sældir hennar.
Faðir hennar dvelur nú á heimilinu
fyrir aidraða á Hvammstanga. Hann
mátti sjá á eftir konu sinni og einka-
dóttur með aöeins tveggja ára milli-
bili. Allir sjá hvaö mikiö maður
hennar hefur misst og börn þeirra og
faðir hennar, en þau eiga lika
minningar um konu sem a"allt gerði
allt sitt bezta fyrir heimiliö og lét það
sitja ofar öllu öðru, þrátt fyrir nörg
störf utan þess. Þar var alltaf alit í röö
og reglu og fallega unnin stykki eftir
hana sjáifa miriria á handbrágð hennar
og smekkvisi.
N w pwgar Elsa hciwi kvatt cg horfið
á vist nýrra lifssviða er mér efst I huga
góöar óskir og þökk fyrir langa og
góöa viökynningu og þess er ég fyrir
löngu fullviss, aö væri okkar litla þjóö-
félag byggt svo af alþýðuheimilum
þvilikum sem heimili þeirra Elsu
Bjarnadóttur og Rikharðs manns
islendingaþættir
9